Svefnvana og gefa falleinkunn í krísustjórnun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. desember 2017 19:00 Örtröð myndaðist við söluskrifstofu Icelandair á flugvellinum í Keflavík í dag en verkfall flugvirkja félagsins skall á klukkan sex í morgun. Fundur deiluaðila hófst klukkan fimm í dag en samningur var ekki í sjónmáli þegar síðasta fundi var slitið í nótt. Fundur Flugvirkjafélags Íslands og Icelandair fyrir hönd Samtaka atvinnulífsins hófst í húsi ríkissáttasemjara klukkan fimm í dag. Að sögn deiluaðila verður reynt til þrautar að ná samningum í kvöld. Verkfallið hófst klukkan sex í morgun eftir að síðustu viðræður sigldu í strand í nótt. Tuttugu og fjórum flugferðum í dag og á morgun hefur verið aflýst og öðrum hefur verið seinkað. Einhverjum flugum hefur þó verið bætt við í kvöld og eru farþegar beðnir um að fylgjast með flugáætlun. Eftir síðasta fund var ennþá langt á milli deiluaðila en hvorki er sátt um lengd samningsins né hækkanir. Samtök atvinnulífsins hafa boðið samning sem felur í sér hækkanir yfir lengra tímabil en flugvirkjar geta samþykkt. Sigurður Ingi Jóhansson, samgönguráðherra, segir að á þessari stundu sé ekki til skoðunar að setja lög á verkfallið og treystir því að deiluaðilar komist að samkomulagi.Farþegar þurftu að bíða tímunum saman í röð og kvörtuðu undan lélegu upplýsingaflæði.Þjóðverji sem býr í Bandaríkjunum og var á leið heim yfir hátíðirnar frétti af verkfallinu þegar hann lenti í Keflavík í morgun. Síðar var fluginu aflýst og hafði hann beðið í röð við söluskrifstofu Icelandair í fimm tíma þegar við náðum af honum tali. „Icelandair virðist standa á sama eða skorta tilskilda hæfni. Þar sem ég kem frá hefðu æðstu stjórnendur komið, beðist afsökunar og skýrt út hvað væri að gerast. Hér er ekkir. Þetta er vanhæfni í krísstjórnun. Því miður," sagði Klaus Flock á flugvellinum í dag.Hvenær heyrðir þú um verkfallið? „Um tíuleytið held ég. Þegar flugi okkar var aflýst og einhver sagði: „Meðan ég man, það er verkfall."," segja Karen og Matthew Whittaker. „Sjáið röðina. Hvað eru margir að störfum þarna? Þrír?" spurði Karen. „Það er eins og enginn sé að sjá um málin. Þetta fólk gerir sitt besta en við þyrftum nokkra fleiri sölufulltrúa. Fólk er svefnvana hér," saði Klaus. Kvörtunum hefur rignt yfir Icelandair á samfélagsmiðlum en einungis fimm þjónustufulltrúar voru á skrifstofu félagsins í Keflavík í dag þegar fréttastofu bar að garði. Verkfallið getur haft áhrif á allt að tíu þúsund flugfarþega á dag en þeir sem eiga bókun með aflýstu flugi eiga rétt á endurgreiðslu eða breytingu á flugleið. Ef meira en þriggja tíma töf er á flugi eiga farþegar rétt á máltíðum og eftir atvikum hótelgistingu. Verkfall flugvirkja Icelandair Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Örtröð myndaðist við söluskrifstofu Icelandair á flugvellinum í Keflavík í dag en verkfall flugvirkja félagsins skall á klukkan sex í morgun. Fundur deiluaðila hófst klukkan fimm í dag en samningur var ekki í sjónmáli þegar síðasta fundi var slitið í nótt. Fundur Flugvirkjafélags Íslands og Icelandair fyrir hönd Samtaka atvinnulífsins hófst í húsi ríkissáttasemjara klukkan fimm í dag. Að sögn deiluaðila verður reynt til þrautar að ná samningum í kvöld. Verkfallið hófst klukkan sex í morgun eftir að síðustu viðræður sigldu í strand í nótt. Tuttugu og fjórum flugferðum í dag og á morgun hefur verið aflýst og öðrum hefur verið seinkað. Einhverjum flugum hefur þó verið bætt við í kvöld og eru farþegar beðnir um að fylgjast með flugáætlun. Eftir síðasta fund var ennþá langt á milli deiluaðila en hvorki er sátt um lengd samningsins né hækkanir. Samtök atvinnulífsins hafa boðið samning sem felur í sér hækkanir yfir lengra tímabil en flugvirkjar geta samþykkt. Sigurður Ingi Jóhansson, samgönguráðherra, segir að á þessari stundu sé ekki til skoðunar að setja lög á verkfallið og treystir því að deiluaðilar komist að samkomulagi.Farþegar þurftu að bíða tímunum saman í röð og kvörtuðu undan lélegu upplýsingaflæði.Þjóðverji sem býr í Bandaríkjunum og var á leið heim yfir hátíðirnar frétti af verkfallinu þegar hann lenti í Keflavík í morgun. Síðar var fluginu aflýst og hafði hann beðið í röð við söluskrifstofu Icelandair í fimm tíma þegar við náðum af honum tali. „Icelandair virðist standa á sama eða skorta tilskilda hæfni. Þar sem ég kem frá hefðu æðstu stjórnendur komið, beðist afsökunar og skýrt út hvað væri að gerast. Hér er ekkir. Þetta er vanhæfni í krísstjórnun. Því miður," sagði Klaus Flock á flugvellinum í dag.Hvenær heyrðir þú um verkfallið? „Um tíuleytið held ég. Þegar flugi okkar var aflýst og einhver sagði: „Meðan ég man, það er verkfall."," segja Karen og Matthew Whittaker. „Sjáið röðina. Hvað eru margir að störfum þarna? Þrír?" spurði Karen. „Það er eins og enginn sé að sjá um málin. Þetta fólk gerir sitt besta en við þyrftum nokkra fleiri sölufulltrúa. Fólk er svefnvana hér," saði Klaus. Kvörtunum hefur rignt yfir Icelandair á samfélagsmiðlum en einungis fimm þjónustufulltrúar voru á skrifstofu félagsins í Keflavík í dag þegar fréttastofu bar að garði. Verkfallið getur haft áhrif á allt að tíu þúsund flugfarþega á dag en þeir sem eiga bókun með aflýstu flugi eiga rétt á endurgreiðslu eða breytingu á flugleið. Ef meira en þriggja tíma töf er á flugi eiga farþegar rétt á máltíðum og eftir atvikum hótelgistingu.
Verkfall flugvirkja Icelandair Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira