Ferðamenn skildu bifreiðar eftir í vegkanti til að dást að norðurljósum Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. mars 2018 11:40 Norðurljósin heilla ferðamenn sem koma hingað til lands. Myndin tengist fréttinni ekki beint. vísir/ernir Lögreglan á Suðurnesjum þurfti um síðastliðna helgi að hafa afskipti af erlendum ferðamönnum sem höfðu stöðvað bifreiðar sínar á Grindavíkurvegi til að dást að norðurljósum, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Þegar lögreglumenn bar að hafði mörgum bifreiðum verið lagt úti í vegkant og voru þær ljóslausar og sumar hverjar mannlausar. „Lögreglumenn bentu ferðamönnunum góðfúslega á að þessi umferðarhegðun væri ekki í boði á vegum hér á landi. Jafnframt að þeir gætu lagt bifreiðum sínum á útsýnissvæði þar skammt frá og gætu þeir nýtt sér slík stæði á ferðum sínum um landið,“ segir í tilkynningu. Fréttir af skipulögðum Norðuljósaferðum fyrir erlenda ferðamenn hafa ratað í fréttir undanfarna daga. Um helgina sagði leiðsögumaður til að mynda hættulegar aðstæður geta skapast í slíkum ferðum þar sem tugum rúta er lagt á litlum svæðum sem ekki eru skipulögð í þessum tilgangi. Hann taldi nauðsynlegt að huga að uppbyggingu á stæðum og útskotum á vinsælum stöðum. Þá er þetta enn fremur ekki í fyrsta skipti sem lögreglan á Suðurnesjum hefur þurft að hafa afskipti af ferðamönnum sem huga ekki að umferðaröryggi þegar þeim er starsýnt á norðurljósin. Í febrúar í fyrra voru tvær bifreiðar stöðvaðar á Suðurnesjum vegna rásandi aksturslags og reyndist þar um að ræða ferðamenn sem gátu ekki haft augun af norðurljósum. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamenn á Ísland birta myndir við vafasamar aðstæður Ferðamálastofa hefur reglulega minnt á að þeir sem birta myndir af Íslandi í auglýsingaskyni séu ekki að hvetja til óábyrgrar hegðunar, hvort sem er í umgengni við náttúruna, dýralíf eða eða þegar kemur að öryggissjónarmiðum. 25. október 2017 14:30 Fýluferð þúsunda túrista á Reykjanes í nótt Átti að vera heiðskírt en norðurljósin földu sig bak við ský. 20. mars 2018 12:34 Ferðamenn á Suðurnesjum tóku norðurljós fram yfir öryggi í umferðinni Rásandi aksturslag ökumanna vakti eftirtekt lögreglunnar. 10. febrúar 2017 11:03 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum þurfti um síðastliðna helgi að hafa afskipti af erlendum ferðamönnum sem höfðu stöðvað bifreiðar sínar á Grindavíkurvegi til að dást að norðurljósum, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Þegar lögreglumenn bar að hafði mörgum bifreiðum verið lagt úti í vegkant og voru þær ljóslausar og sumar hverjar mannlausar. „Lögreglumenn bentu ferðamönnunum góðfúslega á að þessi umferðarhegðun væri ekki í boði á vegum hér á landi. Jafnframt að þeir gætu lagt bifreiðum sínum á útsýnissvæði þar skammt frá og gætu þeir nýtt sér slík stæði á ferðum sínum um landið,“ segir í tilkynningu. Fréttir af skipulögðum Norðuljósaferðum fyrir erlenda ferðamenn hafa ratað í fréttir undanfarna daga. Um helgina sagði leiðsögumaður til að mynda hættulegar aðstæður geta skapast í slíkum ferðum þar sem tugum rúta er lagt á litlum svæðum sem ekki eru skipulögð í þessum tilgangi. Hann taldi nauðsynlegt að huga að uppbyggingu á stæðum og útskotum á vinsælum stöðum. Þá er þetta enn fremur ekki í fyrsta skipti sem lögreglan á Suðurnesjum hefur þurft að hafa afskipti af ferðamönnum sem huga ekki að umferðaröryggi þegar þeim er starsýnt á norðurljósin. Í febrúar í fyrra voru tvær bifreiðar stöðvaðar á Suðurnesjum vegna rásandi aksturslags og reyndist þar um að ræða ferðamenn sem gátu ekki haft augun af norðurljósum.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamenn á Ísland birta myndir við vafasamar aðstæður Ferðamálastofa hefur reglulega minnt á að þeir sem birta myndir af Íslandi í auglýsingaskyni séu ekki að hvetja til óábyrgrar hegðunar, hvort sem er í umgengni við náttúruna, dýralíf eða eða þegar kemur að öryggissjónarmiðum. 25. október 2017 14:30 Fýluferð þúsunda túrista á Reykjanes í nótt Átti að vera heiðskírt en norðurljósin földu sig bak við ský. 20. mars 2018 12:34 Ferðamenn á Suðurnesjum tóku norðurljós fram yfir öryggi í umferðinni Rásandi aksturslag ökumanna vakti eftirtekt lögreglunnar. 10. febrúar 2017 11:03 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira
Ferðamenn á Ísland birta myndir við vafasamar aðstæður Ferðamálastofa hefur reglulega minnt á að þeir sem birta myndir af Íslandi í auglýsingaskyni séu ekki að hvetja til óábyrgrar hegðunar, hvort sem er í umgengni við náttúruna, dýralíf eða eða þegar kemur að öryggissjónarmiðum. 25. október 2017 14:30
Fýluferð þúsunda túrista á Reykjanes í nótt Átti að vera heiðskírt en norðurljósin földu sig bak við ský. 20. mars 2018 12:34
Ferðamenn á Suðurnesjum tóku norðurljós fram yfir öryggi í umferðinni Rásandi aksturslag ökumanna vakti eftirtekt lögreglunnar. 10. febrúar 2017 11:03