Tíu daga spáin gerir ráð fyrir áframhaldandi leiðindum í veðri Birgir Olgeirsson skrifar 18. maí 2018 10:58 Tíðin hefur verið íbúum á suðvesturhorni landsins erfið. Vísir/Vilhelm Leiðinda tíðin sem hefur reynt verulega á þolrif Íslendinga í maí mánuði er hvergi nærri á undanhaldi. Spálíkön Veðurstofu Íslands ná tíu daga fram í tímann en gangi þau eftir verður hér suðvestan átt og leiðindi fram yfir næstu helgi. Þetta gerist í maí mánuði sem er venjulega þurrasti og bjartasti tíminn á meðalári. Frá heimskautasvæðinu norður af Ameríku streymir kalt loft yfir hlýrra loft yfir Atlantshafinu. Það veldur því að lægðirnar myndast suðvestur af landinu sem valda þessari sunnan og vestlægum áttum sem hafa streymt yfir landið undanfarnar vikur. „Það er eiginlega bara sagan um þessar mundir og við sjáum ekki mikið fram á endann á þessu,“ segir Theodór Freyr Hervarsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Gangi spárnar eftir verður hitafar svipað og hefur verið undanfarið og má þess vegna búast við éljagangi langt fram eftir maí. Theodór segir að venjulega séu norðlægar áttir ríkjandi á vorin en þær hafi ekki látið sjá sig að ráði. Veðrið hefur því verið nokkuð leiðinlegt á suðvesturhorni landsins en landshlutar sem eru í skjóli frá suðvestan áttinni hafa notið mun betra veðurs í maí, þar á meðal Norður- og Austurland. Á morgun má búast við suðaustanátt, 15 til 23 metrum á sekúndu, hvassast sunnanlands en snýst í sunnan 10 til 15 metra á sekúndu seinni partinn. Víða rigning, talsverð á sunnanverðu landinu. Hiti 5 til 10 stig.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ sunnudag (hvítasunnudagur):Sunnan- og suðvestanátt, víða 13-18 m/s. Rigning eða skúrir, en snjókoma til fjalla. Þurrt norðaustanlands. Hiti 3 til 11 stig, mildast á norðausturhorninu.Á mánudag (annar í hvítasunnu):Suðvestan 8-13 m/s og skúrir eða slydduél, en léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti breytist lítið.Á þriðjudag:Suðaustan 8-15 m/s og rigning á köflum sunnan- og vestanlands, en hægari vindur og víða bjart veður norðanlands. Hiti 6 til 12 stig, hlýjast fyrir norðan.Á miðvikudag og fimmtudag:Útlit fyrir stífa suðaustan- og sunnanátt og vætusamt veður, en úrkomulítið norðanlands og fremur hlýtt þar. Veður Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Leiðinda tíðin sem hefur reynt verulega á þolrif Íslendinga í maí mánuði er hvergi nærri á undanhaldi. Spálíkön Veðurstofu Íslands ná tíu daga fram í tímann en gangi þau eftir verður hér suðvestan átt og leiðindi fram yfir næstu helgi. Þetta gerist í maí mánuði sem er venjulega þurrasti og bjartasti tíminn á meðalári. Frá heimskautasvæðinu norður af Ameríku streymir kalt loft yfir hlýrra loft yfir Atlantshafinu. Það veldur því að lægðirnar myndast suðvestur af landinu sem valda þessari sunnan og vestlægum áttum sem hafa streymt yfir landið undanfarnar vikur. „Það er eiginlega bara sagan um þessar mundir og við sjáum ekki mikið fram á endann á þessu,“ segir Theodór Freyr Hervarsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Gangi spárnar eftir verður hitafar svipað og hefur verið undanfarið og má þess vegna búast við éljagangi langt fram eftir maí. Theodór segir að venjulega séu norðlægar áttir ríkjandi á vorin en þær hafi ekki látið sjá sig að ráði. Veðrið hefur því verið nokkuð leiðinlegt á suðvesturhorni landsins en landshlutar sem eru í skjóli frá suðvestan áttinni hafa notið mun betra veðurs í maí, þar á meðal Norður- og Austurland. Á morgun má búast við suðaustanátt, 15 til 23 metrum á sekúndu, hvassast sunnanlands en snýst í sunnan 10 til 15 metra á sekúndu seinni partinn. Víða rigning, talsverð á sunnanverðu landinu. Hiti 5 til 10 stig.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ sunnudag (hvítasunnudagur):Sunnan- og suðvestanátt, víða 13-18 m/s. Rigning eða skúrir, en snjókoma til fjalla. Þurrt norðaustanlands. Hiti 3 til 11 stig, mildast á norðausturhorninu.Á mánudag (annar í hvítasunnu):Suðvestan 8-13 m/s og skúrir eða slydduél, en léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti breytist lítið.Á þriðjudag:Suðaustan 8-15 m/s og rigning á köflum sunnan- og vestanlands, en hægari vindur og víða bjart veður norðanlands. Hiti 6 til 12 stig, hlýjast fyrir norðan.Á miðvikudag og fimmtudag:Útlit fyrir stífa suðaustan- og sunnanátt og vætusamt veður, en úrkomulítið norðanlands og fremur hlýtt þar.
Veður Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira