Gert við Fjordvik í Keflavík Sighvatur Jónsson skrifar 10. nóvember 2018 12:20 Fjordvik komið að bryggju í Keflavíkurhöfn í gærkvöldi. Vísir/Víkurfréttir Gert verður við sementsflutningaskipið Fjordvik í Keflavíkurhöfn, þangað sem skipið var dregið í gær, áður en það verður dregið til frekari viðgerða i þurrkví í Hafnarfirði. Vika er liðin frá því að Fjordvik strandaði við utanverðan hafnargarðinn í Helguvík. Eftir fund sem starfsmenn Reykjaneshafnar áttu í gær með erlenda björgunarteyminu sem unnið hefur að björgun skipsins var hafist handa við að losa það af strandstað síðdegis í gær. Háflóð var um klukkan hálfátta en aðgerðir hófust rúmum tveimur tímum fyrr.Við upphaf aðgerða í gær hallaði Fjordvik bakborðsmegin.Vísir/VíkurfréttirSjó dælt úr skipinu Byrjað var á því að dæla lofti í lestar skipsins til að losa sjó þaðan. Tryggja þurfti stöðugleika skipsins þar sem taka þurfti tillit til skemmda þess og farms en komið hefur fram að 1600 tonn af sementi eru um borð. Sjór hefur komist í lestar skipsins og myndað harða skel í efsta lagi farmsins. Þegar menn brutu sig í gegnum þá skel í gær kom í ljós að undir henni er þurrt sement.Fjordvik losað af strandstað við Helguvík í gær.Vísir/VíkurfréttirAðgerðir gengu vel Fljótlega báru aðgerðirnar árangur og skipið reis rólega en það hafði hallað áberandi mikið á bakborða eftir nokkurra daga legu í utanverðum grjótgarði hafnarinnar. Þegar jafnvægi var náð var Fjordvik losað af strandstað rétt eftir klukkan sjö í gærkvöldi. Tveir dráttarbátar Faxaflóahafna, Jötunn og Magni, voru notaðir til að draga Fjordvik inn í Keflavíkurhöfn á hægum hraða en skipið kom þangað um klukkan níu.Þrír hafnsögubátar voru notaðir við björgunaraðgerðir í gær.Vísir/VíkurfréttirDregið til Hafnarfjarðar Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafnar, segir að mikið kapp hafi verið lagt á að losa Fjordvik af strandstað í gær þar sem spáð er versnandi veðri. „Og það er bara ekki gott ef skipið berst svona utan í grjótgarðinn eins og það gerði þarna. Þannig ef við hefðum ekki náð því núna hefði það verið verra farið á sunnudaginn.“ Fjordvik er skemmt aftarlega á bakborða skipsins. Haft er eftir köfurum sem skoðuðu skipið að bæði skrúfu og stýri þess vanti. „Næsta skref er að reyna að þétta skipið hérna við kantinn til þess að geta dregið það lengra. Hugmyndirnar sem uppi eru er að fara með það inní Hafnarfjarðarhöfn. Þar er þurrkví sem hægt er að setja skipið í og vinna þá betur að því og loka öllum opum þannig að hægt sé að fara með það yfir hafið. Hvar það endar veit ég ekki en það er annarra að ákveða það,“ sagði Halldór Karl Hermannsson. Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Sjá meira
Gert verður við sementsflutningaskipið Fjordvik í Keflavíkurhöfn, þangað sem skipið var dregið í gær, áður en það verður dregið til frekari viðgerða i þurrkví í Hafnarfirði. Vika er liðin frá því að Fjordvik strandaði við utanverðan hafnargarðinn í Helguvík. Eftir fund sem starfsmenn Reykjaneshafnar áttu í gær með erlenda björgunarteyminu sem unnið hefur að björgun skipsins var hafist handa við að losa það af strandstað síðdegis í gær. Háflóð var um klukkan hálfátta en aðgerðir hófust rúmum tveimur tímum fyrr.Við upphaf aðgerða í gær hallaði Fjordvik bakborðsmegin.Vísir/VíkurfréttirSjó dælt úr skipinu Byrjað var á því að dæla lofti í lestar skipsins til að losa sjó þaðan. Tryggja þurfti stöðugleika skipsins þar sem taka þurfti tillit til skemmda þess og farms en komið hefur fram að 1600 tonn af sementi eru um borð. Sjór hefur komist í lestar skipsins og myndað harða skel í efsta lagi farmsins. Þegar menn brutu sig í gegnum þá skel í gær kom í ljós að undir henni er þurrt sement.Fjordvik losað af strandstað við Helguvík í gær.Vísir/VíkurfréttirAðgerðir gengu vel Fljótlega báru aðgerðirnar árangur og skipið reis rólega en það hafði hallað áberandi mikið á bakborða eftir nokkurra daga legu í utanverðum grjótgarði hafnarinnar. Þegar jafnvægi var náð var Fjordvik losað af strandstað rétt eftir klukkan sjö í gærkvöldi. Tveir dráttarbátar Faxaflóahafna, Jötunn og Magni, voru notaðir til að draga Fjordvik inn í Keflavíkurhöfn á hægum hraða en skipið kom þangað um klukkan níu.Þrír hafnsögubátar voru notaðir við björgunaraðgerðir í gær.Vísir/VíkurfréttirDregið til Hafnarfjarðar Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafnar, segir að mikið kapp hafi verið lagt á að losa Fjordvik af strandstað í gær þar sem spáð er versnandi veðri. „Og það er bara ekki gott ef skipið berst svona utan í grjótgarðinn eins og það gerði þarna. Þannig ef við hefðum ekki náð því núna hefði það verið verra farið á sunnudaginn.“ Fjordvik er skemmt aftarlega á bakborða skipsins. Haft er eftir köfurum sem skoðuðu skipið að bæði skrúfu og stýri þess vanti. „Næsta skref er að reyna að þétta skipið hérna við kantinn til þess að geta dregið það lengra. Hugmyndirnar sem uppi eru er að fara með það inní Hafnarfjarðarhöfn. Þar er þurrkví sem hægt er að setja skipið í og vinna þá betur að því og loka öllum opum þannig að hægt sé að fara með það yfir hafið. Hvar það endar veit ég ekki en það er annarra að ákveða það,“ sagði Halldór Karl Hermannsson.
Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Sjá meira