Komnir í hóp með stórstjörnum Benedikt Bóas skrifar 2. júlí 2018 06:00 Vintage Caravan er nýbúin að taka upp plötu og er fyrsta lagið farið að hljóma á ljósvakamiðlunum. Verði ljós „Við höfum verið hjá sama fyrirtæki síðan 2013, hjá austurrísku fyrirtæki, en við fengum flott tilboð frá X-Ray Touring og okkur langaði að prófa eitthvað nýtt – sérstaklega af því við erum að gefa út nýja plötu,“ segir Óskar Logi Ágústsson, söngvari og gítarleikari rokkhljómsveitarinnar The Vintage Caravan. X-Ray Touring er gríðarlega stórt breskt bókunarfyrirtæki sem er með fjölmarga heimsþekkta tónlistarmenn undir sínum hatti. Rapparinn Eminem er þar á bæ eins og Íslandsvinirnir í Coldplay og Blur auk Robbies Williams svo nokkrir séu nefndir. Þá eru rokkhundar eins og Alice in Chains, Manic Street Preachers og Belle and Sebastian þar einnig. Það skal því engan undra að Óskar bendi á að með þessu skrefi séu þeir komnir upp um eitt þrep í hinum langa tónlistarstiga. „Þetta er virt fyrirtæki sem hefur verið í gangi í langan tíma,“ segir hann. X-Ray Touring hefur heldur ekki setið auðum höndum því á heimasíðuna eru þegar komnir 26 tónleikar víða um heim. Og það er bara byrjunin. „Þetta eru ekki einu sinni allir tónleikarnir sem við spilum á. Það á eftir að tilkynna nokkra og ég held að það verði allt í allt 32 tónleikar sem við spilum á. Við verðum á ferðinni í rúman mánuð í rútu og höfum það kósí.“Coldplay er meðal þeirra hljómsveita sem eru á mála hjá X-Ray TouringMeð því að skrifa undir samning við svo stórt bókunarfyrirtæki er hljómsveitin með betri sambönd og á því auðveldara með að komast að á stórum tónlistarhátíðum eins og Download festival og fleirum. „Það eru um 500 listamenn hjá þeim og þegar við fengum þetta tilboð var ég ekki mikið búinn að skoða þetta fyrirtæki. Þegar ég lagðist yfir samninginn og skoðaði fyrirtækið þá sá ég hvaða listamenn eru þarna og það eru mörg stór nöfn þarna.“ Ný plata er væntanleg frá þeim sem Óskar segir að sé þroskaðri en þetta verður fjórða breiðskífan. The Vintage Caravan kom út árið 2011, Voyage ári síðar og Arrival árið 2015. Fyrsta smáskífan byrjaði að hljóma á X-inu fyrir helgi. „Við vorum í stúdíóinu í 20 daga og við erum stoltir af henni. Við tókum hana upp í Sundlauginni í Mosfellsbæ og þeir sem hafa hlustað segja að hún sé þroskaðri en fyrri verk okkar. Kannski er hún eins og þetta skref okkar með bókunarskrifstofuna. Nýtt þrep á okkar ferli.“Hljómsveitir undir hatti X-Ray Touring Alice in Chains Ash Bad Rabbits Belle and Sebastian Blur The Cardigans Coldplay Courtney Love Cypress Hill The Darkness Echo & The Bunnymen Eminem Fergie Jimmy Eat World Manic Street Preachers The Offspring Pixies Queens of the Stone Age Robbie Williams Snow Patrol Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Fleiri fréttir Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Sjá meira
„Við höfum verið hjá sama fyrirtæki síðan 2013, hjá austurrísku fyrirtæki, en við fengum flott tilboð frá X-Ray Touring og okkur langaði að prófa eitthvað nýtt – sérstaklega af því við erum að gefa út nýja plötu,“ segir Óskar Logi Ágústsson, söngvari og gítarleikari rokkhljómsveitarinnar The Vintage Caravan. X-Ray Touring er gríðarlega stórt breskt bókunarfyrirtæki sem er með fjölmarga heimsþekkta tónlistarmenn undir sínum hatti. Rapparinn Eminem er þar á bæ eins og Íslandsvinirnir í Coldplay og Blur auk Robbies Williams svo nokkrir séu nefndir. Þá eru rokkhundar eins og Alice in Chains, Manic Street Preachers og Belle and Sebastian þar einnig. Það skal því engan undra að Óskar bendi á að með þessu skrefi séu þeir komnir upp um eitt þrep í hinum langa tónlistarstiga. „Þetta er virt fyrirtæki sem hefur verið í gangi í langan tíma,“ segir hann. X-Ray Touring hefur heldur ekki setið auðum höndum því á heimasíðuna eru þegar komnir 26 tónleikar víða um heim. Og það er bara byrjunin. „Þetta eru ekki einu sinni allir tónleikarnir sem við spilum á. Það á eftir að tilkynna nokkra og ég held að það verði allt í allt 32 tónleikar sem við spilum á. Við verðum á ferðinni í rúman mánuð í rútu og höfum það kósí.“Coldplay er meðal þeirra hljómsveita sem eru á mála hjá X-Ray TouringMeð því að skrifa undir samning við svo stórt bókunarfyrirtæki er hljómsveitin með betri sambönd og á því auðveldara með að komast að á stórum tónlistarhátíðum eins og Download festival og fleirum. „Það eru um 500 listamenn hjá þeim og þegar við fengum þetta tilboð var ég ekki mikið búinn að skoða þetta fyrirtæki. Þegar ég lagðist yfir samninginn og skoðaði fyrirtækið þá sá ég hvaða listamenn eru þarna og það eru mörg stór nöfn þarna.“ Ný plata er væntanleg frá þeim sem Óskar segir að sé þroskaðri en þetta verður fjórða breiðskífan. The Vintage Caravan kom út árið 2011, Voyage ári síðar og Arrival árið 2015. Fyrsta smáskífan byrjaði að hljóma á X-inu fyrir helgi. „Við vorum í stúdíóinu í 20 daga og við erum stoltir af henni. Við tókum hana upp í Sundlauginni í Mosfellsbæ og þeir sem hafa hlustað segja að hún sé þroskaðri en fyrri verk okkar. Kannski er hún eins og þetta skref okkar með bókunarskrifstofuna. Nýtt þrep á okkar ferli.“Hljómsveitir undir hatti X-Ray Touring Alice in Chains Ash Bad Rabbits Belle and Sebastian Blur The Cardigans Coldplay Courtney Love Cypress Hill The Darkness Echo & The Bunnymen Eminem Fergie Jimmy Eat World Manic Street Preachers The Offspring Pixies Queens of the Stone Age Robbie Williams Snow Patrol
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Fleiri fréttir Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Sjá meira