Brú yfir mynni Þorskafjarðar sögð vænlegri en vegur um Teigsskóg Kristján Már Unnarsson skrifar 12. desember 2018 22:00 Brú þvert yfir mynni Þorskafjarðar, eins og hún er sýnd í skýrslu Vegagerðarinnar frá því í haust. Grafík/Vegagerðin. Deilurnar um Teigsskóg flæktust enn í dag þegar Reykhólahreppur kynnti nýja valkostagreiningu, með þeirri niðurstöðu að brú þvert yfir mynni Þorskafjarðar sé vænlegasti kosturinn. Þetta er þvert á álit Vegagerðarinnar um að Teigsskógarleiðin sé best. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Hafi einhver gert sér vonir um að það styttist í að Vestfirðingar losni við að aka um hina illræmdu fjallvegi Hjallaháls og Ódrjúgsháls, þá hurfu þær vonir í dag. Nýjasta útspilið gæti seinkað endurbótum Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, hugsanlega um mörg ár, en samgönguáætlun gerir ráð fyrir að framkvæmdir gætu hafist á næsta ári.Ekið niður Ódrjúgsháls í Gufudalssveit.Vísir/Egill AðalsteinssonHreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti fyrir aðeins níu mánuðum að setja svokallaða Þ-H leið um Teigsskóg inn á aðalskipulag en skipti óvænt um kúrs í sumar. Til varð nýr valkostur, svokölluð R-leið, með stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar. Þessi stefnubreyting varð eftir að Hagkaupsbræður styrktu hreppinn til að fá norska verkfræðinga að málinu.Leið Þ-H færi um Teigsskóg. Leið R færi um Stað og Reykhóla.Grafík/Hlynur Magnússon.Vegagerðin hafnaði Þorskafjarðarbrú í haust eftir að sérfræðingar hennar komust að þeirri niðurstöðu að hún yrði fjórum milljörðum króna dýrari og með minna umferðaröryggi. Hreppsnefnd Reykhólahrepps, með ráðgjöf Skipulagsstofnunar, ákvað hins vegar að fá nýjan aðila að málinu, Lilju Guðríði Karlsdóttur hjá verkfræðistofunni Viaplan. Niðurstaða hennar núna er að R-leiðin með stórbrú yfir Þorskafjörð sé vænlegust og kosti álíka mikið og ÞH-leiðin um Teigsskóg.Brúarsporðurinn að austanverðu yrði við jörðina Stað í Reykhólasveit.Mynd/Úr skýrslu Multiconsult.Hreppsnefnd Reykhólahrepps á næsta leik, að ákveða hvor leiðin fari inn á aðalskipulag. Velji hún R-leið blasa við innansveitarátök við bændur, sem lýst hafa harðri andstöðu, auk þess sem líklegt er að hún þurfi umhverfismat. Þá er óvíst hvort Vegagerðin og samgönguyfirvöld fallist á R-leiðina. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykhólahreppur Tengdar fréttir Oddvitinn telur sterkari rök fyrir stórbrú yfir mynni Þorskafjarðar Oddviti Reykhólahrepps telur sterkari rök fyrir því að brúa mynni Þorskafjarðar fremur en að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg. 4. október 2018 21:00 Telja hagstæðast og fljótlegast að leggja veginn um Teigsskóg Vegagerðin stendur við fyrri tillögu um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. Sérfræðingar hennar telja brú yfir mynni Þorskafjarðar nærri fjórum milljörðum króna dýrari. 16. október 2018 21:00 Vestfirðingar sagðir mosavaxnir á biðinni eftir vegi um Teigsskóg Samgönguráðherra vonast til að vegarlagning um Teigsskóg geti hafist sumarið 2019, eftir rúmt ár, og að verklok verði haustið 2022. 5. júní 2018 20:30 Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15 Skora á Alþingi að lögfesta veglínu í gegnum Teigsskóg Hópur íbúa í Reykhólahreppi, sem kallar sig Velunnara Þ.H.-leiðar, hvetur íbúa til að senda áskorun til Alþingis um að veglína Vestfjarðavegar um Teigsskóg verði lögfest. 11. október 2018 14:00 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir „Endilega nota mannbrodda“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Sjá meira
Deilurnar um Teigsskóg flæktust enn í dag þegar Reykhólahreppur kynnti nýja valkostagreiningu, með þeirri niðurstöðu að brú þvert yfir mynni Þorskafjarðar sé vænlegasti kosturinn. Þetta er þvert á álit Vegagerðarinnar um að Teigsskógarleiðin sé best. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Hafi einhver gert sér vonir um að það styttist í að Vestfirðingar losni við að aka um hina illræmdu fjallvegi Hjallaháls og Ódrjúgsháls, þá hurfu þær vonir í dag. Nýjasta útspilið gæti seinkað endurbótum Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, hugsanlega um mörg ár, en samgönguáætlun gerir ráð fyrir að framkvæmdir gætu hafist á næsta ári.Ekið niður Ódrjúgsháls í Gufudalssveit.Vísir/Egill AðalsteinssonHreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti fyrir aðeins níu mánuðum að setja svokallaða Þ-H leið um Teigsskóg inn á aðalskipulag en skipti óvænt um kúrs í sumar. Til varð nýr valkostur, svokölluð R-leið, með stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar. Þessi stefnubreyting varð eftir að Hagkaupsbræður styrktu hreppinn til að fá norska verkfræðinga að málinu.Leið Þ-H færi um Teigsskóg. Leið R færi um Stað og Reykhóla.Grafík/Hlynur Magnússon.Vegagerðin hafnaði Þorskafjarðarbrú í haust eftir að sérfræðingar hennar komust að þeirri niðurstöðu að hún yrði fjórum milljörðum króna dýrari og með minna umferðaröryggi. Hreppsnefnd Reykhólahrepps, með ráðgjöf Skipulagsstofnunar, ákvað hins vegar að fá nýjan aðila að málinu, Lilju Guðríði Karlsdóttur hjá verkfræðistofunni Viaplan. Niðurstaða hennar núna er að R-leiðin með stórbrú yfir Þorskafjörð sé vænlegust og kosti álíka mikið og ÞH-leiðin um Teigsskóg.Brúarsporðurinn að austanverðu yrði við jörðina Stað í Reykhólasveit.Mynd/Úr skýrslu Multiconsult.Hreppsnefnd Reykhólahrepps á næsta leik, að ákveða hvor leiðin fari inn á aðalskipulag. Velji hún R-leið blasa við innansveitarátök við bændur, sem lýst hafa harðri andstöðu, auk þess sem líklegt er að hún þurfi umhverfismat. Þá er óvíst hvort Vegagerðin og samgönguyfirvöld fallist á R-leiðina. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykhólahreppur Tengdar fréttir Oddvitinn telur sterkari rök fyrir stórbrú yfir mynni Þorskafjarðar Oddviti Reykhólahrepps telur sterkari rök fyrir því að brúa mynni Þorskafjarðar fremur en að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg. 4. október 2018 21:00 Telja hagstæðast og fljótlegast að leggja veginn um Teigsskóg Vegagerðin stendur við fyrri tillögu um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. Sérfræðingar hennar telja brú yfir mynni Þorskafjarðar nærri fjórum milljörðum króna dýrari. 16. október 2018 21:00 Vestfirðingar sagðir mosavaxnir á biðinni eftir vegi um Teigsskóg Samgönguráðherra vonast til að vegarlagning um Teigsskóg geti hafist sumarið 2019, eftir rúmt ár, og að verklok verði haustið 2022. 5. júní 2018 20:30 Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15 Skora á Alþingi að lögfesta veglínu í gegnum Teigsskóg Hópur íbúa í Reykhólahreppi, sem kallar sig Velunnara Þ.H.-leiðar, hvetur íbúa til að senda áskorun til Alþingis um að veglína Vestfjarðavegar um Teigsskóg verði lögfest. 11. október 2018 14:00 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir „Endilega nota mannbrodda“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Sjá meira
Oddvitinn telur sterkari rök fyrir stórbrú yfir mynni Þorskafjarðar Oddviti Reykhólahrepps telur sterkari rök fyrir því að brúa mynni Þorskafjarðar fremur en að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg. 4. október 2018 21:00
Telja hagstæðast og fljótlegast að leggja veginn um Teigsskóg Vegagerðin stendur við fyrri tillögu um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. Sérfræðingar hennar telja brú yfir mynni Þorskafjarðar nærri fjórum milljörðum króna dýrari. 16. október 2018 21:00
Vestfirðingar sagðir mosavaxnir á biðinni eftir vegi um Teigsskóg Samgönguráðherra vonast til að vegarlagning um Teigsskóg geti hafist sumarið 2019, eftir rúmt ár, og að verklok verði haustið 2022. 5. júní 2018 20:30
Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15
Skora á Alþingi að lögfesta veglínu í gegnum Teigsskóg Hópur íbúa í Reykhólahreppi, sem kallar sig Velunnara Þ.H.-leiðar, hvetur íbúa til að senda áskorun til Alþingis um að veglína Vestfjarðavegar um Teigsskóg verði lögfest. 11. október 2018 14:00