Brú yfir mynni Þorskafjarðar sögð vænlegri en vegur um Teigsskóg Kristján Már Unnarsson skrifar 12. desember 2018 22:00 Brú þvert yfir mynni Þorskafjarðar, eins og hún er sýnd í skýrslu Vegagerðarinnar frá því í haust. Grafík/Vegagerðin. Deilurnar um Teigsskóg flæktust enn í dag þegar Reykhólahreppur kynnti nýja valkostagreiningu, með þeirri niðurstöðu að brú þvert yfir mynni Þorskafjarðar sé vænlegasti kosturinn. Þetta er þvert á álit Vegagerðarinnar um að Teigsskógarleiðin sé best. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Hafi einhver gert sér vonir um að það styttist í að Vestfirðingar losni við að aka um hina illræmdu fjallvegi Hjallaháls og Ódrjúgsháls, þá hurfu þær vonir í dag. Nýjasta útspilið gæti seinkað endurbótum Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, hugsanlega um mörg ár, en samgönguáætlun gerir ráð fyrir að framkvæmdir gætu hafist á næsta ári.Ekið niður Ódrjúgsháls í Gufudalssveit.Vísir/Egill AðalsteinssonHreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti fyrir aðeins níu mánuðum að setja svokallaða Þ-H leið um Teigsskóg inn á aðalskipulag en skipti óvænt um kúrs í sumar. Til varð nýr valkostur, svokölluð R-leið, með stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar. Þessi stefnubreyting varð eftir að Hagkaupsbræður styrktu hreppinn til að fá norska verkfræðinga að málinu.Leið Þ-H færi um Teigsskóg. Leið R færi um Stað og Reykhóla.Grafík/Hlynur Magnússon.Vegagerðin hafnaði Þorskafjarðarbrú í haust eftir að sérfræðingar hennar komust að þeirri niðurstöðu að hún yrði fjórum milljörðum króna dýrari og með minna umferðaröryggi. Hreppsnefnd Reykhólahrepps, með ráðgjöf Skipulagsstofnunar, ákvað hins vegar að fá nýjan aðila að málinu, Lilju Guðríði Karlsdóttur hjá verkfræðistofunni Viaplan. Niðurstaða hennar núna er að R-leiðin með stórbrú yfir Þorskafjörð sé vænlegust og kosti álíka mikið og ÞH-leiðin um Teigsskóg.Brúarsporðurinn að austanverðu yrði við jörðina Stað í Reykhólasveit.Mynd/Úr skýrslu Multiconsult.Hreppsnefnd Reykhólahrepps á næsta leik, að ákveða hvor leiðin fari inn á aðalskipulag. Velji hún R-leið blasa við innansveitarátök við bændur, sem lýst hafa harðri andstöðu, auk þess sem líklegt er að hún þurfi umhverfismat. Þá er óvíst hvort Vegagerðin og samgönguyfirvöld fallist á R-leiðina. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykhólahreppur Tengdar fréttir Oddvitinn telur sterkari rök fyrir stórbrú yfir mynni Þorskafjarðar Oddviti Reykhólahrepps telur sterkari rök fyrir því að brúa mynni Þorskafjarðar fremur en að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg. 4. október 2018 21:00 Telja hagstæðast og fljótlegast að leggja veginn um Teigsskóg Vegagerðin stendur við fyrri tillögu um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. Sérfræðingar hennar telja brú yfir mynni Þorskafjarðar nærri fjórum milljörðum króna dýrari. 16. október 2018 21:00 Vestfirðingar sagðir mosavaxnir á biðinni eftir vegi um Teigsskóg Samgönguráðherra vonast til að vegarlagning um Teigsskóg geti hafist sumarið 2019, eftir rúmt ár, og að verklok verði haustið 2022. 5. júní 2018 20:30 Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15 Skora á Alþingi að lögfesta veglínu í gegnum Teigsskóg Hópur íbúa í Reykhólahreppi, sem kallar sig Velunnara Þ.H.-leiðar, hvetur íbúa til að senda áskorun til Alþingis um að veglína Vestfjarðavegar um Teigsskóg verði lögfest. 11. október 2018 14:00 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira
Deilurnar um Teigsskóg flæktust enn í dag þegar Reykhólahreppur kynnti nýja valkostagreiningu, með þeirri niðurstöðu að brú þvert yfir mynni Þorskafjarðar sé vænlegasti kosturinn. Þetta er þvert á álit Vegagerðarinnar um að Teigsskógarleiðin sé best. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Hafi einhver gert sér vonir um að það styttist í að Vestfirðingar losni við að aka um hina illræmdu fjallvegi Hjallaháls og Ódrjúgsháls, þá hurfu þær vonir í dag. Nýjasta útspilið gæti seinkað endurbótum Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, hugsanlega um mörg ár, en samgönguáætlun gerir ráð fyrir að framkvæmdir gætu hafist á næsta ári.Ekið niður Ódrjúgsháls í Gufudalssveit.Vísir/Egill AðalsteinssonHreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti fyrir aðeins níu mánuðum að setja svokallaða Þ-H leið um Teigsskóg inn á aðalskipulag en skipti óvænt um kúrs í sumar. Til varð nýr valkostur, svokölluð R-leið, með stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar. Þessi stefnubreyting varð eftir að Hagkaupsbræður styrktu hreppinn til að fá norska verkfræðinga að málinu.Leið Þ-H færi um Teigsskóg. Leið R færi um Stað og Reykhóla.Grafík/Hlynur Magnússon.Vegagerðin hafnaði Þorskafjarðarbrú í haust eftir að sérfræðingar hennar komust að þeirri niðurstöðu að hún yrði fjórum milljörðum króna dýrari og með minna umferðaröryggi. Hreppsnefnd Reykhólahrepps, með ráðgjöf Skipulagsstofnunar, ákvað hins vegar að fá nýjan aðila að málinu, Lilju Guðríði Karlsdóttur hjá verkfræðistofunni Viaplan. Niðurstaða hennar núna er að R-leiðin með stórbrú yfir Þorskafjörð sé vænlegust og kosti álíka mikið og ÞH-leiðin um Teigsskóg.Brúarsporðurinn að austanverðu yrði við jörðina Stað í Reykhólasveit.Mynd/Úr skýrslu Multiconsult.Hreppsnefnd Reykhólahrepps á næsta leik, að ákveða hvor leiðin fari inn á aðalskipulag. Velji hún R-leið blasa við innansveitarátök við bændur, sem lýst hafa harðri andstöðu, auk þess sem líklegt er að hún þurfi umhverfismat. Þá er óvíst hvort Vegagerðin og samgönguyfirvöld fallist á R-leiðina. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykhólahreppur Tengdar fréttir Oddvitinn telur sterkari rök fyrir stórbrú yfir mynni Þorskafjarðar Oddviti Reykhólahrepps telur sterkari rök fyrir því að brúa mynni Þorskafjarðar fremur en að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg. 4. október 2018 21:00 Telja hagstæðast og fljótlegast að leggja veginn um Teigsskóg Vegagerðin stendur við fyrri tillögu um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. Sérfræðingar hennar telja brú yfir mynni Þorskafjarðar nærri fjórum milljörðum króna dýrari. 16. október 2018 21:00 Vestfirðingar sagðir mosavaxnir á biðinni eftir vegi um Teigsskóg Samgönguráðherra vonast til að vegarlagning um Teigsskóg geti hafist sumarið 2019, eftir rúmt ár, og að verklok verði haustið 2022. 5. júní 2018 20:30 Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15 Skora á Alþingi að lögfesta veglínu í gegnum Teigsskóg Hópur íbúa í Reykhólahreppi, sem kallar sig Velunnara Þ.H.-leiðar, hvetur íbúa til að senda áskorun til Alþingis um að veglína Vestfjarðavegar um Teigsskóg verði lögfest. 11. október 2018 14:00 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira
Oddvitinn telur sterkari rök fyrir stórbrú yfir mynni Þorskafjarðar Oddviti Reykhólahrepps telur sterkari rök fyrir því að brúa mynni Þorskafjarðar fremur en að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg. 4. október 2018 21:00
Telja hagstæðast og fljótlegast að leggja veginn um Teigsskóg Vegagerðin stendur við fyrri tillögu um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. Sérfræðingar hennar telja brú yfir mynni Þorskafjarðar nærri fjórum milljörðum króna dýrari. 16. október 2018 21:00
Vestfirðingar sagðir mosavaxnir á biðinni eftir vegi um Teigsskóg Samgönguráðherra vonast til að vegarlagning um Teigsskóg geti hafist sumarið 2019, eftir rúmt ár, og að verklok verði haustið 2022. 5. júní 2018 20:30
Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15
Skora á Alþingi að lögfesta veglínu í gegnum Teigsskóg Hópur íbúa í Reykhólahreppi, sem kallar sig Velunnara Þ.H.-leiðar, hvetur íbúa til að senda áskorun til Alþingis um að veglína Vestfjarðavegar um Teigsskóg verði lögfest. 11. október 2018 14:00