Rannsóknir ESB utan úr geimi eigi fullt erindi við málefni norðurslóða Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. október 2018 20:15 Rannsóknir utan úr geimi gegna mikilvægu hlutverki í baráttunni gegn loftslagsbreytingum að sögn framkvæmdastjóra á sviði geimvísinda hjá Evrópusambandinu. Hann segir Evrópusambandið eiga fullt erindi við málefni norðurslóða. Philippe Brunet er framkvæmdastjóri á sviði geimvísinda hjá framkvæmdastjórn ESB en hann er staddur hér á landi í tengslum við Arctic Circle ráðstefnuna um málefni norðurslóða. Hann er í forsvari fyrir Copernicus verkefni Evrópusambandsins sem vaktar allt yfirborð jarðar með gervitunglatækni. „Það sem skiptir mestu máli eru loftslagsbreytingar. Út frá hinum ýmsu viðmiðum og ólíkum mælikvörðum getum við vaktað fjóra fimmtu af yfirborði jarðar utan úr geimnum. Það þýðir að geimferðamiðstöðvar eru gríðarlega mikilvægar til að vakta loftlagsbreytingar,“ segir Brunet. Ísland á ekki aðild að Copernicus verkefninu og getur þar af leiðandi ekki kallað sérstaklega eftir gögnum af ákveðnum svæðum eftir óskum nema með sérstökum samningum að sögn Brunet. Allir geta þó nálgast viðamiklar upplýsingar um stöðu og þróun ýmissa umhverfisþátta úr gagnagrunni Copernicus. „Copernicus nýtist sem hjálpartæki til að framkvæma greiningar en nýtist ekki sem tæki til að taka á vandanum með beinum hætti,“ segir Brunet. Tæknin nýtist hvað best við að mæla hækkun yfirborðs sjávar. „Við erum með vöktunargervihnetti sem vinna næstum því í rauntíma við að greina seltustig sjávar. Þetta þýðir að við vitum frá degi til dags hvað er að gerast á hinum ýmsu hafsvæðum á jörðinni og getum fylgst með loftslagsbreytingum frá árstíð til árstíðar.“ Evrópusambandið Norðurslóðir Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar Sjá meira
Rannsóknir utan úr geimi gegna mikilvægu hlutverki í baráttunni gegn loftslagsbreytingum að sögn framkvæmdastjóra á sviði geimvísinda hjá Evrópusambandinu. Hann segir Evrópusambandið eiga fullt erindi við málefni norðurslóða. Philippe Brunet er framkvæmdastjóri á sviði geimvísinda hjá framkvæmdastjórn ESB en hann er staddur hér á landi í tengslum við Arctic Circle ráðstefnuna um málefni norðurslóða. Hann er í forsvari fyrir Copernicus verkefni Evrópusambandsins sem vaktar allt yfirborð jarðar með gervitunglatækni. „Það sem skiptir mestu máli eru loftslagsbreytingar. Út frá hinum ýmsu viðmiðum og ólíkum mælikvörðum getum við vaktað fjóra fimmtu af yfirborði jarðar utan úr geimnum. Það þýðir að geimferðamiðstöðvar eru gríðarlega mikilvægar til að vakta loftlagsbreytingar,“ segir Brunet. Ísland á ekki aðild að Copernicus verkefninu og getur þar af leiðandi ekki kallað sérstaklega eftir gögnum af ákveðnum svæðum eftir óskum nema með sérstökum samningum að sögn Brunet. Allir geta þó nálgast viðamiklar upplýsingar um stöðu og þróun ýmissa umhverfisþátta úr gagnagrunni Copernicus. „Copernicus nýtist sem hjálpartæki til að framkvæma greiningar en nýtist ekki sem tæki til að taka á vandanum með beinum hætti,“ segir Brunet. Tæknin nýtist hvað best við að mæla hækkun yfirborðs sjávar. „Við erum með vöktunargervihnetti sem vinna næstum því í rauntíma við að greina seltustig sjávar. Þetta þýðir að við vitum frá degi til dags hvað er að gerast á hinum ýmsu hafsvæðum á jörðinni og getum fylgst með loftslagsbreytingum frá árstíð til árstíðar.“
Evrópusambandið Norðurslóðir Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar Sjá meira