Smölun fyrir forval VG þótt einn vilji 1. sætið Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. febrúar 2018 09:00 Líf Magneudóttir tók við oddvitasætinu hjá VG á miðju kjörtímabili af Sóleyju Tómasdóttur. Hún varð líka forseti borgarstjórnar. Fréttablaðið/Anton Brink Þrátt fyrir að einungis einn frambjóðandi óski eftir fyrsta sætinu í forvali VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar hefur fólki verið smalað í flokkinn í aðdraganda þess. Forvalið fer fram rafrænt í dag og stendur kosningin til klukkan 17. Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri VG, segir að skráningum hafi fjölgað jafnt og þétt síðustu misserin. „Það voru úrsagnir og svo því sé nú haldið til haga þá voru þær hátt í 200 í kringum ríkisstjórnarmyndunina, en síðan hefur verið sígandi lukka. Svo var smölun í kringum forvalið og hún stóð til 14. og var frekar massív,“ segir hún.Ingvar Mar Jónsson flugstjóriBjörg Eva tekur fram að félagatalið sé mjög lifandi. Þess hafi jafnvel verið dæmi að fólk hafi skráð sig í flokkinn í kringum stjórnarmyndunina. Félagsmenn í VG eru núna rétt rúmlega 6.000 á landinu öllu og af þeim hafa rúmlega 2.500 þátttökurétt í forvalinu. Fram kom um síðustu helgi að félagar í flokknum hafa aldrei verið fleiri. Líf Magneudóttir borgarfulltrúi er eini frambjóðandinn sem óskar eftir fyrsta sætinu. Hún segir engu að síður mikilvægt að þátttaka í prófkjörinu verði góð og að hún fái afgerandi kosningu í sætið. Líf tók við oddvitasætinu á miðju kjörtímabili af Sóleyju Tómasdóttur. „Það er gott að halda því til haga að ég er ekki kjörin oddviti flokksins og er að sækja umboð mitt til flokksins sem oddviti núna í fyrsta sætið,“ segir Líf. Tveir frambjóðendur biðja um annað sæti í prófkjörinu, en það eru þau Elín Oddný Sigurðardóttir og Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson. Sá síðarnefndi gefur þó kost á sér í 2. til 4. sæti. Mesta keppnin er hins vegar um þriðja sætið, þar sem fimm frambjóðendur sækjast eftir því. Listi Framsóknarflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar var birtur í fyrradag. Ingvar Mar Jónsson, flugstjóri hjá Icelandair, verður í fyrsta sæti. „Áherslan verður fyrst og fremst í menntamálum. Við viljum hækka laun kennara og forgangsraða þannig. Setja kennarana á stall fyrir börnin,“ segir Ingvar. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Þrátt fyrir að einungis einn frambjóðandi óski eftir fyrsta sætinu í forvali VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar hefur fólki verið smalað í flokkinn í aðdraganda þess. Forvalið fer fram rafrænt í dag og stendur kosningin til klukkan 17. Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri VG, segir að skráningum hafi fjölgað jafnt og þétt síðustu misserin. „Það voru úrsagnir og svo því sé nú haldið til haga þá voru þær hátt í 200 í kringum ríkisstjórnarmyndunina, en síðan hefur verið sígandi lukka. Svo var smölun í kringum forvalið og hún stóð til 14. og var frekar massív,“ segir hún.Ingvar Mar Jónsson flugstjóriBjörg Eva tekur fram að félagatalið sé mjög lifandi. Þess hafi jafnvel verið dæmi að fólk hafi skráð sig í flokkinn í kringum stjórnarmyndunina. Félagsmenn í VG eru núna rétt rúmlega 6.000 á landinu öllu og af þeim hafa rúmlega 2.500 þátttökurétt í forvalinu. Fram kom um síðustu helgi að félagar í flokknum hafa aldrei verið fleiri. Líf Magneudóttir borgarfulltrúi er eini frambjóðandinn sem óskar eftir fyrsta sætinu. Hún segir engu að síður mikilvægt að þátttaka í prófkjörinu verði góð og að hún fái afgerandi kosningu í sætið. Líf tók við oddvitasætinu á miðju kjörtímabili af Sóleyju Tómasdóttur. „Það er gott að halda því til haga að ég er ekki kjörin oddviti flokksins og er að sækja umboð mitt til flokksins sem oddviti núna í fyrsta sætið,“ segir Líf. Tveir frambjóðendur biðja um annað sæti í prófkjörinu, en það eru þau Elín Oddný Sigurðardóttir og Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson. Sá síðarnefndi gefur þó kost á sér í 2. til 4. sæti. Mesta keppnin er hins vegar um þriðja sætið, þar sem fimm frambjóðendur sækjast eftir því. Listi Framsóknarflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar var birtur í fyrradag. Ingvar Mar Jónsson, flugstjóri hjá Icelandair, verður í fyrsta sæti. „Áherslan verður fyrst og fremst í menntamálum. Við viljum hækka laun kennara og forgangsraða þannig. Setja kennarana á stall fyrir börnin,“ segir Ingvar.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira