Innlent

Ferðamenn á Ísland birta myndir við vafasamar aðstæður

Birgir Olgeirsson skrifar
Þessar myndir birtu ferðalangar á Íslandi á Instagram-reikningum sínum.
Þessar myndir birtu ferðalangar á Íslandi á Instagram-reikningum sínum. Instagram
Ferðamálastofa hefur reglulega minnt á að þeir sem birta myndir af Íslandi í auglýsingaskyni séu ekki að hvetja til óábyrgrar hegðunar, hvort sem er í umgengni við náttúruna, dýralíf eða öryggissjónarmiði.

Þetta segir Elías Gíslason, settur ferðamálastjóri, í samtali við Vísi eftir að hafa skoðað Facebook-síðuna When In Iceland. Þar er búið að deila myndum sem ferðamenn hafa tekið á Íslandi, margar fallegar og skemmtilegar, en á sumum þeirra má sjá ferðamenn við nokkuð vafasamar aðstæður.

Til að mynda einn sem birti mynd af sér á Instagram í október síðastliðnum þar sem hann stendur á miðjum vegi í myrkri að skoða norðurljós, sem að verður að teljast nokkuð áhættusöm hegðun.

 
This cold night was like nothing I ever experienced before. With @withluke @norrisniman

A post shared by Benny Byström (@bennybystrom) on Oct 8, 2017 at 11:24am PDT

Nýverið sendi Rannsóknarnefnd samgönguslysa frá sér skýrslu um banaslys á Suðurlandsvegi í september í fyrra. Í skýrslunni kom fram að maðurinn sem lést hefði ekki gætt að sér þegar hann stóð dökkklæddur og án endurskinsmerkja á Suðurlandsvegi í myrkri að. Sneri hann auk þess baki í bílinn sem ók á hann. Vísir hafði áður sagt frá því að hinn látni hefði verið að skima eftir norðurljósum.

Á When In Iceland Facebook-síðu hefur einnig verið deilt mynd af Instagram-reikningnum Fameisficklefood sem birt var í október síðastliðnum en þar má sjá konu sitja á syllu við Skógafoss.

„Þetta er akkúrat það sem ég á við þegar kemur að öryggissjónarmiðinu,“ segir Elías.

Hann segir hins vegar erfitt að elta uppi allar síður á netinu sem birtar slíkar myndir. „Það er eins og sagt er, til að æra óstöðugan.“

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af Instagram sem deilt hefur verið á When In Iceland.

Hér má sjá mynd sem deilt er á Facebook-síðu When In Iceland. Vakin var athygli á henni á Baklandi ferðaþjónustunnar á Facebook en þar kom fram í athugasemdum að um væri að ræða reynda útivistarkappa í blautbúningum og því lítil áhætta tekin með þessu uppátæki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×