Miðflokkur Sigmundar tekinn fyrir á Twitter: „X-M? Er það fyrir alla með exem?“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. september 2017 19:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, býður fram undir listabókstafnum M, X-M. vísir/auðunn Nýr flokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, heitir Miðflokkurinn en tilkynnt var um nafnið í dag. Miðflokkurinn mun bjóða fram undir listabókstafnum M, X-M, og þykir netverjum mörgum valið á bókstafnum spaugilegt. „X-M“ þykir hljóma eins og „exem“, langvinnur húðsjúkdómur sem veldur kláða, roða, þurrki og sprungum í húð. Þetta hafa notendur samfélagsmiðla keppst við að benda á en Vísir hefur tekið saman brot af því helsta sem birst hefur um málið á Twitter og Facebook.Loksins þegar samfaraflokksdjókarnir voru í rénun, þá koma exemdjókarnir.— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) September 28, 2017 Bragi Valdimar Skúlason, þúsundþjalasmiður, fléttaði Framfarafélag Sigmundar Davíðs inn í sinn brandara og þá vandaði rithöfundurinn og myndlistarmaðurinn Hugleikur Dagsson Sigmundi ekki kveðjurnar í stöðuuppfærslu á Facebook - í gríni þó.Samvinnuflokkur Björns Inga Hrafnssonar hefur enn fremur ákveðið að sameinast Miðflokki Sigmundar Davíðs en tilkynnt var formlega um samstarfið í dag. Báðir voru þeir Björn Ingi og Sigmundur Davíð áhrifamiklir menn innan Framsóknarflokksins en hafa sagt skilið við hann eftir mikil innanflokksátök, sem náðu eflaust hámarki í október í fyrra þegar Sigurður Ingi Jóhannsson felldi Sigmund Davíð í formannskosningu flokksins. Samkvæmt nýrri könnun MMR fengi flokkur Sigmundar Davíðs 7,3 prósent atkvæða ef kosið yrði í dag og mælist stærri en Viðreisn, Björt framtíð og Framsóknarflokkurinn sem mælist með 6,4 prósent.Nýi flokkur Sigmundar Davíðs mun nota listabókstafinn M. (X-M.) Hver vill ekki Exemm?— Daníel Geir Moritz (@DanelGeirMoritz) September 28, 2017 Þar höfum við það. Miðflokkurinn, flokkur Sigmundar, mun bjóða sig fram undir listabókstafnum EXEM— Þorsteinn Björnsson (@kristnihald) September 28, 2017 X-M = Exem. Tilviljun? Æ dónt þínk só beibí!— Örn Gunnþórsson (@ossigunn) September 28, 2017 Ok Sigmundur er að hjóla beint í fylgi Grínflokksins með þessu exem gríni. Við sjáum hver hlær síðast, kallinn minn.— $v1 (@SveinnKjarval) September 28, 2017 Öh.... X-M? Er það fyrir alla með exem, eða fær maður kannski exem ef maður kýs M?— R. Mutt (@skarist) September 28, 2017 Gott við X-M #exem #kosningar2017 pic.twitter.com/vLLhpCFypH— KonniWaage (@konninn) September 28, 2017 Kosningar 2017 Tengdar fréttir Formaður Framsóknar segir Sigmund Davíð hafa glatað trausti flokks og þjóðar Formaður Framsóknarflokksins segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson hafa misst traust þjóðarinnar og fólks innan Framsóknarflokksins vegna Wintrismálsins og Panama skjalanna þegar yfir tuttugu þúsund manns mættu til mótmæla á Austurvelli. 28. september 2017 19:02 Nýr flokkur Sigmundar heitir Miðflokkurinn 28. september 2017 16:29 Nýr flokkur Björns Inga sameinast nýrri hreyfingu Sigmundar Davíðs Björn Ingi segir það heillavænlegra að sameina krafta framfarasinnaðs fólks í stað þess að dreifa þeim og því muni Samvinnufólk glaðbeitt ganga til liðs við miðjuhreyfingu Sigmundar Davíðs. 28. september 2017 10:52 Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Fleiri fréttir Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Sjá meira
Nýr flokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, heitir Miðflokkurinn en tilkynnt var um nafnið í dag. Miðflokkurinn mun bjóða fram undir listabókstafnum M, X-M, og þykir netverjum mörgum valið á bókstafnum spaugilegt. „X-M“ þykir hljóma eins og „exem“, langvinnur húðsjúkdómur sem veldur kláða, roða, þurrki og sprungum í húð. Þetta hafa notendur samfélagsmiðla keppst við að benda á en Vísir hefur tekið saman brot af því helsta sem birst hefur um málið á Twitter og Facebook.Loksins þegar samfaraflokksdjókarnir voru í rénun, þá koma exemdjókarnir.— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) September 28, 2017 Bragi Valdimar Skúlason, þúsundþjalasmiður, fléttaði Framfarafélag Sigmundar Davíðs inn í sinn brandara og þá vandaði rithöfundurinn og myndlistarmaðurinn Hugleikur Dagsson Sigmundi ekki kveðjurnar í stöðuuppfærslu á Facebook - í gríni þó.Samvinnuflokkur Björns Inga Hrafnssonar hefur enn fremur ákveðið að sameinast Miðflokki Sigmundar Davíðs en tilkynnt var formlega um samstarfið í dag. Báðir voru þeir Björn Ingi og Sigmundur Davíð áhrifamiklir menn innan Framsóknarflokksins en hafa sagt skilið við hann eftir mikil innanflokksátök, sem náðu eflaust hámarki í október í fyrra þegar Sigurður Ingi Jóhannsson felldi Sigmund Davíð í formannskosningu flokksins. Samkvæmt nýrri könnun MMR fengi flokkur Sigmundar Davíðs 7,3 prósent atkvæða ef kosið yrði í dag og mælist stærri en Viðreisn, Björt framtíð og Framsóknarflokkurinn sem mælist með 6,4 prósent.Nýi flokkur Sigmundar Davíðs mun nota listabókstafinn M. (X-M.) Hver vill ekki Exemm?— Daníel Geir Moritz (@DanelGeirMoritz) September 28, 2017 Þar höfum við það. Miðflokkurinn, flokkur Sigmundar, mun bjóða sig fram undir listabókstafnum EXEM— Þorsteinn Björnsson (@kristnihald) September 28, 2017 X-M = Exem. Tilviljun? Æ dónt þínk só beibí!— Örn Gunnþórsson (@ossigunn) September 28, 2017 Ok Sigmundur er að hjóla beint í fylgi Grínflokksins með þessu exem gríni. Við sjáum hver hlær síðast, kallinn minn.— $v1 (@SveinnKjarval) September 28, 2017 Öh.... X-M? Er það fyrir alla með exem, eða fær maður kannski exem ef maður kýs M?— R. Mutt (@skarist) September 28, 2017 Gott við X-M #exem #kosningar2017 pic.twitter.com/vLLhpCFypH— KonniWaage (@konninn) September 28, 2017
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Formaður Framsóknar segir Sigmund Davíð hafa glatað trausti flokks og þjóðar Formaður Framsóknarflokksins segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson hafa misst traust þjóðarinnar og fólks innan Framsóknarflokksins vegna Wintrismálsins og Panama skjalanna þegar yfir tuttugu þúsund manns mættu til mótmæla á Austurvelli. 28. september 2017 19:02 Nýr flokkur Sigmundar heitir Miðflokkurinn 28. september 2017 16:29 Nýr flokkur Björns Inga sameinast nýrri hreyfingu Sigmundar Davíðs Björn Ingi segir það heillavænlegra að sameina krafta framfarasinnaðs fólks í stað þess að dreifa þeim og því muni Samvinnufólk glaðbeitt ganga til liðs við miðjuhreyfingu Sigmundar Davíðs. 28. september 2017 10:52 Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Fleiri fréttir Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Sjá meira
Formaður Framsóknar segir Sigmund Davíð hafa glatað trausti flokks og þjóðar Formaður Framsóknarflokksins segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson hafa misst traust þjóðarinnar og fólks innan Framsóknarflokksins vegna Wintrismálsins og Panama skjalanna þegar yfir tuttugu þúsund manns mættu til mótmæla á Austurvelli. 28. september 2017 19:02
Nýr flokkur Björns Inga sameinast nýrri hreyfingu Sigmundar Davíðs Björn Ingi segir það heillavænlegra að sameina krafta framfarasinnaðs fólks í stað þess að dreifa þeim og því muni Samvinnufólk glaðbeitt ganga til liðs við miðjuhreyfingu Sigmundar Davíðs. 28. september 2017 10:52