Eygir von um doktorsnám með nýjum reglum LÍN: „Ég er heppinn að vera á Íslandi“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 10. apríl 2018 21:00 Íraskur verkfræðingur sem hefur dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum eygir nú von um að hefja doktorsnám hérlendis. Hann þurfti að hætta við slíkt nám í fyrra vegna fjárskorts en nýjar úthlutunarreglur LÍN gera honum kleift að fá námslán. Hann kveðst spenntur að skapa sér framtíð hér á landi. Mohammed Salam al Taie kom hingað frá Kína þar sem stundaði meistaranám í fjarskiptaverkfræði og byrjaði doktorsnám í faginu. Hann lauk þó ekki doktorsnáminu, enda óttaðist hann að verða sendur aftur til Íraks að námi loknu - en þar telur hann sig ekki öruggan, enda landið verið undirlagt stríðsátökum nánast frá því hann fæddist. „Ég ákvað að fara til Íslands. Ísland er eyja langt frá þessu stríði. Landið tengist ekki Evrópu og ekki Bandaríkjunum. Það er mitt á milli. Þetta er land þar sem er enginn her og ekkert stríð,“ segir Mohammed. Átti engan kost á fjármögnun Við komuna hingað til lands vildi Mohammed gjarnan ljúka doktorsnáminu og fann verkefni sem hentaði vel. „Ég fann leiðbeinanda og hann samþykkti að ég kæmi í hópinn hans, en mig vantaði fjárhagslegan stuðning,“ segir Mohammed. Reglur LÍN öftruðu því að hann gæti fengið námslán, hvorki bankar né opinberar stofnanir gátu fjármagnað námið og missti hann því af verkefninu. Hann fékk hins vegar vinnu sem hentaði vel hjá gagnaveri á Suðurnesjum og hóf að vinna sjálfboðastörf fyrir Rauða krossinn þar sem hann aðstoðaði flóttafólk. „Ég þekki þetta, ég veit hverjir erfiðleikarnir eru og það allt svo ég ákvað að ganga til liðs við Rauða krossinn og vinna með hælisleitendum.“Þakklátur fyrir lífið hér á landi Með nýjum úthlutunarreglum LÍN sem staðfestar voru í lok mars er fólki í hans stöðu hins vegar gert kleift að taka lán, og ætlar hann því að fara á fullt í að finna sér nýtt verkefni. Þrátt fyrir lánavandræðin og þann litla munað sem hann býr við í herbergi í sameignarkjallara fjölbýlishúss segir hann lífið í heildina litið nokkuð gott. „Sumir halda að þegar þeir koma til einhvers þá verði allt bara tilbúið. Nei, svona er lífið. Þetta er venjulegt líf, það getur verið gott eða ekki gott. Þannig er það fyrir mig og líka fyrir Íslendinga. Svo lífið er eðlilegt. Þetta er eðlilegt íslenskt líf, ekki eins og í heimalandi mínu. Þar er það ekki eðlilegt. Ég er heppinn að vera hérna á Íslandi,“ segir Mohammed að lokum. Ítarlegt viðtal við Mohammed má sjá í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Fleiri fréttir Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Sjá meira
Íraskur verkfræðingur sem hefur dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum eygir nú von um að hefja doktorsnám hérlendis. Hann þurfti að hætta við slíkt nám í fyrra vegna fjárskorts en nýjar úthlutunarreglur LÍN gera honum kleift að fá námslán. Hann kveðst spenntur að skapa sér framtíð hér á landi. Mohammed Salam al Taie kom hingað frá Kína þar sem stundaði meistaranám í fjarskiptaverkfræði og byrjaði doktorsnám í faginu. Hann lauk þó ekki doktorsnáminu, enda óttaðist hann að verða sendur aftur til Íraks að námi loknu - en þar telur hann sig ekki öruggan, enda landið verið undirlagt stríðsátökum nánast frá því hann fæddist. „Ég ákvað að fara til Íslands. Ísland er eyja langt frá þessu stríði. Landið tengist ekki Evrópu og ekki Bandaríkjunum. Það er mitt á milli. Þetta er land þar sem er enginn her og ekkert stríð,“ segir Mohammed. Átti engan kost á fjármögnun Við komuna hingað til lands vildi Mohammed gjarnan ljúka doktorsnáminu og fann verkefni sem hentaði vel. „Ég fann leiðbeinanda og hann samþykkti að ég kæmi í hópinn hans, en mig vantaði fjárhagslegan stuðning,“ segir Mohammed. Reglur LÍN öftruðu því að hann gæti fengið námslán, hvorki bankar né opinberar stofnanir gátu fjármagnað námið og missti hann því af verkefninu. Hann fékk hins vegar vinnu sem hentaði vel hjá gagnaveri á Suðurnesjum og hóf að vinna sjálfboðastörf fyrir Rauða krossinn þar sem hann aðstoðaði flóttafólk. „Ég þekki þetta, ég veit hverjir erfiðleikarnir eru og það allt svo ég ákvað að ganga til liðs við Rauða krossinn og vinna með hælisleitendum.“Þakklátur fyrir lífið hér á landi Með nýjum úthlutunarreglum LÍN sem staðfestar voru í lok mars er fólki í hans stöðu hins vegar gert kleift að taka lán, og ætlar hann því að fara á fullt í að finna sér nýtt verkefni. Þrátt fyrir lánavandræðin og þann litla munað sem hann býr við í herbergi í sameignarkjallara fjölbýlishúss segir hann lífið í heildina litið nokkuð gott. „Sumir halda að þegar þeir koma til einhvers þá verði allt bara tilbúið. Nei, svona er lífið. Þetta er venjulegt líf, það getur verið gott eða ekki gott. Þannig er það fyrir mig og líka fyrir Íslendinga. Svo lífið er eðlilegt. Þetta er eðlilegt íslenskt líf, ekki eins og í heimalandi mínu. Þar er það ekki eðlilegt. Ég er heppinn að vera hérna á Íslandi,“ segir Mohammed að lokum. Ítarlegt viðtal við Mohammed má sjá í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Fleiri fréttir Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Sjá meira