Áróra skrifaðist á við bandarískan fanga sem komst óvænt undan aftöku Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2018 22:30 Hugmyndin kviknaði á ritstjórnarfundi skólablaðs Menntaskólans við Hamrahlíð, að sögn Áróru Bergsdóttur sem sést hér til vinstri á mynd. Hægra megin má sjá Bart Whitaker, fanga og pennavin Áróru, Vísir/Samsett Áróra Bergsdóttir, sem gerðist pennavinkona fjögurra bandarískra fanga fyrir um einu og hálfu ári, var fegin þegar hún frétti að dauðadómur eins pennavinsins, Bart Whitaker, hefði verið mildaður. Bart var dæmdur til dauða fyrir að hafa skipulagt morð á fjölskyldu sinni en lífi hans var þyrmt í gærkvöldi, á síðustu stundu. Hugmyndin að bréfaskriftunum kviknaði á ritstjórnarfundi Beneventum, skólablaðs MH, fyrir um einu og hálfu ári síðan. Áróra setti sig því í samband við fjóra fanga í gegnum vefsíðuna Friendsbeyondthewall.com og skrifaði svo um samskiptin í skólablaðinu. Á vefsíðunni er að finna fjölda fanga í bandarískum fangelsum sem auglýsa eftir pennavinum.Fyrsti hluti bréfs sem Bart Whitaker sendi Áróru úr fangelsinu í Texas.Áróra BergsdóttirFaðirinn barðist fyrir lífi sonar síns Í samtali við Vísi segir Áróra samskiptin við tvo af föngunum fjórum hafa gengið best, þar á meðal við Bandaríkjamanninn Carl Weekes, sem karakter Dwayne Johnsons var byggður á í kvikmyndinni Pain & Gain. Hinn fanginn var téður Bart Whitaker. Hann var dæmdur til dauða árið 2003 fyrir að ráða leigumorðingja til að myrða fjölskyldu sína. Leigumorðinginn myrti móður Barts og bróður en faðir hans lifði morðtilraunina af. Dómur Barts var mildaður á síðustu stundu, nánar tiltekið í gær, og var breytt í lífstíðarfangelsi en til stóð að taka hann af lífi í gærkvöldi. Faðir Barts, Kent, hafði síðustu ár barist ötullega fyrir því að lífi sonarins yrði þyrmt. Höfðu bæði áhuga á filmuljósmyndunAðspurð segist Áróra, sem hefur ekki sett sig í samband við Bart um nokkurt skeið, hafa verið ótrúlega fegin fréttunum. „Þetta var svo merkilegt í gær, pabbi sendi mér link á frétt klukkan svona eitt um nóttina og spurði: Vinur þinn? Svo las ég þessa grein og var bara himinlifandi.“ Áróra og Bart skrifuðust á í u.þ.b. níu mánuði og ræddu ýmislegt sín á milli. Í fyrsta svarbréfinu sem Áróra fékk sent frá Bart skrifar hann m.a. um áhuga sinn á Íslandi og bókmenntum. „Við vorum góðir félagar. Við byrjuðum að spjalla um basic hluti, hvernig er að vera í fangelsi og hvernig er að vera frjáls úti í heimi,“ segir Áróra. Umræðuefnin urðu svo persónubundnari eftir því sem fleiri bréf fóru þeim á milli og að sögn Áróru deildu þau áhuga á hjólreiðum og filmuljósmyndun. „Svo er hann mjög pólitískur og er með blogg þar sem hann berst fyrif betri framkomu í garð fanga í Bandaríkjunum. Það er stór hluti af því af hverju mér finnst svo gott að hann hafi ekki dáið í gær. Þá getur hann haldið áfram að berjast.“ Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Áróra Bergsdóttir, sem gerðist pennavinkona fjögurra bandarískra fanga fyrir um einu og hálfu ári, var fegin þegar hún frétti að dauðadómur eins pennavinsins, Bart Whitaker, hefði verið mildaður. Bart var dæmdur til dauða fyrir að hafa skipulagt morð á fjölskyldu sinni en lífi hans var þyrmt í gærkvöldi, á síðustu stundu. Hugmyndin að bréfaskriftunum kviknaði á ritstjórnarfundi Beneventum, skólablaðs MH, fyrir um einu og hálfu ári síðan. Áróra setti sig því í samband við fjóra fanga í gegnum vefsíðuna Friendsbeyondthewall.com og skrifaði svo um samskiptin í skólablaðinu. Á vefsíðunni er að finna fjölda fanga í bandarískum fangelsum sem auglýsa eftir pennavinum.Fyrsti hluti bréfs sem Bart Whitaker sendi Áróru úr fangelsinu í Texas.Áróra BergsdóttirFaðirinn barðist fyrir lífi sonar síns Í samtali við Vísi segir Áróra samskiptin við tvo af föngunum fjórum hafa gengið best, þar á meðal við Bandaríkjamanninn Carl Weekes, sem karakter Dwayne Johnsons var byggður á í kvikmyndinni Pain & Gain. Hinn fanginn var téður Bart Whitaker. Hann var dæmdur til dauða árið 2003 fyrir að ráða leigumorðingja til að myrða fjölskyldu sína. Leigumorðinginn myrti móður Barts og bróður en faðir hans lifði morðtilraunina af. Dómur Barts var mildaður á síðustu stundu, nánar tiltekið í gær, og var breytt í lífstíðarfangelsi en til stóð að taka hann af lífi í gærkvöldi. Faðir Barts, Kent, hafði síðustu ár barist ötullega fyrir því að lífi sonarins yrði þyrmt. Höfðu bæði áhuga á filmuljósmyndunAðspurð segist Áróra, sem hefur ekki sett sig í samband við Bart um nokkurt skeið, hafa verið ótrúlega fegin fréttunum. „Þetta var svo merkilegt í gær, pabbi sendi mér link á frétt klukkan svona eitt um nóttina og spurði: Vinur þinn? Svo las ég þessa grein og var bara himinlifandi.“ Áróra og Bart skrifuðust á í u.þ.b. níu mánuði og ræddu ýmislegt sín á milli. Í fyrsta svarbréfinu sem Áróra fékk sent frá Bart skrifar hann m.a. um áhuga sinn á Íslandi og bókmenntum. „Við vorum góðir félagar. Við byrjuðum að spjalla um basic hluti, hvernig er að vera í fangelsi og hvernig er að vera frjáls úti í heimi,“ segir Áróra. Umræðuefnin urðu svo persónubundnari eftir því sem fleiri bréf fóru þeim á milli og að sögn Áróru deildu þau áhuga á hjólreiðum og filmuljósmyndun. „Svo er hann mjög pólitískur og er með blogg þar sem hann berst fyrif betri framkomu í garð fanga í Bandaríkjunum. Það er stór hluti af því af hverju mér finnst svo gott að hann hafi ekki dáið í gær. Þá getur hann haldið áfram að berjast.“
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira