Bráðabirgðaflutningur á raflínum í skoðun Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 27. mars 2018 14:15 Úrskurðarnefnd Umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi framkvæmdaleyfi vegna Lyklafellslínu. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir úrskurðinn vonbrigði en bærinn hefur í áratug barist fyrir lagningu línunnar. Lagning Lyklafellslínu 1 hefur verið forsenda þess að hægt verði að fjarlægja Hamraneslínur og flytja Ísal-línur. Það voru Hraunavinir og Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands sem kærðu veitingu framkvæmdaleyfisins. Virðist ógilding framkvæmdaleyfisins fyrst og fremst vera byggð á þeirri forsendu að ekki sé sýnt fram á að jarðstrengskostir séu ekki raunhæfir og samanburður á umhverfisáhrifum þeirra og aðalvalkosts hafi ekki farið fram með þeim hætti sem lög gera ráð fyrir. Línan hefur verið á framkvæmdaáætlun kerfisáætlunar 2015-2024 og því samþykkt af Orkustofnun. Framkvæmdin hafði einnig farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum.Haraldur Líndal Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.Haraldur Líndal Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir úrskurðinn vonbrigði þó að hann vilji ekki gera lítið úr áliti kærenda á málinu. „En við erum búin að standa í því á næsta ári núna í tíu ár í baráttu við að þessar línur verði fluttar úr Hamranesinu og því miður hafa þeir samningar sem gerðir hafa verið ekki náðst fram að ganga og núna þegar við vorum farnir að vona að framkvæmdir væru að byrja þá er ljóst að það verða einhverjar tafir á því,“ segir Haraldur. Hafnarfjarðarkaupstaður hefur fjárfest í mikilli uppbyggingu á svæðinu ásamt lóðarhöfum á svæðinu en gert er ráð fyrir um 520 íbúðum og verið er að byggja grunn- leik- og tónlistarskóla ásamt íþróttasal fyrir um fjóra milljarða króna. Haraldur segir að ef töfin á afgreiðslu málsins verði of mikil er til skoðunar að ráðast í bráðabirgðaflutning á Hamranes- og Ísal-línu. „Við erum nú að fara yfir úrskurðinn og þar eru ákveðnar ábendingar um hvað er hægt að gera til að ráða bót á þessu, hvort að það dugi vitum við ekki en við erum svona að fara yfir þetta mál. Við óskuðum eftir því við fulltrúa Landsnets sem voru með okkur á fundi í morgun að þeir myndu koma á fund bæjarráðs á fimmtudaginn í næstu viku þar sem við færum yfir málið og þá með einhverjar hugmyndir um hvernig við munum bregðast við. En það kemur til greina að fara í bráðabirgðaflutning á þessum línum en það er á frumstigi að skoða það, ef okkur sýnist að tafirnar yrðu það miklar að það borgaði sig að skoða það.“ Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Sjá meira
Úrskurðarnefnd Umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi framkvæmdaleyfi vegna Lyklafellslínu. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir úrskurðinn vonbrigði en bærinn hefur í áratug barist fyrir lagningu línunnar. Lagning Lyklafellslínu 1 hefur verið forsenda þess að hægt verði að fjarlægja Hamraneslínur og flytja Ísal-línur. Það voru Hraunavinir og Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands sem kærðu veitingu framkvæmdaleyfisins. Virðist ógilding framkvæmdaleyfisins fyrst og fremst vera byggð á þeirri forsendu að ekki sé sýnt fram á að jarðstrengskostir séu ekki raunhæfir og samanburður á umhverfisáhrifum þeirra og aðalvalkosts hafi ekki farið fram með þeim hætti sem lög gera ráð fyrir. Línan hefur verið á framkvæmdaáætlun kerfisáætlunar 2015-2024 og því samþykkt af Orkustofnun. Framkvæmdin hafði einnig farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum.Haraldur Líndal Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.Haraldur Líndal Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir úrskurðinn vonbrigði þó að hann vilji ekki gera lítið úr áliti kærenda á málinu. „En við erum búin að standa í því á næsta ári núna í tíu ár í baráttu við að þessar línur verði fluttar úr Hamranesinu og því miður hafa þeir samningar sem gerðir hafa verið ekki náðst fram að ganga og núna þegar við vorum farnir að vona að framkvæmdir væru að byrja þá er ljóst að það verða einhverjar tafir á því,“ segir Haraldur. Hafnarfjarðarkaupstaður hefur fjárfest í mikilli uppbyggingu á svæðinu ásamt lóðarhöfum á svæðinu en gert er ráð fyrir um 520 íbúðum og verið er að byggja grunn- leik- og tónlistarskóla ásamt íþróttasal fyrir um fjóra milljarða króna. Haraldur segir að ef töfin á afgreiðslu málsins verði of mikil er til skoðunar að ráðast í bráðabirgðaflutning á Hamranes- og Ísal-línu. „Við erum nú að fara yfir úrskurðinn og þar eru ákveðnar ábendingar um hvað er hægt að gera til að ráða bót á þessu, hvort að það dugi vitum við ekki en við erum svona að fara yfir þetta mál. Við óskuðum eftir því við fulltrúa Landsnets sem voru með okkur á fundi í morgun að þeir myndu koma á fund bæjarráðs á fimmtudaginn í næstu viku þar sem við færum yfir málið og þá með einhverjar hugmyndir um hvernig við munum bregðast við. En það kemur til greina að fara í bráðabirgðaflutning á þessum línum en það er á frumstigi að skoða það, ef okkur sýnist að tafirnar yrðu það miklar að það borgaði sig að skoða það.“
Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Sjá meira