Sjáðu Joaquin Phoenix í trúðagervi Jókersins Birgir Olgeirsson skrifar 21. september 2018 17:55 Joaquin Phoenix sem Arthur Fleck. Leikstjórinn Todd Phillips birti í dag myndband af leikaranum Joaquin Phoenix í trúðagervi vegna myndarinnar Joker. Myndin er væntanleg í kvikmyndahús í október á næsta ári en hún mun segja frá því hvernig grínistinn Arthur Fleck verður að illmenninu Jóker, sem er erkióvinur Leðurblökumannsins.Þeir sem ekki vilja lesa getgátur um mögulegan söguþráð myndarinnar ættu að hætta lestri.via GIPHYBirt var mynd af Joaquin Phoenix án trúðagervisins fyrr í vikunni en nú hefur verið bætt úr því. Phillips setti myndband á Twitter sem var sagt myndavélapróf fyrir myndina. Þar sést Phoenix fremur venjulegur í útliti en eftir því sem lengra líður á myndbandið sést hann í gervi Jókersins.Repost from #toddphillips1:Camera test (w/ sound). Joker. pic.twitter.com/R9W2QqKwNS— Warner Bros. Pictures (@wbpictures) September 21, 2018 Lagið Laughing með hljómsveitinni The Guess Who heyrist á meðan.Lítið er vitað um söguþráð myndarinnar en því er haldið fram að Phoenix eigi að leika grínista sem er að reyna að koma sér á framfæri í Gotham-borg. Hann stendur fremur höllum fæti í þeim bransa og er sagður fara yfir um eftir að spjallþáttastjórnandi, sem Robert De Niro er sagður eiga að leika, gerir lítið úr honum. Er talið að myndin sæki innblástur í aðra mynd sem Robert De Niro lék í, The King of Comedy.Aðrir vilja meina að myndin muni byggja á myndasögunni The Killing Joke, sem segir frá uppruna Jókersins. Í þeirri sögu er maðurinn sem verður að Jókernum sagður eiga erfitt uppdráttar sem grínisti. Konan hans fer að lokum frá honum og afmyndast hann í andliti í misheppnuðu ráni.Joaquin Phoenix í trúðagervinu.Twitter Tengdar fréttir Nýjasta Jókermyndin virðist afar dularfull og vekur fjölda spurninga hjá netverjum Virðist eiga eftir að verða afar óhefðbundin. 18. september 2018 20:31 Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Leikstjórinn Todd Phillips birti í dag myndband af leikaranum Joaquin Phoenix í trúðagervi vegna myndarinnar Joker. Myndin er væntanleg í kvikmyndahús í október á næsta ári en hún mun segja frá því hvernig grínistinn Arthur Fleck verður að illmenninu Jóker, sem er erkióvinur Leðurblökumannsins.Þeir sem ekki vilja lesa getgátur um mögulegan söguþráð myndarinnar ættu að hætta lestri.via GIPHYBirt var mynd af Joaquin Phoenix án trúðagervisins fyrr í vikunni en nú hefur verið bætt úr því. Phillips setti myndband á Twitter sem var sagt myndavélapróf fyrir myndina. Þar sést Phoenix fremur venjulegur í útliti en eftir því sem lengra líður á myndbandið sést hann í gervi Jókersins.Repost from #toddphillips1:Camera test (w/ sound). Joker. pic.twitter.com/R9W2QqKwNS— Warner Bros. Pictures (@wbpictures) September 21, 2018 Lagið Laughing með hljómsveitinni The Guess Who heyrist á meðan.Lítið er vitað um söguþráð myndarinnar en því er haldið fram að Phoenix eigi að leika grínista sem er að reyna að koma sér á framfæri í Gotham-borg. Hann stendur fremur höllum fæti í þeim bransa og er sagður fara yfir um eftir að spjallþáttastjórnandi, sem Robert De Niro er sagður eiga að leika, gerir lítið úr honum. Er talið að myndin sæki innblástur í aðra mynd sem Robert De Niro lék í, The King of Comedy.Aðrir vilja meina að myndin muni byggja á myndasögunni The Killing Joke, sem segir frá uppruna Jókersins. Í þeirri sögu er maðurinn sem verður að Jókernum sagður eiga erfitt uppdráttar sem grínisti. Konan hans fer að lokum frá honum og afmyndast hann í andliti í misheppnuðu ráni.Joaquin Phoenix í trúðagervinu.Twitter
Tengdar fréttir Nýjasta Jókermyndin virðist afar dularfull og vekur fjölda spurninga hjá netverjum Virðist eiga eftir að verða afar óhefðbundin. 18. september 2018 20:31 Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Nýjasta Jókermyndin virðist afar dularfull og vekur fjölda spurninga hjá netverjum Virðist eiga eftir að verða afar óhefðbundin. 18. september 2018 20:31