Breyttir starfshættir skóla vegna nýrra persónuverndarlaga eiga sér ekki stoð í lögunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. október 2018 13:30 Fjöldi skóla hefur tekið upp breytta starfshætti vegna nýrra persónuverndarlaga og hefur Persónuvernd sent frá sér ábendingu vegna þess. vísir/vilhelm Persónuvernd hefur sent ábendingu til persónuverndarfulltrúa sveitarfélaga, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Heimilis og skóla og annarra hagsmunaaðila vegna misskilnings sem virðist gæta í skólasamfélaginu um gildissvið nýrra persónuverndarlaga. Í frétt á vef Persónuverndar um málið segir að stofnuninni hafi borist fjöldi ábendinga, bæði frá foreldrum sem og starfsmönnum skóla og leikskóla, um breytta starfshætti vegna nýju laganna. Í ábendingu Persónuverndar kemur fram að ýmislegt af því sem skólarnir hafa gripið til vegna laganna eigi sér ekki stoð í þeim.Voru ítrekað að fá ábendingar Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, kveðst ekki vita hversu margir skólar og/eða leikskólar hafi tekið upp breytta starfshætti vegna nýju persónuverndarlaganna en segir að ábendingar hafi borist víða að, bæði frá Reykjavík, stórhöfuðborgarsvæðinu og utan að landi. „Við vorum bæði að fá fyrirspurnir á símatímum og líka á almenna netfangið okkar. Við myndum aldrei fara af stað með þetta nema af því að það var svo mikið og ítrekað sem við vorum að heyra,“ segir Helga. Á meðal þess sem fjallað er um í ábendingu Persónuverndar er sú framkvæmd skólanna að taka upp aðgangsstýringu að skólum, þar sem foreldrum er meinaður aðgangur inn í skólastofur. Segir í ábendingu stofnunarinnar að þessi framkvæmd eigi sér ekki stoð í perónuverndarlögum. „Bendir stofnunin á að það geti hins vegar talist eðlilegt að skólar, líkt og aðrar stofnanir, setji sér ákveðnar verklagsreglur og viðhafi aðgangsstýringar þar sem það á við, með öryggissjónarmið að leiðarljósi,“ segir á vef Persónuverndar.Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar.VÍSIR/VILHELMTrúnaðaryfirlýsing standist vart landslög Þá telur stofnunin „það vart standast landslög að skólar geti, sem opinberar stofnanir, krafist þess að einstaklingar, svo sem foreldrar og forráðamenn barna sem eru gestkomandi í skólum, afsali sér rétti til að ræða þau mál sem tengjast skólastarfinu sín í milli eða við aðra, þar á meðal með því að leita til viðeigandi stofnana telji þeir þörf á því vegna mála eða atburða sem þeir verða vitni að. Þá verður ekki séð að skólar geti haft eftirlit með því að slíkum trúnaðaryfirlýsingum sé framfylgt.“ Þarna er vísað í þá kröfu skólanna að foreldrar og forráðamenn undirriti trúnaðaryfirlýsingu þess efnis um að allt sem þeir verði vitni að innan veggja skólanna sé trúnaðarmál. Á þetta sér enga stoð í persónuverndarlögum að sögn Persónuverndar.Hafa skilning á því að allir séu að reyna að vanda sig Helga bendir á að nýja löggjöfin hafi fengið mikla athygli og að fólk sé að velta fyrir sér hvenær sektum verði beitt. „Þess vegna eru allir að reyna að vanda sig og við höfum fullan skilning á því en að sama skapi virðist kannski sem að það séu líka að koma inn atriði sem ekki er hægt að heimfæra til persónuverndarlaga. Þess vegna reyndum við að útskýra þau atriði eins nákvæmlega og við gátum,“ segir Helga.Ábendingu Persónuverndar vegna þessa má sjá í heild sinni hér. Persónuvernd Tengdar fréttir Segir mikilvægt að fagna nýrri persónuverndarlöggjöf Seinna í þessum mánuði verða innleidd ný persónuverndarlög hér á landi og starfar fjöldi fólks við undibrúning þeirra. 16. maí 2018 18:34 Persónuvernd of fáliðuð til að takast á við breytingarnar "Það má búast við að einhverjir hnökrar verði í byrjun, þannig hefur það verið annars staðar í Evrópu,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. 16. júlí 2018 06:00 Myndbirtingar á Facebook geti bitnað á börnum Persónuvernd hvetur fólk til að fara sér hægt í myndbirtingu af grunuðum afbrotamönnum á Facebook. 14. október 2018 21:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Innlent Fleiri fréttir Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Sjá meira
