Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur sent nýkjörnum forseta Frakklands, Emmanuel Macron, heillaóskir í tilefni af embættistöku hans í dag.
Guðni minnir í kveðju sinni á þau miklu verkefni sem blasi við í Frakklandi og víðar í Evrópu, áskoranir og hættur sem og nauðsyn þess að verja grundvallarmannréttindi á borð við málfrelsi, trúfrelsi, jafnrétti og öryggi.
Hann nefnir jafnframt margþætt og góð samskipti Frakka og Íslendinga, sem raunar hafi staðið í margar aldir, og að sameiginlegri sýn í umhverfismálum.
Þá óski Íslendingar nýju forseta velfarnaðar í hinu vandasama starfi.
Guðni sendir Macron heillaóskir

Tengdar fréttir

Macron nýr forseti Frakklands
Emmanuel Macron var í dag settur í embætti Frakklandsforseta í Elysée-höllinni í París.