Sólrún Diego opnar sig: „Ekkert alltaf dans á rósum hjá öllum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. mars 2018 10:00 Sólrún er alfræðiorðabók um allt sem viðkemur rekstri heimilisins og er gríðarlega vinsæl á samfélagsmiðlum. Stöð 2 „Ég er búin að vera rosalega lítið hérna inni að undanförnu,“ segir þrifsnapparinn Sólrún Diego einlæg á Snapchat í gær. Þar talar hún um að allir gangi í gegnum erfið tímabil á einhverjum tímapunkti. Sólrún segist hafa verið nokkuð þung að undanförnu og ekki alltaf liðið vel. „Ég er sem sagt búin að vera rosalega þung síðustu dag og það segir mjög mikið að ég hef ekki þrifið heima hjá mér í marga marga daga. Ég læt það síðan fara í taugarnar á mér að ég sé ekki búin að þrífa og það er margt sem mig hefur langað að þrífa. Mig hefur t.d. langað að þrífa sturtubotninn og sturtuna því hún er orðin ógeðsleg.“ Sólrún segist einfaldlega ekki fá sig í verkið. „Mér er ekki búið að líða vel síðustu daga og hef verið rosalega þung á mér. Mér finnst vera rosalega mikið sem ég á eftir að gera, en samt á ég ekkert eftir að gera rosalega mikið, ekki fyrir skírnina allavega,“ segir Sólrún sem eignaðist dreng á dögunum, sitt annað barn.Gott að vera meðvituð „Allavega það eru tveir dagar í skírn og ég er ekkert svakalega stressuð yfir henni eins og ég var í síðustu viku. Ég á það samt til að detta svolítið niður og verða þung. Þá er gott að vera bara meðvituð um það og gera hluti sem hjálpa mér að rífa mig aftur í gang. Það er síðan líka mjög líkt mér að verða þung á mér ef það eru miklar breytingar í kringum mig, eins og ef ég er að flytja, byrja í nýrri vinnu eða námi. Allskonar svoleiðis verkefni og þá á ég til að mikla hlutina fyrir mér og verða svolítið þung.“ Hún segir að það séu mjög miklar breytingar að vera komin með tvö börn á heimilið.Sólrún Diego á Snapchat í gær.„Það tekur tíma að venjast því. Ég myndi ekki segja að ég sé með fæðingarþunglyndi, alls ekki. Stundum á maður bara þunga daga og síðasta vika hefur verið mjög þung. Ástæðan fyrir því af hverju ég er að segja ykkur þetta er að ég veit að það eru rosalega mikið af ungum mömmum, eða bara konur almennt sem fylgjast mikið með samfélagsmiðlum, bæði íslenskum og erlendum og eru fljótar að bera sig saman við aðrar mömmur eða aðrar konur. Þær sjá ekki alltaf báðar hliðar.“Mikilvægt að sýna báðar hliðar Sólrún segist oftast sýna sjálfa sig duglega og drífandi á Snapchat. „Þannig er ég yfirleitt. Þríf heimilið og mér finnst gaman að hafa bílinn minn hreinan. Ég fer í ræktina og er mjög dugleg að hugsa um sjálfan mig. Mér finnst samt mjög mikilvægt að sýna að það er ekki alltaf bara sú hlið. Það eru alveg tímabil hjá flestum þar sem manni líður ekki alveg hundrað prósent. Fyrir mig er það alveg erfitt að koma fram á mínum miðli og segja að ég sé pínu þung og að mér líði ekki vel. Ekki það að ég skammist mín fyrir það, alls ekki. Heldur þetta er kannski bara hlutur sem kemur ekki öllum við. Mér finnst samt mjög mikilvægt að fólk viti hvernig líf mitt er, það er ekkert alltaf dans á rósum hjá öllum. Samfélagsmiðlar sýna ekki alltaf allar hliðar.“ Sólrún tjáir sig um málið á Snapchat-reikningi sínum solrundiego. Tengdar fréttir Sólrún Diego og Frans eignuðust dreng Hamingjudagur hjá Sólrúnu og Frans. 24. febrúar 2018 20:49 Sólrún Diego gerir mikið fyrir heimili Sigríðar Andersen Mikið hefur verið fjallað um Sigríði Á. Andersen að undanförnu í íslenskum fjölmiðlum en hún er dómsmálaráðherra. 13. mars 2018 13:30 Gamlir vendir sópa Sólrúnu Diego niður lista Arnaldur og Yrsa halda fast í toppsætin. 13. desember 2017 10:06 Sólrún Diego biður fólk um að láta unnusta sinn í friði Þrifsnapparinn vinsæli Sólrún Lilja Diego biðlar til almennings um að láta unnusta sinn í friði. 18. desember 2017 10:30 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjá meira
„Ég er búin að vera rosalega lítið hérna inni að undanförnu,“ segir þrifsnapparinn Sólrún Diego einlæg á Snapchat í gær. Þar talar hún um að allir gangi í gegnum erfið tímabil á einhverjum tímapunkti. Sólrún segist hafa verið nokkuð þung að undanförnu og ekki alltaf liðið vel. „Ég er sem sagt búin að vera rosalega þung síðustu dag og það segir mjög mikið að ég hef ekki þrifið heima hjá mér í marga marga daga. Ég læt það síðan fara í taugarnar á mér að ég sé ekki búin að þrífa og það er margt sem mig hefur langað að þrífa. Mig hefur t.d. langað að þrífa sturtubotninn og sturtuna því hún er orðin ógeðsleg.“ Sólrún segist einfaldlega ekki fá sig í verkið. „Mér er ekki búið að líða vel síðustu daga og hef verið rosalega þung á mér. Mér finnst vera rosalega mikið sem ég á eftir að gera, en samt á ég ekkert eftir að gera rosalega mikið, ekki fyrir skírnina allavega,“ segir Sólrún sem eignaðist dreng á dögunum, sitt annað barn.Gott að vera meðvituð „Allavega það eru tveir dagar í skírn og ég er ekkert svakalega stressuð yfir henni eins og ég var í síðustu viku. Ég á það samt til að detta svolítið niður og verða þung. Þá er gott að vera bara meðvituð um það og gera hluti sem hjálpa mér að rífa mig aftur í gang. Það er síðan líka mjög líkt mér að verða þung á mér ef það eru miklar breytingar í kringum mig, eins og ef ég er að flytja, byrja í nýrri vinnu eða námi. Allskonar svoleiðis verkefni og þá á ég til að mikla hlutina fyrir mér og verða svolítið þung.“ Hún segir að það séu mjög miklar breytingar að vera komin með tvö börn á heimilið.Sólrún Diego á Snapchat í gær.„Það tekur tíma að venjast því. Ég myndi ekki segja að ég sé með fæðingarþunglyndi, alls ekki. Stundum á maður bara þunga daga og síðasta vika hefur verið mjög þung. Ástæðan fyrir því af hverju ég er að segja ykkur þetta er að ég veit að það eru rosalega mikið af ungum mömmum, eða bara konur almennt sem fylgjast mikið með samfélagsmiðlum, bæði íslenskum og erlendum og eru fljótar að bera sig saman við aðrar mömmur eða aðrar konur. Þær sjá ekki alltaf báðar hliðar.“Mikilvægt að sýna báðar hliðar Sólrún segist oftast sýna sjálfa sig duglega og drífandi á Snapchat. „Þannig er ég yfirleitt. Þríf heimilið og mér finnst gaman að hafa bílinn minn hreinan. Ég fer í ræktina og er mjög dugleg að hugsa um sjálfan mig. Mér finnst samt mjög mikilvægt að sýna að það er ekki alltaf bara sú hlið. Það eru alveg tímabil hjá flestum þar sem manni líður ekki alveg hundrað prósent. Fyrir mig er það alveg erfitt að koma fram á mínum miðli og segja að ég sé pínu þung og að mér líði ekki vel. Ekki það að ég skammist mín fyrir það, alls ekki. Heldur þetta er kannski bara hlutur sem kemur ekki öllum við. Mér finnst samt mjög mikilvægt að fólk viti hvernig líf mitt er, það er ekkert alltaf dans á rósum hjá öllum. Samfélagsmiðlar sýna ekki alltaf allar hliðar.“ Sólrún tjáir sig um málið á Snapchat-reikningi sínum solrundiego.
Tengdar fréttir Sólrún Diego og Frans eignuðust dreng Hamingjudagur hjá Sólrúnu og Frans. 24. febrúar 2018 20:49 Sólrún Diego gerir mikið fyrir heimili Sigríðar Andersen Mikið hefur verið fjallað um Sigríði Á. Andersen að undanförnu í íslenskum fjölmiðlum en hún er dómsmálaráðherra. 13. mars 2018 13:30 Gamlir vendir sópa Sólrúnu Diego niður lista Arnaldur og Yrsa halda fast í toppsætin. 13. desember 2017 10:06 Sólrún Diego biður fólk um að láta unnusta sinn í friði Þrifsnapparinn vinsæli Sólrún Lilja Diego biðlar til almennings um að láta unnusta sinn í friði. 18. desember 2017 10:30 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjá meira
Sólrún Diego gerir mikið fyrir heimili Sigríðar Andersen Mikið hefur verið fjallað um Sigríði Á. Andersen að undanförnu í íslenskum fjölmiðlum en hún er dómsmálaráðherra. 13. mars 2018 13:30
Gamlir vendir sópa Sólrúnu Diego niður lista Arnaldur og Yrsa halda fast í toppsætin. 13. desember 2017 10:06
Sólrún Diego biður fólk um að láta unnusta sinn í friði Þrifsnapparinn vinsæli Sólrún Lilja Diego biðlar til almennings um að láta unnusta sinn í friði. 18. desember 2017 10:30