Magnús Tumi finnur sig knúinn til að leiðrétta misskilning um Kötlu Birgir Olgeirsson skrifar 20. september 2018 21:59 Katla undir Mýrdalsjökli. Haraldur Guðjónsson Mælingar á útstreymi koldíoxíðs frá eldfjallinu Kötlu segja ekki til um hvort gos sé nú í aðsigi eða hversu stór næsta gos verður. Þetta skrifar Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, um grein Eveniy Ilyinskayu og samstarfsfólks hennar í tímaritinu Geophysical Research Letters um útstreymi koldíoxíðs frá Kötlu. Ein helsta niðurstaða greinarinnar er að útstreymið geti verið á stærðarbilinu 10 til 20 þúsund tonn á dag sem setur Kötlu í flokk með þeim eldfjöllum í heiminum þar sem útstreymi koldíoxíðs er mest. Magnús Tumi segir í grein sinni að í fjölmiðlaumræðu um þessa niðurstöðu hafi gætt nokkurs misskilnings um þýðingu rannsóknarinnar. Hann segir að hvergi sé komið inn á í niðurstöðunni hvort hún gefi til kynna hvort gos sé í aðsigi eða hversu stórt næsta gos verður.Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði.Stöð 2„Mælingarnar sýna hins vegar ótvírætt að CO2 leitar upp í miklum mæli og hefur gert í einhver ár, hve lengi er ekki vitað en svipað útstreymi gæti hafa varað undanfarna áratugi. Öllu óljósara er hvort þessi mikla losun tengist beint grunnstæðu kvikuhólfi undir Kötlu eða hver tenging þess er við kvikusöfnun í eldstöðinni. Hugsanlegt er að Katla virki eins og nokkurskonar ventill eða uppstreymisrás fyrir gas sem losnar úr kviku á miklu dýpi undir suðurhluta gosbeltisins,“ skrifar Magnús Tumi. Hann segir þessar merkilegu mælingar sýna að enn sé margt ólært þegar kemur að eldvirkni og eiginleika einstakra eldstöðva. „Eins og höfundar greinarinnar benda á kalla niðurstöðurnar á að fram fari mun ítarlegri mælingar. Það er til dæmis mikilvægt að vita hvort útstreymið er stöðugt eða árstíðabundið. Hugsanlega munu frekari mælingar varpa nýju ljósi á hegðun Kötlu og gætu þannig hjálpað okkur við að bæta enn frekar eftirlit og hættumat. Meiri mælingar eru líka eina leiðin til að fá áreiðanlegra mat á heildarlosun eldstöðvarinnar. Í framhaldinu þarf að meta hvað tölurnar segja okkur um kvikuna undir Kötlu og hvaða lærdóma má draga af þeim.“ Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Katla til í hvað sem er eftir lengsta hlé milli stórra gosa frá landnámi Páll Einarsson jarðfræðingur rakti hvernig Katla hefur reynst vísindamönnum hið mesta vandræðabarn í gegnum árin. 30. mars 2018 09:00 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Mælingar á útstreymi koldíoxíðs frá eldfjallinu Kötlu segja ekki til um hvort gos sé nú í aðsigi eða hversu stór næsta gos verður. Þetta skrifar Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, um grein Eveniy Ilyinskayu og samstarfsfólks hennar í tímaritinu Geophysical Research Letters um útstreymi koldíoxíðs frá Kötlu. Ein helsta niðurstaða greinarinnar er að útstreymið geti verið á stærðarbilinu 10 til 20 þúsund tonn á dag sem setur Kötlu í flokk með þeim eldfjöllum í heiminum þar sem útstreymi koldíoxíðs er mest. Magnús Tumi segir í grein sinni að í fjölmiðlaumræðu um þessa niðurstöðu hafi gætt nokkurs misskilnings um þýðingu rannsóknarinnar. Hann segir að hvergi sé komið inn á í niðurstöðunni hvort hún gefi til kynna hvort gos sé í aðsigi eða hversu stórt næsta gos verður.Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði.Stöð 2„Mælingarnar sýna hins vegar ótvírætt að CO2 leitar upp í miklum mæli og hefur gert í einhver ár, hve lengi er ekki vitað en svipað útstreymi gæti hafa varað undanfarna áratugi. Öllu óljósara er hvort þessi mikla losun tengist beint grunnstæðu kvikuhólfi undir Kötlu eða hver tenging þess er við kvikusöfnun í eldstöðinni. Hugsanlegt er að Katla virki eins og nokkurskonar ventill eða uppstreymisrás fyrir gas sem losnar úr kviku á miklu dýpi undir suðurhluta gosbeltisins,“ skrifar Magnús Tumi. Hann segir þessar merkilegu mælingar sýna að enn sé margt ólært þegar kemur að eldvirkni og eiginleika einstakra eldstöðva. „Eins og höfundar greinarinnar benda á kalla niðurstöðurnar á að fram fari mun ítarlegri mælingar. Það er til dæmis mikilvægt að vita hvort útstreymið er stöðugt eða árstíðabundið. Hugsanlega munu frekari mælingar varpa nýju ljósi á hegðun Kötlu og gætu þannig hjálpað okkur við að bæta enn frekar eftirlit og hættumat. Meiri mælingar eru líka eina leiðin til að fá áreiðanlegra mat á heildarlosun eldstöðvarinnar. Í framhaldinu þarf að meta hvað tölurnar segja okkur um kvikuna undir Kötlu og hvaða lærdóma má draga af þeim.“
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Katla til í hvað sem er eftir lengsta hlé milli stórra gosa frá landnámi Páll Einarsson jarðfræðingur rakti hvernig Katla hefur reynst vísindamönnum hið mesta vandræðabarn í gegnum árin. 30. mars 2018 09:00 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Katla til í hvað sem er eftir lengsta hlé milli stórra gosa frá landnámi Páll Einarsson jarðfræðingur rakti hvernig Katla hefur reynst vísindamönnum hið mesta vandræðabarn í gegnum árin. 30. mars 2018 09:00