Persónuvernd hefur sent ábendingu til persónuverndarfulltrúa sveitarfélaga, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Heimilis og skóla og annarra hagsmunaaðila vegna misskilnings sem virðist gæta í skólasamfélaginu um gildissvið nýrra persónuverndarlaga. Í frétt á vef Persónuverndar um málið segir að stofnuninni hafi borist fjöldi ábendinga, bæði frá foreldrum sem og starfsmönnum skóla og leikskóla, um breytta starfshætti vegna nýju laganna. Í ábendingu Persónuverndar kemur fram að ýmislegt af því sem skólarnir hafa gripið til vegna laganna eigi sér ekki stoð í þeim.Voru ítrekað að fá ábendingar Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, kveðst ekki vita hversu margir skólar og/eða leikskólar hafi tekið upp breytta starfshætti vegna nýju persónuverndarlaganna en segir að ábendingar hafi borist víða að, bæði frá Reykjavík, stórhöfuðborgarsvæðinu og utan að landi. „Við vorum bæði að fá fyrirspurnir á símatímum og líka á almenna netfangið okkar. Við myndum aldrei fara af stað með þetta nema af því að það var svo mikið og ítrekað sem við vorum að heyra,“ segir Helga. Á meðal þess sem fjallað er um í ábendingu Persónuverndar er sú framkvæmd skólanna að taka upp aðgangsstýringu að skólum, þar sem foreldrum er meinaður aðgangur inn í skólastofur. Segir í ábendingu stofnunarinnar að þessi framkvæmd eigi sér ekki stoð í perónuverndarlögum. „Bendir stofnunin á að það geti hins vegar talist eðlilegt að skólar, líkt og aðrar stofnanir, setji sér ákveðnar verklagsreglur og viðhafi aðgangsstýringar þar sem það á við, með öryggissjónarmið að leiðarljósi,“ segir á vef Persónuverndar.Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar.VÍSIR/VILHELMTrúnaðaryfirlýsing standist vart landslög Þá telur stofnunin „það vart standast landslög að skólar geti, sem opinberar stofnanir, krafist þess að einstaklingar, svo sem foreldrar og forráðamenn barna sem eru gestkomandi í skólum, afsali sér rétti til að ræða þau mál sem tengjast skólastarfinu sín í milli eða við aðra, þar á meðal með því að leita til viðeigandi stofnana telji þeir þörf á því vegna mála eða atburða sem þeir verða vitni að. Þá verður ekki séð að skólar geti haft eftirlit með því að slíkum trúnaðaryfirlýsingum sé framfylgt.“ Þarna er vísað í þá kröfu skólanna að foreldrar og forráðamenn undirriti trúnaðaryfirlýsingu þess efnis um að allt sem þeir verði vitni að innan veggja skólanna sé trúnaðarmál. Á þetta sér enga stoð í persónuverndarlögum að sögn Persónuverndar.Hafa skilning á því að allir séu að reyna að vanda sig Helga bendir á að nýja löggjöfin hafi fengið mikla athygli og að fólk sé að velta fyrir sér hvenær sektum verði beitt. „Þess vegna eru allir að reyna að vanda sig og við höfum fullan skilning á því en að sama skapi virðist kannski sem að það séu líka að koma inn atriði sem ekki er hægt að heimfæra til persónuverndarlaga. Þess vegna reyndum við að útskýra þau atriði eins nákvæmlega og við gátum,“ segir Helga.Ábendingu Persónuverndar vegna þessa má sjá í heild sinni hér.
Persónuvernd Tengdar fréttir Segir mikilvægt að fagna nýrri persónuverndarlöggjöf Seinna í þessum mánuði verða innleidd ný persónuverndarlög hér á landi og starfar fjöldi fólks við undibrúning þeirra. 16. maí 2018 18:34 Persónuvernd of fáliðuð til að takast á við breytingarnar "Það má búast við að einhverjir hnökrar verði í byrjun, þannig hefur það verið annars staðar í Evrópu,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. 16. júlí 2018 06:00 Myndbirtingar á Facebook geti bitnað á börnum Persónuvernd hvetur fólk til að fara sér hægt í myndbirtingu af grunuðum afbrotamönnum á Facebook. 14. október 2018 21:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Innlent Fleiri fréttir Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Sjá meira
Segir mikilvægt að fagna nýrri persónuverndarlöggjöf Seinna í þessum mánuði verða innleidd ný persónuverndarlög hér á landi og starfar fjöldi fólks við undibrúning þeirra. 16. maí 2018 18:34
Persónuvernd of fáliðuð til að takast á við breytingarnar "Það má búast við að einhverjir hnökrar verði í byrjun, þannig hefur það verið annars staðar í Evrópu,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. 16. júlí 2018 06:00
Myndbirtingar á Facebook geti bitnað á börnum Persónuvernd hvetur fólk til að fara sér hægt í myndbirtingu af grunuðum afbrotamönnum á Facebook. 14. október 2018 21:00