Hinsegin dagar árið 2019 verða tíu daga hátíð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. október 2018 11:32 Páll Óskar á sviði útihátíðar Hinsegin daga sumarið 2018. Hinsegin dagar Hinsegin dagar fagna 20 ára afmæli á næsta ári. Til stendur að teygja verulega á hátíðinni af því tilefni og bjóða upp á fleiri og stærri viðburði. Á sama tíma verða fimmtíu ár liðin frá Stonewall uppreisninni sem margir telja marka upphaf eiginlegrar réttindabaráttu hinsegin fólks. Til að minnast uppreisnarinnar við Stonewall í Christopher street í New York mun WorldPride, stærsti hinsegin viðburður í heimi, fara fram í New York í júní 2019 og má búast við milljónum þátttakenda að því er segir í tilkynningu frá Hinsegin dögum í Reykjavík.„Það var svo 30 árum eftir Stonewall uppreisnina, eða í júní 1999, sem í fyrsta sinn var haldin svokölluð hinsegin helgi á Ingólfstorgi. Þar komu 1.500 gestir saman til að sýna samstöðu og berjast fyrir auknum sýnileika og réttindum hinsegin fólks í íslensku samfélagi. Rúmu ári síðar var svo fyrsta gleðigangan gengin en með henni fylgdust allt að 12.000 gestir, sem var langt umfram björtustu vonir skipuleggjenda hennar. Gleðigangan hefur verið árviss viðburður síðan og er í dag ein fjölsóttasta hátíð á Íslandi.“ Undanfarin ár hafa Hinsegin dagar staðið í sex daga og viðburðir verið allt að þrjátíu.Gunnlaugur Björnsson.Hinsegin dagar„Nú verður hins vegar gefið enn frekar í með það að fagna hinu merka afmælisári. Hinsegin dagar 2019 munu hefjast í Reykjavík fimmtudaginn 8. ágúst og standa yfir í 10 daga. Á dagskrá hátíðarinnar verður fjöldi fjölbreyttra, fræðandi og skemmtilegra viðburða en hápunkturinn verður svo gleðiganga og glæsileg útihátíð laugardaginn 17. ágúst.“ Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga, segir að framundan sé svo sannarlega stórt ár. „Það hefur gríðarlega margt áunnist frá því að Hinsegin dagar voru fyrst haldnir, svo ekki sé minnst á þann tíma sem liðinn er frá Stonewall uppreisninni. Af þessu tilefni viljum við því lengja hátíðahöld tengd Hinsegin dögum. Með því gefst okkur ekki bara svigrúm til að bjóða upp á enn fleiri fræðsluviðburði en áður heldur einnig fleiri og stærri kvöldviðburði á borð við tónleika, dragsýningar og dansleiki.“ Gunnlaugur segir markmiðið sem fyrr að þakka fyrir þann árangur sem náðst hafi en um leið auka sýnileika hinsegin fólks og halda baráttunni áfram enda séu margir sigrar enn óunnir. „Að þessu sinni munum við þó gæta þess enn betur en áður að fagna og halda á lofti þeirri gleði sem einkennt hefur gleðigönguna frá upphafi. Það er nefnilega ekki alvöru afmæli án gleði þó svo að árin á undan hafi ekki endilega verið eintómur dans á rósum.” Hinsegin Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Sjá meira
Hinsegin dagar fagna 20 ára afmæli á næsta ári. Til stendur að teygja verulega á hátíðinni af því tilefni og bjóða upp á fleiri og stærri viðburði. Á sama tíma verða fimmtíu ár liðin frá Stonewall uppreisninni sem margir telja marka upphaf eiginlegrar réttindabaráttu hinsegin fólks. Til að minnast uppreisnarinnar við Stonewall í Christopher street í New York mun WorldPride, stærsti hinsegin viðburður í heimi, fara fram í New York í júní 2019 og má búast við milljónum þátttakenda að því er segir í tilkynningu frá Hinsegin dögum í Reykjavík.„Það var svo 30 árum eftir Stonewall uppreisnina, eða í júní 1999, sem í fyrsta sinn var haldin svokölluð hinsegin helgi á Ingólfstorgi. Þar komu 1.500 gestir saman til að sýna samstöðu og berjast fyrir auknum sýnileika og réttindum hinsegin fólks í íslensku samfélagi. Rúmu ári síðar var svo fyrsta gleðigangan gengin en með henni fylgdust allt að 12.000 gestir, sem var langt umfram björtustu vonir skipuleggjenda hennar. Gleðigangan hefur verið árviss viðburður síðan og er í dag ein fjölsóttasta hátíð á Íslandi.“ Undanfarin ár hafa Hinsegin dagar staðið í sex daga og viðburðir verið allt að þrjátíu.Gunnlaugur Björnsson.Hinsegin dagar„Nú verður hins vegar gefið enn frekar í með það að fagna hinu merka afmælisári. Hinsegin dagar 2019 munu hefjast í Reykjavík fimmtudaginn 8. ágúst og standa yfir í 10 daga. Á dagskrá hátíðarinnar verður fjöldi fjölbreyttra, fræðandi og skemmtilegra viðburða en hápunkturinn verður svo gleðiganga og glæsileg útihátíð laugardaginn 17. ágúst.“ Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga, segir að framundan sé svo sannarlega stórt ár. „Það hefur gríðarlega margt áunnist frá því að Hinsegin dagar voru fyrst haldnir, svo ekki sé minnst á þann tíma sem liðinn er frá Stonewall uppreisninni. Af þessu tilefni viljum við því lengja hátíðahöld tengd Hinsegin dögum. Með því gefst okkur ekki bara svigrúm til að bjóða upp á enn fleiri fræðsluviðburði en áður heldur einnig fleiri og stærri kvöldviðburði á borð við tónleika, dragsýningar og dansleiki.“ Gunnlaugur segir markmiðið sem fyrr að þakka fyrir þann árangur sem náðst hafi en um leið auka sýnileika hinsegin fólks og halda baráttunni áfram enda séu margir sigrar enn óunnir. „Að þessu sinni munum við þó gæta þess enn betur en áður að fagna og halda á lofti þeirri gleði sem einkennt hefur gleðigönguna frá upphafi. Það er nefnilega ekki alvöru afmæli án gleði þó svo að árin á undan hafi ekki endilega verið eintómur dans á rósum.”
Hinsegin Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Sjá meira