Eygir von um doktorsnám með nýjum reglum LÍN: „Ég er heppinn að vera á Íslandi“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 10. apríl 2018 21:00 Íraskur verkfræðingur sem hefur dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum eygir nú von um að hefja doktorsnám hérlendis. Hann þurfti að hætta við slíkt nám í fyrra vegna fjárskorts en nýjar úthlutunarreglur LÍN gera honum kleift að fá námslán. Hann kveðst spenntur að skapa sér framtíð hér á landi. Mohammed Salam al Taie kom hingað frá Kína þar sem stundaði meistaranám í fjarskiptaverkfræði og byrjaði doktorsnám í faginu. Hann lauk þó ekki doktorsnáminu, enda óttaðist hann að verða sendur aftur til Íraks að námi loknu - en þar telur hann sig ekki öruggan, enda landið verið undirlagt stríðsátökum nánast frá því hann fæddist. „Ég ákvað að fara til Íslands. Ísland er eyja langt frá þessu stríði. Landið tengist ekki Evrópu og ekki Bandaríkjunum. Það er mitt á milli. Þetta er land þar sem er enginn her og ekkert stríð,“ segir Mohammed. Átti engan kost á fjármögnun Við komuna hingað til lands vildi Mohammed gjarnan ljúka doktorsnáminu og fann verkefni sem hentaði vel. „Ég fann leiðbeinanda og hann samþykkti að ég kæmi í hópinn hans, en mig vantaði fjárhagslegan stuðning,“ segir Mohammed. Reglur LÍN öftruðu því að hann gæti fengið námslán, hvorki bankar né opinberar stofnanir gátu fjármagnað námið og missti hann því af verkefninu. Hann fékk hins vegar vinnu sem hentaði vel hjá gagnaveri á Suðurnesjum og hóf að vinna sjálfboðastörf fyrir Rauða krossinn þar sem hann aðstoðaði flóttafólk. „Ég þekki þetta, ég veit hverjir erfiðleikarnir eru og það allt svo ég ákvað að ganga til liðs við Rauða krossinn og vinna með hælisleitendum.“Þakklátur fyrir lífið hér á landi Með nýjum úthlutunarreglum LÍN sem staðfestar voru í lok mars er fólki í hans stöðu hins vegar gert kleift að taka lán, og ætlar hann því að fara á fullt í að finna sér nýtt verkefni. Þrátt fyrir lánavandræðin og þann litla munað sem hann býr við í herbergi í sameignarkjallara fjölbýlishúss segir hann lífið í heildina litið nokkuð gott. „Sumir halda að þegar þeir koma til einhvers þá verði allt bara tilbúið. Nei, svona er lífið. Þetta er venjulegt líf, það getur verið gott eða ekki gott. Þannig er það fyrir mig og líka fyrir Íslendinga. Svo lífið er eðlilegt. Þetta er eðlilegt íslenskt líf, ekki eins og í heimalandi mínu. Þar er það ekki eðlilegt. Ég er heppinn að vera hérna á Íslandi,“ segir Mohammed að lokum. Ítarlegt viðtal við Mohammed má sjá í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Íraskur verkfræðingur sem hefur dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum eygir nú von um að hefja doktorsnám hérlendis. Hann þurfti að hætta við slíkt nám í fyrra vegna fjárskorts en nýjar úthlutunarreglur LÍN gera honum kleift að fá námslán. Hann kveðst spenntur að skapa sér framtíð hér á landi. Mohammed Salam al Taie kom hingað frá Kína þar sem stundaði meistaranám í fjarskiptaverkfræði og byrjaði doktorsnám í faginu. Hann lauk þó ekki doktorsnáminu, enda óttaðist hann að verða sendur aftur til Íraks að námi loknu - en þar telur hann sig ekki öruggan, enda landið verið undirlagt stríðsátökum nánast frá því hann fæddist. „Ég ákvað að fara til Íslands. Ísland er eyja langt frá þessu stríði. Landið tengist ekki Evrópu og ekki Bandaríkjunum. Það er mitt á milli. Þetta er land þar sem er enginn her og ekkert stríð,“ segir Mohammed. Átti engan kost á fjármögnun Við komuna hingað til lands vildi Mohammed gjarnan ljúka doktorsnáminu og fann verkefni sem hentaði vel. „Ég fann leiðbeinanda og hann samþykkti að ég kæmi í hópinn hans, en mig vantaði fjárhagslegan stuðning,“ segir Mohammed. Reglur LÍN öftruðu því að hann gæti fengið námslán, hvorki bankar né opinberar stofnanir gátu fjármagnað námið og missti hann því af verkefninu. Hann fékk hins vegar vinnu sem hentaði vel hjá gagnaveri á Suðurnesjum og hóf að vinna sjálfboðastörf fyrir Rauða krossinn þar sem hann aðstoðaði flóttafólk. „Ég þekki þetta, ég veit hverjir erfiðleikarnir eru og það allt svo ég ákvað að ganga til liðs við Rauða krossinn og vinna með hælisleitendum.“Þakklátur fyrir lífið hér á landi Með nýjum úthlutunarreglum LÍN sem staðfestar voru í lok mars er fólki í hans stöðu hins vegar gert kleift að taka lán, og ætlar hann því að fara á fullt í að finna sér nýtt verkefni. Þrátt fyrir lánavandræðin og þann litla munað sem hann býr við í herbergi í sameignarkjallara fjölbýlishúss segir hann lífið í heildina litið nokkuð gott. „Sumir halda að þegar þeir koma til einhvers þá verði allt bara tilbúið. Nei, svona er lífið. Þetta er venjulegt líf, það getur verið gott eða ekki gott. Þannig er það fyrir mig og líka fyrir Íslendinga. Svo lífið er eðlilegt. Þetta er eðlilegt íslenskt líf, ekki eins og í heimalandi mínu. Þar er það ekki eðlilegt. Ég er heppinn að vera hérna á Íslandi,“ segir Mohammed að lokum. Ítarlegt viðtal við Mohammed má sjá í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira