Miklar annir vegna óveðursins ástæða 45 mínútna biðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. nóvember 2017 10:25 Þórhildur lá á vellinum í um fjörutíu mínútur. Vísir Miklar annir hjá sjúkraflutningamönnum á höfuðborgarsvæðinu í gær vegna óveðursins virðast hafa orðið til þess að um 45 mínútur liðu frá því Þórhildur Braga Þórðardóttir slasaðist í leik Hauka og ÍBV í Olísdeild kvenna í handbolta í gær og þangað til sjúkrabíll kom á vettvang. Sem betur fer virðast meiðsli Þórhildar ekki jafnalvarleg og óttast var. Þórhildur, sem spilar stöðu leikstjórnanda hjá Haukum, fékk þungt högg á höfuðið á 33. mínútu leiksins. Lá hún eftir og huguðu sjúkraþjálfarar beggja liða að líðan hennar. „Sjúkraþjálfarar beggja liða vildu ekki taka neinn séns. Þeir ætluðu að rétta hana við en þá fékk hún sting upp í haus og ákveðið var að taka enga sénsa með þetta,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari Hauka, við Vísi í gær. Um 45 mínútum eftir slysið var Þórhildur flutt á börum frá Schenkerhöllinni að Ásvöllum í Hafnarfirði.Þórhildur Braga Þórðardóttir, leikstjórnandi Hauka.Vísir/StefánÓttar Karlsson, innivarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir afar miklar annir hafa verið í gærkvöldi. Hann var sjálfur ekki á vakt í gær en var mættur á vaktina í morgun. Hann sagðist telja allar líkur á því að af þeim sökum hafi ekki verið hægt að koma sjúkrabíl fyrr á svæðið. „Ég get ekki ímyndað mér en það hafi verið annað en vegna anna. Það var klikkað að gera. Það voru 35 útköll sjúkrabíla og rúmlega 20 útköll dælubíla á vaktinni,“ segir Óttar. Vaktin sem um ræðir hófst 19:30 og stóð til klukkan 7:30 í morgun. Reikna megi með því að önnur útköll hafi verið í meiri forgangi á þeim tíma sem slysið varð. Hefur Vísir sent Neyðarlínunni fyrirspurn vegna málsins. „Þórhildur fór í myndatökur í gær til að taka af allan vafa að það væru ekki frekari áverkar. Það kom allt vel út og hún fékk að fara heim í nótt,“ segir Elías Már í samtali við Vísi í morgun. Þórhildur hafi fengið mikið högg. „Mér skilst að hún hafi rotast og hún mundi ekkert eftir atvikinu. Hún fékk heilahristing og höggið var augljóslega meira en maður hélt í fyrstu. Hún virðist hafa fengið hné aftan í hnakkann. Hún mun nú fá þann tíma sem hún þarf til þess að jafna sig.“ Reikna má með því að Þórhildur missi í það minnsta af næsta leik Hauka gegn Val á miðvikudaginn. Haukar lögðu ÍBV 26-22 í gærkvöldi og komust með sigrinum upp fyrir ÍBV og í annað sæti deildarinnar.Uppfært klukkan 11:15Elva Björnsdóttir, gæða- og varðstofustjóri hjá Neyðarlínunni, segir í samtali við Vísi að rúmlega hálftími hafi liðið frá því að símtal barst og þangað til sjúkraflutningsmenn mættu á svæðið.Hún útskýrir að starfsmenn Neyðarlínunnar hafi metið málið sem svo að það væri ekki forgangsmál. Annir hafi verið miklar sem útskýri tafir á sjúkrabíl. „Það er ekkert óeðlilegt við þetta mál nema þetta tekur langan tíma,“ segir Elva. Aðspurð segir hún að vel hefði komið til greina að óska eftir aðstoð björgunarsveita hefði málið verið metið í háum forgangi. Veður Tengdar fréttir Þórhildur Braga rotaðist en er á batavegi Meiðsli handknattleikskonunnar Þórhildar Brögu Þórðardóttur eru ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu. 6. nóvember 2017 10:45 Elías: Líðan Þórhildar skiptir meira máli en handbolti "Líðan Þórhildar skiptir meira máli en handbolti,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari kvennaliðs Hauka, eftir sigur þeirra gegn ÍBV í kvöld. Seinni hálfleikurinn fór heldur óskemmtilega á stað því á 33. mínútu meiddist leikmaður Hauka, Þórhildur Braga Þórðardóttir, alvarlega. 5. nóvember 2017 23:26 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 26-22 | Fjórði sigur Haukakvenna í röð Haukakonur héldu áfram sigurgöngu sinni í Olís-deild kvenna í kvöld þegar þær unnu fjögurra marka sigur á ÍBV, 26-22, á Ásvöllum. Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti stórleik í marki Hauka. Haukar fóru fyrir vikið upp fyrir ÍBV-iðið og í annað sæti deildarinnar en þetta var fjórði sigur liðsins í röð í deildinni. 40 mínútna töf varð á leiknum vegna meiðsla eins leikmanns Hauka. 5. nóvember 2017 23:15 Hátt í fjörutíu mínútna bið eftir sjúkrabíl á Ásvöllum Hlé hefur verið á leik Hauka og ÍBV í Olís deild kvenna í hátt í 40 mínútur þar sem Þórhildur Braga Þórðardóttir liggur meidd á vellinum og bið er eftir sjúkrabíl á svæðið. 5. nóvember 2017 21:14 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Miklar annir hjá sjúkraflutningamönnum á höfuðborgarsvæðinu í gær vegna óveðursins virðast hafa orðið til þess að um 45 mínútur liðu frá því Þórhildur Braga Þórðardóttir slasaðist í leik Hauka og ÍBV í Olísdeild kvenna í handbolta í gær og þangað til sjúkrabíll kom á vettvang. Sem betur fer virðast meiðsli Þórhildar ekki jafnalvarleg og óttast var. Þórhildur, sem spilar stöðu leikstjórnanda hjá Haukum, fékk þungt högg á höfuðið á 33. mínútu leiksins. Lá hún eftir og huguðu sjúkraþjálfarar beggja liða að líðan hennar. „Sjúkraþjálfarar beggja liða vildu ekki taka neinn séns. Þeir ætluðu að rétta hana við en þá fékk hún sting upp í haus og ákveðið var að taka enga sénsa með þetta,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari Hauka, við Vísi í gær. Um 45 mínútum eftir slysið var Þórhildur flutt á börum frá Schenkerhöllinni að Ásvöllum í Hafnarfirði.Þórhildur Braga Þórðardóttir, leikstjórnandi Hauka.Vísir/StefánÓttar Karlsson, innivarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir afar miklar annir hafa verið í gærkvöldi. Hann var sjálfur ekki á vakt í gær en var mættur á vaktina í morgun. Hann sagðist telja allar líkur á því að af þeim sökum hafi ekki verið hægt að koma sjúkrabíl fyrr á svæðið. „Ég get ekki ímyndað mér en það hafi verið annað en vegna anna. Það var klikkað að gera. Það voru 35 útköll sjúkrabíla og rúmlega 20 útköll dælubíla á vaktinni,“ segir Óttar. Vaktin sem um ræðir hófst 19:30 og stóð til klukkan 7:30 í morgun. Reikna megi með því að önnur útköll hafi verið í meiri forgangi á þeim tíma sem slysið varð. Hefur Vísir sent Neyðarlínunni fyrirspurn vegna málsins. „Þórhildur fór í myndatökur í gær til að taka af allan vafa að það væru ekki frekari áverkar. Það kom allt vel út og hún fékk að fara heim í nótt,“ segir Elías Már í samtali við Vísi í morgun. Þórhildur hafi fengið mikið högg. „Mér skilst að hún hafi rotast og hún mundi ekkert eftir atvikinu. Hún fékk heilahristing og höggið var augljóslega meira en maður hélt í fyrstu. Hún virðist hafa fengið hné aftan í hnakkann. Hún mun nú fá þann tíma sem hún þarf til þess að jafna sig.“ Reikna má með því að Þórhildur missi í það minnsta af næsta leik Hauka gegn Val á miðvikudaginn. Haukar lögðu ÍBV 26-22 í gærkvöldi og komust með sigrinum upp fyrir ÍBV og í annað sæti deildarinnar.Uppfært klukkan 11:15Elva Björnsdóttir, gæða- og varðstofustjóri hjá Neyðarlínunni, segir í samtali við Vísi að rúmlega hálftími hafi liðið frá því að símtal barst og þangað til sjúkraflutningsmenn mættu á svæðið.Hún útskýrir að starfsmenn Neyðarlínunnar hafi metið málið sem svo að það væri ekki forgangsmál. Annir hafi verið miklar sem útskýri tafir á sjúkrabíl. „Það er ekkert óeðlilegt við þetta mál nema þetta tekur langan tíma,“ segir Elva. Aðspurð segir hún að vel hefði komið til greina að óska eftir aðstoð björgunarsveita hefði málið verið metið í háum forgangi.
Veður Tengdar fréttir Þórhildur Braga rotaðist en er á batavegi Meiðsli handknattleikskonunnar Þórhildar Brögu Þórðardóttur eru ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu. 6. nóvember 2017 10:45 Elías: Líðan Þórhildar skiptir meira máli en handbolti "Líðan Þórhildar skiptir meira máli en handbolti,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari kvennaliðs Hauka, eftir sigur þeirra gegn ÍBV í kvöld. Seinni hálfleikurinn fór heldur óskemmtilega á stað því á 33. mínútu meiddist leikmaður Hauka, Þórhildur Braga Þórðardóttir, alvarlega. 5. nóvember 2017 23:26 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 26-22 | Fjórði sigur Haukakvenna í röð Haukakonur héldu áfram sigurgöngu sinni í Olís-deild kvenna í kvöld þegar þær unnu fjögurra marka sigur á ÍBV, 26-22, á Ásvöllum. Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti stórleik í marki Hauka. Haukar fóru fyrir vikið upp fyrir ÍBV-iðið og í annað sæti deildarinnar en þetta var fjórði sigur liðsins í röð í deildinni. 40 mínútna töf varð á leiknum vegna meiðsla eins leikmanns Hauka. 5. nóvember 2017 23:15 Hátt í fjörutíu mínútna bið eftir sjúkrabíl á Ásvöllum Hlé hefur verið á leik Hauka og ÍBV í Olís deild kvenna í hátt í 40 mínútur þar sem Þórhildur Braga Þórðardóttir liggur meidd á vellinum og bið er eftir sjúkrabíl á svæðið. 5. nóvember 2017 21:14 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Þórhildur Braga rotaðist en er á batavegi Meiðsli handknattleikskonunnar Þórhildar Brögu Þórðardóttur eru ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu. 6. nóvember 2017 10:45
Elías: Líðan Þórhildar skiptir meira máli en handbolti "Líðan Þórhildar skiptir meira máli en handbolti,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari kvennaliðs Hauka, eftir sigur þeirra gegn ÍBV í kvöld. Seinni hálfleikurinn fór heldur óskemmtilega á stað því á 33. mínútu meiddist leikmaður Hauka, Þórhildur Braga Þórðardóttir, alvarlega. 5. nóvember 2017 23:26
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 26-22 | Fjórði sigur Haukakvenna í röð Haukakonur héldu áfram sigurgöngu sinni í Olís-deild kvenna í kvöld þegar þær unnu fjögurra marka sigur á ÍBV, 26-22, á Ásvöllum. Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti stórleik í marki Hauka. Haukar fóru fyrir vikið upp fyrir ÍBV-iðið og í annað sæti deildarinnar en þetta var fjórði sigur liðsins í röð í deildinni. 40 mínútna töf varð á leiknum vegna meiðsla eins leikmanns Hauka. 5. nóvember 2017 23:15
Hátt í fjörutíu mínútna bið eftir sjúkrabíl á Ásvöllum Hlé hefur verið á leik Hauka og ÍBV í Olís deild kvenna í hátt í 40 mínútur þar sem Þórhildur Braga Þórðardóttir liggur meidd á vellinum og bið er eftir sjúkrabíl á svæðið. 5. nóvember 2017 21:14