Miðflokkur Sigmundar tekinn fyrir á Twitter: „X-M? Er það fyrir alla með exem?“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. september 2017 19:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, býður fram undir listabókstafnum M, X-M. vísir/auðunn Nýr flokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, heitir Miðflokkurinn en tilkynnt var um nafnið í dag. Miðflokkurinn mun bjóða fram undir listabókstafnum M, X-M, og þykir netverjum mörgum valið á bókstafnum spaugilegt. „X-M“ þykir hljóma eins og „exem“, langvinnur húðsjúkdómur sem veldur kláða, roða, þurrki og sprungum í húð. Þetta hafa notendur samfélagsmiðla keppst við að benda á en Vísir hefur tekið saman brot af því helsta sem birst hefur um málið á Twitter og Facebook.Loksins þegar samfaraflokksdjókarnir voru í rénun, þá koma exemdjókarnir.— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) September 28, 2017 Bragi Valdimar Skúlason, þúsundþjalasmiður, fléttaði Framfarafélag Sigmundar Davíðs inn í sinn brandara og þá vandaði rithöfundurinn og myndlistarmaðurinn Hugleikur Dagsson Sigmundi ekki kveðjurnar í stöðuuppfærslu á Facebook - í gríni þó.Samvinnuflokkur Björns Inga Hrafnssonar hefur enn fremur ákveðið að sameinast Miðflokki Sigmundar Davíðs en tilkynnt var formlega um samstarfið í dag. Báðir voru þeir Björn Ingi og Sigmundur Davíð áhrifamiklir menn innan Framsóknarflokksins en hafa sagt skilið við hann eftir mikil innanflokksátök, sem náðu eflaust hámarki í október í fyrra þegar Sigurður Ingi Jóhannsson felldi Sigmund Davíð í formannskosningu flokksins. Samkvæmt nýrri könnun MMR fengi flokkur Sigmundar Davíðs 7,3 prósent atkvæða ef kosið yrði í dag og mælist stærri en Viðreisn, Björt framtíð og Framsóknarflokkurinn sem mælist með 6,4 prósent.Nýi flokkur Sigmundar Davíðs mun nota listabókstafinn M. (X-M.) Hver vill ekki Exemm?— Daníel Geir Moritz (@DanelGeirMoritz) September 28, 2017 Þar höfum við það. Miðflokkurinn, flokkur Sigmundar, mun bjóða sig fram undir listabókstafnum EXEM— Þorsteinn Björnsson (@kristnihald) September 28, 2017 X-M = Exem. Tilviljun? Æ dónt þínk só beibí!— Örn Gunnþórsson (@ossigunn) September 28, 2017 Ok Sigmundur er að hjóla beint í fylgi Grínflokksins með þessu exem gríni. Við sjáum hver hlær síðast, kallinn minn.— $v1 (@SveinnKjarval) September 28, 2017 Öh.... X-M? Er það fyrir alla með exem, eða fær maður kannski exem ef maður kýs M?— R. Mutt (@skarist) September 28, 2017 Gott við X-M #exem #kosningar2017 pic.twitter.com/vLLhpCFypH— KonniWaage (@konninn) September 28, 2017 Kosningar 2017 Tengdar fréttir Formaður Framsóknar segir Sigmund Davíð hafa glatað trausti flokks og þjóðar Formaður Framsóknarflokksins segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson hafa misst traust þjóðarinnar og fólks innan Framsóknarflokksins vegna Wintrismálsins og Panama skjalanna þegar yfir tuttugu þúsund manns mættu til mótmæla á Austurvelli. 28. september 2017 19:02 Nýr flokkur Sigmundar heitir Miðflokkurinn 28. september 2017 16:29 Nýr flokkur Björns Inga sameinast nýrri hreyfingu Sigmundar Davíðs Björn Ingi segir það heillavænlegra að sameina krafta framfarasinnaðs fólks í stað þess að dreifa þeim og því muni Samvinnufólk glaðbeitt ganga til liðs við miðjuhreyfingu Sigmundar Davíðs. 28. september 2017 10:52 Mest lesið Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Lífið Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys Lífið Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Lífið „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Lífið Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Lífið Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Lífið Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Bíó og sjónvarp Eyddi Youtube síðu sonarins Lífið Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Lífið Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Kynntust í fyrri seríunni Unnur Eggerts og Travis eiga von á öðru barni Skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við „Verð hálf abbó þegar steggjamyndböndin eru sýnd“ „Ég sparka bara í þig á eftir“ Sögð hafa slitið trúlofuninni Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Teri Garr látin Gerður í Blush gladdi konur í Köben Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Støre lét sig ekki vanta í Sundhöllina Bündchen 44 ára og ólétt Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Sjá meira
