Tveggja mánaða fangelsi fyrir að kýla sambýliskonu sína og skalla hana ítrekað Þórdís Valsdóttir skrifar 6. nóvember 2017 20:30 Maðurinn veittist tvisvar sinnum að fyrrverandi sambýliskonu sinni. Vísir/getty Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi síðastliðinn fimmtudag mann í tveggja mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir gegn fyrrverandi sambýliskonu hans. Manninum var gefið að sök að hafa veist tvívegis að konunni á heimili mannsins. Hann játaði sök fyrir dómi og taldi dómurinn því nægilega sannað að hann hafi gerst sekur um þau brot sem hann var borinn sökum. Í fyrri árásinni sló hann konuna hnefahöggi og skallaði hana í andlit. Því næst ýtti hann konunni upp að vegg með því að leggja framhandlegg sinn upp að hálsi hennar og haldið henni þannig fastri. Eftir að hún náði að losa sig réðst maðurinn að henni á ný og hélt henni á gólfinu. Í síðari árásinni réðst hann að konunni með hnefahöggum og skallaði hana ítrekað í andlit. Hann hrinti henni í gólfið svo enni hennar skall í gólfið. Konan hlaut bólgur og mar um allt andlit í kjölfar árásanna. Maðurinn var dæmdur til að greiða konunni 300 þúsund krónur í skaðabætur.Langur sakaferill Maðurinn á langan sakaferil að baki sem teygir sig aftur til ársins 1999. Hann hefur margsinnis verið dæmdur til refsingar fyrir akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Þar að auki hefur hann verið dæmdur í fangelsi fyrir þjófnað, brot gegn valdstjórninni og fyrir að raksa umferðaröryggi og stofna lífi og heilsu vegfaranda í háska með akstri sínum. Hann hefur einnig ítrekað sætt sektum fyrir umferðarlagabrot og hefur verið sviptur ökurétti ævilangt. Dómurinn leit til þess að maðurinn hafi nú í annað sinn ítrekað brot sem tengt er við vísvitandi ofbeldi og leiddi það því til þess að maðurinn hlaut þyngri refsingu en ella. Hins vegar féllst dómurinn á það með manninum að lækka beri refsingu hans vegna þess að árásirnar hafi verið unnar í áflogum. Dóm héraðsdóms í heild sinni má nálgast hér. Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi síðastliðinn fimmtudag mann í tveggja mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir gegn fyrrverandi sambýliskonu hans. Manninum var gefið að sök að hafa veist tvívegis að konunni á heimili mannsins. Hann játaði sök fyrir dómi og taldi dómurinn því nægilega sannað að hann hafi gerst sekur um þau brot sem hann var borinn sökum. Í fyrri árásinni sló hann konuna hnefahöggi og skallaði hana í andlit. Því næst ýtti hann konunni upp að vegg með því að leggja framhandlegg sinn upp að hálsi hennar og haldið henni þannig fastri. Eftir að hún náði að losa sig réðst maðurinn að henni á ný og hélt henni á gólfinu. Í síðari árásinni réðst hann að konunni með hnefahöggum og skallaði hana ítrekað í andlit. Hann hrinti henni í gólfið svo enni hennar skall í gólfið. Konan hlaut bólgur og mar um allt andlit í kjölfar árásanna. Maðurinn var dæmdur til að greiða konunni 300 þúsund krónur í skaðabætur.Langur sakaferill Maðurinn á langan sakaferil að baki sem teygir sig aftur til ársins 1999. Hann hefur margsinnis verið dæmdur til refsingar fyrir akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Þar að auki hefur hann verið dæmdur í fangelsi fyrir þjófnað, brot gegn valdstjórninni og fyrir að raksa umferðaröryggi og stofna lífi og heilsu vegfaranda í háska með akstri sínum. Hann hefur einnig ítrekað sætt sektum fyrir umferðarlagabrot og hefur verið sviptur ökurétti ævilangt. Dómurinn leit til þess að maðurinn hafi nú í annað sinn ítrekað brot sem tengt er við vísvitandi ofbeldi og leiddi það því til þess að maðurinn hlaut þyngri refsingu en ella. Hins vegar féllst dómurinn á það með manninum að lækka beri refsingu hans vegna þess að árásirnar hafi verið unnar í áflogum. Dóm héraðsdóms í heild sinni má nálgast hér.
Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira