Karma mætti í skíðagallanum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. nóvember 2018 14:45 Liam Karma og vinir hans frá Írlandi eftir vel heppnaða tónleika The Rhythm Method í Iðnó í gærkvöldi. Vísir/KTD Ástralinn Liam Karma fer heldur óvenjulega leið í klæðaburði á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Þessi geðþekki Ástrali fann óvenjulega en bráðskemmtilega lausn á vandanum sem fylgir tónlistarhátíð á Íslandi um vetur. Ískalt úti og steykjandi hiti inni. „Ég er fjarri heimaslóðum og ekkert sérstaklega vanur loftslaginu hérna. Allt undir 22 gráðum er skítakuldi fyrir mér,“ segir Karma í samtali við Vísi. Reglulegir gestir Iceland Airwaves þekkja það vel að frjósa í röðunum þegar skotist er á milli tónleikastaða. Þökk sé færri tónleikagestum og mildu veðri hefur það vandamál verið minna en áður.Eivør tróð upp í Þjóðleikhúsinu í gær.Jimson CarrKarma útskýrir að hann hafi ekki klæðst gallanum á fimmtudagskvöld enda hafi honum fundist hlýrra þá en í gærkvöldi. Þá hafi hann ákveðið að grípa til gallans og vakti verðskuldaða athygli þar sem hann var fremstur við sviðið í Iðnó á meðan The Rhythm Method frá Englandi, tveggja stráka sveit sem minnti um margt á dúettinn úr sjónvarpsþáttunum Flight of the Conchords, tróð upp. „Ég er ekki í neinu nema nærfötum undir gallanum,“ útskýrir Karma aðspurður hvort honum sé ekki alltof heitt. Hann togar buxnahlutann upp og opnar gallann vel ef honum er heitt. Ekki var að sjá fleiri sviptadropa á nefinu á honum en öðrum tónleikagestum þannig að formúlann virtist ganga ljómandi vel upp. Karma segist hafa komið á hátíðin 2016 og skemmt sér frábærlega. „Ég þarf að koma á hverju ári en ég missti úr síðasta ár vegna vinnu. En núna er ég staðsettur á Írlandi svo að ferðalagið er stutt.“Arnór Dan, söngvari Agent Fresco, tekur á honum stóra sínum í Gamla Bíó í gær.Florian TrykowskiFyrir tveimur árum hafi Gullni hringurinn staðið upp úr. Í ár er hann búinn að leigja bílaleigubíl og ætlar með vinum sínum, blaðamönnum hjá The Journal og Irish Times, í rúnt um Suðurlandið á sunnudag og mánudag. Blaðamaður spyr að lokum augljósu spurningarinnar sem hann nær varla að bera fram sökum kjánahrolls.Uh, trúirðu á Karma? „Ég verð eiginlega að gera það fyrst það er í nafninu mínu,“ sagði Karma og hafði blessunarlega ekki farið nógu oft í viðtal til að hneykslast á spurningu blaðamanns. Framundan hjá Karma voru tónleikar hjá Vök sem blaðamaður var sömuleiðis svo heppinn að sjá. Tónleikarnir voru ekkert minna en stórkostlegir. Airwaves Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Sjá meira
Ástralinn Liam Karma fer heldur óvenjulega leið í klæðaburði á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Þessi geðþekki Ástrali fann óvenjulega en bráðskemmtilega lausn á vandanum sem fylgir tónlistarhátíð á Íslandi um vetur. Ískalt úti og steykjandi hiti inni. „Ég er fjarri heimaslóðum og ekkert sérstaklega vanur loftslaginu hérna. Allt undir 22 gráðum er skítakuldi fyrir mér,“ segir Karma í samtali við Vísi. Reglulegir gestir Iceland Airwaves þekkja það vel að frjósa í röðunum þegar skotist er á milli tónleikastaða. Þökk sé færri tónleikagestum og mildu veðri hefur það vandamál verið minna en áður.Eivør tróð upp í Þjóðleikhúsinu í gær.Jimson CarrKarma útskýrir að hann hafi ekki klæðst gallanum á fimmtudagskvöld enda hafi honum fundist hlýrra þá en í gærkvöldi. Þá hafi hann ákveðið að grípa til gallans og vakti verðskuldaða athygli þar sem hann var fremstur við sviðið í Iðnó á meðan The Rhythm Method frá Englandi, tveggja stráka sveit sem minnti um margt á dúettinn úr sjónvarpsþáttunum Flight of the Conchords, tróð upp. „Ég er ekki í neinu nema nærfötum undir gallanum,“ útskýrir Karma aðspurður hvort honum sé ekki alltof heitt. Hann togar buxnahlutann upp og opnar gallann vel ef honum er heitt. Ekki var að sjá fleiri sviptadropa á nefinu á honum en öðrum tónleikagestum þannig að formúlann virtist ganga ljómandi vel upp. Karma segist hafa komið á hátíðin 2016 og skemmt sér frábærlega. „Ég þarf að koma á hverju ári en ég missti úr síðasta ár vegna vinnu. En núna er ég staðsettur á Írlandi svo að ferðalagið er stutt.“Arnór Dan, söngvari Agent Fresco, tekur á honum stóra sínum í Gamla Bíó í gær.Florian TrykowskiFyrir tveimur árum hafi Gullni hringurinn staðið upp úr. Í ár er hann búinn að leigja bílaleigubíl og ætlar með vinum sínum, blaðamönnum hjá The Journal og Irish Times, í rúnt um Suðurlandið á sunnudag og mánudag. Blaðamaður spyr að lokum augljósu spurningarinnar sem hann nær varla að bera fram sökum kjánahrolls.Uh, trúirðu á Karma? „Ég verð eiginlega að gera það fyrst það er í nafninu mínu,“ sagði Karma og hafði blessunarlega ekki farið nógu oft í viðtal til að hneykslast á spurningu blaðamanns. Framundan hjá Karma voru tónleikar hjá Vök sem blaðamaður var sömuleiðis svo heppinn að sjá. Tónleikarnir voru ekkert minna en stórkostlegir.
Airwaves Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein