Eingöngu fimmtán lögreglumenn á næturvakt á virkum dögum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 17. ágúst 2018 19:45 Baldur Ólafsson lögreglumaður Stöð 2 Skjáskot Vegna lágmarksmönnunar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru eingöngu fimmtán lögreglumenn á næturvakt á virkum dögum. Baldur Ólafsson lögreglumaður segir þetta þýða að forgangsraða þarf útköllum. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá því að þrátt fyrir umtalsverða fjölgun verkefna hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þarf embættið að skera niður og færa starfsemina niður í lágmarksmönnun. Lögreglumönnum barst tölvupóstur á dögunum að fækka eigi á næturvöktum og draga úr þjálfun. Baldur Ólafsson lögreglumaður segir þetta þýða að flókið getur verið að sinna útköllum, ef til dæmis handtaka þurfi tvo, þá eru allt að sex menn nýttir í það. En á virkum dögum eru eingöngu fimmtán lögreglumenn á næturvakt á höfuðborgarsvæðinu. „Eftir atvikum þarf að vinna hraðar, það er það sem við gerum. Við erum í því að redda hlutunum og erum dugleg í því. Það hinsvegar er ekki gott til langs tíma. Til lengdar kallar þetta á slys veikindi, kulnun og fleira í þeim dúr,“ segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnueftirlitnu hefur vinnuumhverfi lögreglumanna breyst til hins verra eftir hrun. Á árunum fyrir hrun var algengast að fólk í byggingariðnaði og fiskvinnslu slasaðist við störf sín, eftir hrun er algengast að lögreglumenn slasist og árlega slastast um það bil sjötti hver lögreglumaður en tuttugasti og fimmti hver starfsmaður í fiskvinnslu. „Það þarf að vera langtíma plan í því að fjölga í stéttinni, til þess þarf fjármagn. Það þarf að ræða við okkur af einhverri alvöru í mars á næsta ári þegar samningar eru lausir. Við samþykktum síðustu samninga og það munaði aðeins ellefu atkvæðum. En ég get alveg lofað ríkinu því að næstu samningar verði ekki samþykktir. Tilboði ríkisins verður ekki tekið,” segir hann að lokum um kjör lögreglumanna. Lögreglumál Tengdar fréttir Lágmarksmönnun hjá lögreglu þrátt fyrir aukin verkefni Þrátt fyrir fjölgun verkefna hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ætlar embættið að skera niður. 16. ágúst 2018 19:57 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira
Vegna lágmarksmönnunar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru eingöngu fimmtán lögreglumenn á næturvakt á virkum dögum. Baldur Ólafsson lögreglumaður segir þetta þýða að forgangsraða þarf útköllum. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá því að þrátt fyrir umtalsverða fjölgun verkefna hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þarf embættið að skera niður og færa starfsemina niður í lágmarksmönnun. Lögreglumönnum barst tölvupóstur á dögunum að fækka eigi á næturvöktum og draga úr þjálfun. Baldur Ólafsson lögreglumaður segir þetta þýða að flókið getur verið að sinna útköllum, ef til dæmis handtaka þurfi tvo, þá eru allt að sex menn nýttir í það. En á virkum dögum eru eingöngu fimmtán lögreglumenn á næturvakt á höfuðborgarsvæðinu. „Eftir atvikum þarf að vinna hraðar, það er það sem við gerum. Við erum í því að redda hlutunum og erum dugleg í því. Það hinsvegar er ekki gott til langs tíma. Til lengdar kallar þetta á slys veikindi, kulnun og fleira í þeim dúr,“ segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnueftirlitnu hefur vinnuumhverfi lögreglumanna breyst til hins verra eftir hrun. Á árunum fyrir hrun var algengast að fólk í byggingariðnaði og fiskvinnslu slasaðist við störf sín, eftir hrun er algengast að lögreglumenn slasist og árlega slastast um það bil sjötti hver lögreglumaður en tuttugasti og fimmti hver starfsmaður í fiskvinnslu. „Það þarf að vera langtíma plan í því að fjölga í stéttinni, til þess þarf fjármagn. Það þarf að ræða við okkur af einhverri alvöru í mars á næsta ári þegar samningar eru lausir. Við samþykktum síðustu samninga og það munaði aðeins ellefu atkvæðum. En ég get alveg lofað ríkinu því að næstu samningar verði ekki samþykktir. Tilboði ríkisins verður ekki tekið,” segir hann að lokum um kjör lögreglumanna.
Lögreglumál Tengdar fréttir Lágmarksmönnun hjá lögreglu þrátt fyrir aukin verkefni Þrátt fyrir fjölgun verkefna hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ætlar embættið að skera niður. 16. ágúst 2018 19:57 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira
Lágmarksmönnun hjá lögreglu þrátt fyrir aukin verkefni Þrátt fyrir fjölgun verkefna hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ætlar embættið að skera niður. 16. ágúst 2018 19:57