Nýr flokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, heitir Miðflokkurinn en tilkynnt var um nafnið í dag. Miðflokkurinn mun bjóða fram undir listabókstafnum M, X-M, og þykir netverjum mörgum valið á bókstafnum spaugilegt. „X-M“ þykir hljóma eins og „exem“, langvinnur húðsjúkdómur sem veldur kláða, roða, þurrki og sprungum í húð. Þetta hafa notendur samfélagsmiðla keppst við að benda á en Vísir hefur tekið saman brot af því helsta sem birst hefur um málið á Twitter og Facebook.Loksins þegar samfaraflokksdjókarnir voru í rénun, þá koma exemdjókarnir.— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) September 28, 2017 Bragi Valdimar Skúlason, þúsundþjalasmiður, fléttaði Framfarafélag Sigmundar Davíðs inn í sinn brandara og þá vandaði rithöfundurinn og myndlistarmaðurinn Hugleikur Dagsson Sigmundi ekki kveðjurnar í stöðuuppfærslu á Facebook - í gríni þó.Samvinnuflokkur Björns Inga Hrafnssonar hefur enn fremur ákveðið að sameinast Miðflokki Sigmundar Davíðs en tilkynnt var formlega um samstarfið í dag. Báðir voru þeir Björn Ingi og Sigmundur Davíð áhrifamiklir menn innan Framsóknarflokksins en hafa sagt skilið við hann eftir mikil innanflokksátök, sem náðu eflaust hámarki í október í fyrra þegar Sigurður Ingi Jóhannsson felldi Sigmund Davíð í formannskosningu flokksins. Samkvæmt nýrri könnun MMR fengi flokkur Sigmundar Davíðs 7,3 prósent atkvæða ef kosið yrði í dag og mælist stærri en Viðreisn, Björt framtíð og Framsóknarflokkurinn sem mælist með 6,4 prósent.Nýi flokkur Sigmundar Davíðs mun nota listabókstafinn M. (X-M.) Hver vill ekki Exemm?— Daníel Geir Moritz (@DanelGeirMoritz) September 28, 2017 Þar höfum við það. Miðflokkurinn, flokkur Sigmundar, mun bjóða sig fram undir listabókstafnum EXEM— Þorsteinn Björnsson (@kristnihald) September 28, 2017 X-M = Exem. Tilviljun? Æ dónt þínk só beibí!— Örn Gunnþórsson (@ossigunn) September 28, 2017 Ok Sigmundur er að hjóla beint í fylgi Grínflokksins með þessu exem gríni. Við sjáum hver hlær síðast, kallinn minn.— $v1 (@SveinnKjarval) September 28, 2017 Öh.... X-M? Er það fyrir alla með exem, eða fær maður kannski exem ef maður kýs M?— R. Mutt (@skarist) September 28, 2017 Gott við X-M #exem #kosningar2017 pic.twitter.com/vLLhpCFypH— KonniWaage (@konninn) September 28, 2017
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Formaður Framsóknar segir Sigmund Davíð hafa glatað trausti flokks og þjóðar Formaður Framsóknarflokksins segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson hafa misst traust þjóðarinnar og fólks innan Framsóknarflokksins vegna Wintrismálsins og Panama skjalanna þegar yfir tuttugu þúsund manns mættu til mótmæla á Austurvelli. 28. september 2017 19:02 Nýr flokkur Sigmundar heitir Miðflokkurinn 28. september 2017 16:29 Nýr flokkur Björns Inga sameinast nýrri hreyfingu Sigmundar Davíðs Björn Ingi segir það heillavænlegra að sameina krafta framfarasinnaðs fólks í stað þess að dreifa þeim og því muni Samvinnufólk glaðbeitt ganga til liðs við miðjuhreyfingu Sigmundar Davíðs. 28. september 2017 10:52 Mest lesið Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Lífið Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys Lífið Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Lífið „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Lífið Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Lífið Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Lífið Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Bíó og sjónvarp Eyddi Youtube síðu sonarins Lífið Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Lífið Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Kynntust í fyrri seríunni Unnur Eggerts og Travis eiga von á öðru barni Skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við „Verð hálf abbó þegar steggjamyndböndin eru sýnd“ „Ég sparka bara í þig á eftir“ Sögð hafa slitið trúlofuninni Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Teri Garr látin Gerður í Blush gladdi konur í Köben Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Støre lét sig ekki vanta í Sundhöllina Bündchen 44 ára og ólétt Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Sjá meira
Formaður Framsóknar segir Sigmund Davíð hafa glatað trausti flokks og þjóðar Formaður Framsóknarflokksins segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson hafa misst traust þjóðarinnar og fólks innan Framsóknarflokksins vegna Wintrismálsins og Panama skjalanna þegar yfir tuttugu þúsund manns mættu til mótmæla á Austurvelli. 28. september 2017 19:02
Nýr flokkur Björns Inga sameinast nýrri hreyfingu Sigmundar Davíðs Björn Ingi segir það heillavænlegra að sameina krafta framfarasinnaðs fólks í stað þess að dreifa þeim og því muni Samvinnufólk glaðbeitt ganga til liðs við miðjuhreyfingu Sigmundar Davíðs. 28. september 2017 10:52