Skoða að banna framúrakstur í Hvalfjarðargöngunum Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 9. júní 2018 13:58 Framúrakstur er víða bannaður í jarðgöngum af þeirri gerð sem Hvalfjarðargöngin eru Pjetur Sigurðsson Ástæða gæti verið til að banna framúrakstur í Hvalfjarðargöngunum eins og víða er gert í jarðgöngum erlendis. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um banaslys sem varð í göngunum fyrir tveimur árum. Tildrög slyssins voru þau að Toyota Landcruiser jeppi ók yfir á öfugan vegarhelming og í veg fyrir Subaru bifreið. Þetta gerðist í beygju um 700 metrum innan við syðri munna ganganna. Virðist sem ökumaður Toyota jeppans hafi ekki brugðist við beygjunni þegar hann ók beint áfram þvert yfir akrein umferðar úr gagnstæðri átt og úr varð harður árekstur. Í skýrslunni eru nefndar þrjár tillögur að umbótum í öryggismálum. Í fyrsta lagi þurfi að breikka rifflur sem hafa verið fræstar á milli akstursátta í göngunum. Þær virka með þeim hætti að þær mynda hávaða og titring þegar ekið er yfir þær og vara þannig ökumann við því að bifreiðin sé að fara yfir miðlínu. Rifflurnar í Hvalfjarðargöngunum eru hins vegar aðeins 10 sentimetra breiðar og er það að mati nefndarinnar ekki nægilegt til að skila tilætluðum áhrifum. Skoðaðar voru útfærslur erlendis þar sem breiddin er á bilinu 20 til 50 sentimetrar. Í öðru lagi er vakin athygli á því í skýrslunni að of stutt bil var á milli bifreiða í göngunum þegar slysið varð. Stutt bil á milli bifreiða minnki möguleika ökumanna á að bregðast við ef hætta skapast. Það sé sérstaklega mikilvægt í veggöngum þar sem gangnaveggir eru beggja megin við akbrautina og takmarkaðir möguleikar fyrir ökumenn að víkja til hliðar. Nú þegar er minnsta leyfilega bil milli ökutækja í Hvalfjarðargöngunum 50 metrar og er það tilgreint með sérstöku umferðarmerki þegar ekið er inn í göngin. Í skýrslunni segir hins vegar að skiltið sé ekki áberandi og óvíst að ökumenn taki eftir því. Loks er bent á að framúrakstur sé bannaður í jarðgöngum víða erlendis þar sem umferð í gagnstæðar áttir sé í sama gangaröri. Nefndin beinir því til veghaldara að fara yfir reglur um framúrakstur í göngunum og meta hvort æskilegt sé að herða þær með tilliti til umferðaukningar síðustu ára og umferðaröryggis í göngunum. Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira
Ástæða gæti verið til að banna framúrakstur í Hvalfjarðargöngunum eins og víða er gert í jarðgöngum erlendis. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um banaslys sem varð í göngunum fyrir tveimur árum. Tildrög slyssins voru þau að Toyota Landcruiser jeppi ók yfir á öfugan vegarhelming og í veg fyrir Subaru bifreið. Þetta gerðist í beygju um 700 metrum innan við syðri munna ganganna. Virðist sem ökumaður Toyota jeppans hafi ekki brugðist við beygjunni þegar hann ók beint áfram þvert yfir akrein umferðar úr gagnstæðri átt og úr varð harður árekstur. Í skýrslunni eru nefndar þrjár tillögur að umbótum í öryggismálum. Í fyrsta lagi þurfi að breikka rifflur sem hafa verið fræstar á milli akstursátta í göngunum. Þær virka með þeim hætti að þær mynda hávaða og titring þegar ekið er yfir þær og vara þannig ökumann við því að bifreiðin sé að fara yfir miðlínu. Rifflurnar í Hvalfjarðargöngunum eru hins vegar aðeins 10 sentimetra breiðar og er það að mati nefndarinnar ekki nægilegt til að skila tilætluðum áhrifum. Skoðaðar voru útfærslur erlendis þar sem breiddin er á bilinu 20 til 50 sentimetrar. Í öðru lagi er vakin athygli á því í skýrslunni að of stutt bil var á milli bifreiða í göngunum þegar slysið varð. Stutt bil á milli bifreiða minnki möguleika ökumanna á að bregðast við ef hætta skapast. Það sé sérstaklega mikilvægt í veggöngum þar sem gangnaveggir eru beggja megin við akbrautina og takmarkaðir möguleikar fyrir ökumenn að víkja til hliðar. Nú þegar er minnsta leyfilega bil milli ökutækja í Hvalfjarðargöngunum 50 metrar og er það tilgreint með sérstöku umferðarmerki þegar ekið er inn í göngin. Í skýrslunni segir hins vegar að skiltið sé ekki áberandi og óvíst að ökumenn taki eftir því. Loks er bent á að framúrakstur sé bannaður í jarðgöngum víða erlendis þar sem umferð í gagnstæðar áttir sé í sama gangaröri. Nefndin beinir því til veghaldara að fara yfir reglur um framúrakstur í göngunum og meta hvort æskilegt sé að herða þær með tilliti til umferðaukningar síðustu ára og umferðaröryggis í göngunum.
Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira