Andar ísköldu á milli Vin Diesel og The Rock: Rifust heiftarlega við tökur á Fast 8 Birgir Olgeirsson skrifar 29. mars 2017 16:15 Vin Diesel og Dwayne The Rock Johnson. Vísir/Getty Það andar köldu á milli vöðvatröllanna Vin Diesel og Dwayne „The Rock“ Johnson eftir atvik sem átti sér stað við tökur á áttundu myndinni í The Fast & Furious-seríunni, The Fate of the Furious, fyrir átta mánuðum síðar. Talsmenn kvikmyndaversins Universal ítrekuðu í ágúst síðastliðnum að Johnson og Diesel hefðu grafið stríðsöxina en raunin er önnur í dag og segir The Hollywood Reporter að það sé augljóst af þeirri staðreynd að Dwayne Johnson er ekki með í för þar sem Vin Diesel kynnir myndina. Universal er til að mynda að kynna myndina á ráðstefnunni CinemaCon í Las Vegas í Bandaríkjunum í dag. Þar verða Vin Diesel og Charlize Theron ásamt stærstu stjörnum myndarinnar, fyrir utan Dwayne Johnson. Heimildarmenn The Hollywood Reporter segja Universal reyna að halda Diesel og Johnson aðskildum á þessum kynningartúr, en myndin verður frumsýnd 14. apríl næstkomandi. Undanfarna daga hefur Johnson verið á Cinemacon til að kynna nýju Baywatch-myndina og nýju Jumanji-myndina. Hann fór til Miami fyrr í dag þar sem tökur á þáttunum Ballers eru að hefjast en fjölmiðlum ytra þótti það sérkennilegt að hann hefði ekki verið aðeins lengur í Las Vegas til að taka þátt í því að kynna The Fate of the Furious ásamt hinum leikurunum. Illdeilur leikaranna hófust þegar tökur á The Fate of the Furious stóðu yfir í Atlanta í fyrra. Diesel er sagður eiga það til að vera fremur óstundvís en þegar átti að taka upp lokasenu hans og Johnson mætti hann of seint, sem varð til þess að sá síðarnefndi ákvað að fá útrás fyrir gremju sinni á Facebook með óbeinum hætti. „Þær konur sem ég leik með í þessari mynd eru alltaf frábærar og ég elska þær. Það er hins vegar ekki hægt að segja það sama um þá karla sem leika með mér,“ skrifaði Johnson og bætti við sumir þeirra væru einskis nýtir. Leiddu þessi skrif til mikils rifrildis á milli Diesel og Johnson en í fjölmiðlum var Diesel sagður sá sem Johnson talaði um á Facebook. Tengdar fréttir Hellingur af Íslandi í nýjustu The Fate of the Furious-stiklunni 9. mars 2017 17:32 Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Sjá meira
Það andar köldu á milli vöðvatröllanna Vin Diesel og Dwayne „The Rock“ Johnson eftir atvik sem átti sér stað við tökur á áttundu myndinni í The Fast & Furious-seríunni, The Fate of the Furious, fyrir átta mánuðum síðar. Talsmenn kvikmyndaversins Universal ítrekuðu í ágúst síðastliðnum að Johnson og Diesel hefðu grafið stríðsöxina en raunin er önnur í dag og segir The Hollywood Reporter að það sé augljóst af þeirri staðreynd að Dwayne Johnson er ekki með í för þar sem Vin Diesel kynnir myndina. Universal er til að mynda að kynna myndina á ráðstefnunni CinemaCon í Las Vegas í Bandaríkjunum í dag. Þar verða Vin Diesel og Charlize Theron ásamt stærstu stjörnum myndarinnar, fyrir utan Dwayne Johnson. Heimildarmenn The Hollywood Reporter segja Universal reyna að halda Diesel og Johnson aðskildum á þessum kynningartúr, en myndin verður frumsýnd 14. apríl næstkomandi. Undanfarna daga hefur Johnson verið á Cinemacon til að kynna nýju Baywatch-myndina og nýju Jumanji-myndina. Hann fór til Miami fyrr í dag þar sem tökur á þáttunum Ballers eru að hefjast en fjölmiðlum ytra þótti það sérkennilegt að hann hefði ekki verið aðeins lengur í Las Vegas til að taka þátt í því að kynna The Fate of the Furious ásamt hinum leikurunum. Illdeilur leikaranna hófust þegar tökur á The Fate of the Furious stóðu yfir í Atlanta í fyrra. Diesel er sagður eiga það til að vera fremur óstundvís en þegar átti að taka upp lokasenu hans og Johnson mætti hann of seint, sem varð til þess að sá síðarnefndi ákvað að fá útrás fyrir gremju sinni á Facebook með óbeinum hætti. „Þær konur sem ég leik með í þessari mynd eru alltaf frábærar og ég elska þær. Það er hins vegar ekki hægt að segja það sama um þá karla sem leika með mér,“ skrifaði Johnson og bætti við sumir þeirra væru einskis nýtir. Leiddu þessi skrif til mikils rifrildis á milli Diesel og Johnson en í fjölmiðlum var Diesel sagður sá sem Johnson talaði um á Facebook.
Tengdar fréttir Hellingur af Íslandi í nýjustu The Fate of the Furious-stiklunni 9. mars 2017 17:32 Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Sjá meira