Gert við Fjordvik í Keflavík Sighvatur Jónsson skrifar 10. nóvember 2018 12:20 Fjordvik komið að bryggju í Keflavíkurhöfn í gærkvöldi. Vísir/Víkurfréttir Gert verður við sementsflutningaskipið Fjordvik í Keflavíkurhöfn, þangað sem skipið var dregið í gær, áður en það verður dregið til frekari viðgerða i þurrkví í Hafnarfirði. Vika er liðin frá því að Fjordvik strandaði við utanverðan hafnargarðinn í Helguvík. Eftir fund sem starfsmenn Reykjaneshafnar áttu í gær með erlenda björgunarteyminu sem unnið hefur að björgun skipsins var hafist handa við að losa það af strandstað síðdegis í gær. Háflóð var um klukkan hálfátta en aðgerðir hófust rúmum tveimur tímum fyrr.Við upphaf aðgerða í gær hallaði Fjordvik bakborðsmegin.Vísir/VíkurfréttirSjó dælt úr skipinu Byrjað var á því að dæla lofti í lestar skipsins til að losa sjó þaðan. Tryggja þurfti stöðugleika skipsins þar sem taka þurfti tillit til skemmda þess og farms en komið hefur fram að 1600 tonn af sementi eru um borð. Sjór hefur komist í lestar skipsins og myndað harða skel í efsta lagi farmsins. Þegar menn brutu sig í gegnum þá skel í gær kom í ljós að undir henni er þurrt sement.Fjordvik losað af strandstað við Helguvík í gær.Vísir/VíkurfréttirAðgerðir gengu vel Fljótlega báru aðgerðirnar árangur og skipið reis rólega en það hafði hallað áberandi mikið á bakborða eftir nokkurra daga legu í utanverðum grjótgarði hafnarinnar. Þegar jafnvægi var náð var Fjordvik losað af strandstað rétt eftir klukkan sjö í gærkvöldi. Tveir dráttarbátar Faxaflóahafna, Jötunn og Magni, voru notaðir til að draga Fjordvik inn í Keflavíkurhöfn á hægum hraða en skipið kom þangað um klukkan níu.Þrír hafnsögubátar voru notaðir við björgunaraðgerðir í gær.Vísir/VíkurfréttirDregið til Hafnarfjarðar Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafnar, segir að mikið kapp hafi verið lagt á að losa Fjordvik af strandstað í gær þar sem spáð er versnandi veðri. „Og það er bara ekki gott ef skipið berst svona utan í grjótgarðinn eins og það gerði þarna. Þannig ef við hefðum ekki náð því núna hefði það verið verra farið á sunnudaginn.“ Fjordvik er skemmt aftarlega á bakborða skipsins. Haft er eftir köfurum sem skoðuðu skipið að bæði skrúfu og stýri þess vanti. „Næsta skref er að reyna að þétta skipið hérna við kantinn til þess að geta dregið það lengra. Hugmyndirnar sem uppi eru er að fara með það inní Hafnarfjarðarhöfn. Þar er þurrkví sem hægt er að setja skipið í og vinna þá betur að því og loka öllum opum þannig að hægt sé að fara með það yfir hafið. Hvar það endar veit ég ekki en það er annarra að ákveða það,“ sagði Halldór Karl Hermannsson. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Gert verður við sementsflutningaskipið Fjordvik í Keflavíkurhöfn, þangað sem skipið var dregið í gær, áður en það verður dregið til frekari viðgerða i þurrkví í Hafnarfirði. Vika er liðin frá því að Fjordvik strandaði við utanverðan hafnargarðinn í Helguvík. Eftir fund sem starfsmenn Reykjaneshafnar áttu í gær með erlenda björgunarteyminu sem unnið hefur að björgun skipsins var hafist handa við að losa það af strandstað síðdegis í gær. Háflóð var um klukkan hálfátta en aðgerðir hófust rúmum tveimur tímum fyrr.Við upphaf aðgerða í gær hallaði Fjordvik bakborðsmegin.Vísir/VíkurfréttirSjó dælt úr skipinu Byrjað var á því að dæla lofti í lestar skipsins til að losa sjó þaðan. Tryggja þurfti stöðugleika skipsins þar sem taka þurfti tillit til skemmda þess og farms en komið hefur fram að 1600 tonn af sementi eru um borð. Sjór hefur komist í lestar skipsins og myndað harða skel í efsta lagi farmsins. Þegar menn brutu sig í gegnum þá skel í gær kom í ljós að undir henni er þurrt sement.Fjordvik losað af strandstað við Helguvík í gær.Vísir/VíkurfréttirAðgerðir gengu vel Fljótlega báru aðgerðirnar árangur og skipið reis rólega en það hafði hallað áberandi mikið á bakborða eftir nokkurra daga legu í utanverðum grjótgarði hafnarinnar. Þegar jafnvægi var náð var Fjordvik losað af strandstað rétt eftir klukkan sjö í gærkvöldi. Tveir dráttarbátar Faxaflóahafna, Jötunn og Magni, voru notaðir til að draga Fjordvik inn í Keflavíkurhöfn á hægum hraða en skipið kom þangað um klukkan níu.Þrír hafnsögubátar voru notaðir við björgunaraðgerðir í gær.Vísir/VíkurfréttirDregið til Hafnarfjarðar Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafnar, segir að mikið kapp hafi verið lagt á að losa Fjordvik af strandstað í gær þar sem spáð er versnandi veðri. „Og það er bara ekki gott ef skipið berst svona utan í grjótgarðinn eins og það gerði þarna. Þannig ef við hefðum ekki náð því núna hefði það verið verra farið á sunnudaginn.“ Fjordvik er skemmt aftarlega á bakborða skipsins. Haft er eftir köfurum sem skoðuðu skipið að bæði skrúfu og stýri þess vanti. „Næsta skref er að reyna að þétta skipið hérna við kantinn til þess að geta dregið það lengra. Hugmyndirnar sem uppi eru er að fara með það inní Hafnarfjarðarhöfn. Þar er þurrkví sem hægt er að setja skipið í og vinna þá betur að því og loka öllum opum þannig að hægt sé að fara með það yfir hafið. Hvar það endar veit ég ekki en það er annarra að ákveða það,“ sagði Halldór Karl Hermannsson.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira