Andar ísköldu á milli Vin Diesel og The Rock: Rifust heiftarlega við tökur á Fast 8 Birgir Olgeirsson skrifar 29. mars 2017 16:15 Vin Diesel og Dwayne The Rock Johnson. Vísir/Getty Það andar köldu á milli vöðvatröllanna Vin Diesel og Dwayne „The Rock“ Johnson eftir atvik sem átti sér stað við tökur á áttundu myndinni í The Fast & Furious-seríunni, The Fate of the Furious, fyrir átta mánuðum síðar. Talsmenn kvikmyndaversins Universal ítrekuðu í ágúst síðastliðnum að Johnson og Diesel hefðu grafið stríðsöxina en raunin er önnur í dag og segir The Hollywood Reporter að það sé augljóst af þeirri staðreynd að Dwayne Johnson er ekki með í för þar sem Vin Diesel kynnir myndina. Universal er til að mynda að kynna myndina á ráðstefnunni CinemaCon í Las Vegas í Bandaríkjunum í dag. Þar verða Vin Diesel og Charlize Theron ásamt stærstu stjörnum myndarinnar, fyrir utan Dwayne Johnson. Heimildarmenn The Hollywood Reporter segja Universal reyna að halda Diesel og Johnson aðskildum á þessum kynningartúr, en myndin verður frumsýnd 14. apríl næstkomandi. Undanfarna daga hefur Johnson verið á Cinemacon til að kynna nýju Baywatch-myndina og nýju Jumanji-myndina. Hann fór til Miami fyrr í dag þar sem tökur á þáttunum Ballers eru að hefjast en fjölmiðlum ytra þótti það sérkennilegt að hann hefði ekki verið aðeins lengur í Las Vegas til að taka þátt í því að kynna The Fate of the Furious ásamt hinum leikurunum. Illdeilur leikaranna hófust þegar tökur á The Fate of the Furious stóðu yfir í Atlanta í fyrra. Diesel er sagður eiga það til að vera fremur óstundvís en þegar átti að taka upp lokasenu hans og Johnson mætti hann of seint, sem varð til þess að sá síðarnefndi ákvað að fá útrás fyrir gremju sinni á Facebook með óbeinum hætti. „Þær konur sem ég leik með í þessari mynd eru alltaf frábærar og ég elska þær. Það er hins vegar ekki hægt að segja það sama um þá karla sem leika með mér,“ skrifaði Johnson og bætti við sumir þeirra væru einskis nýtir. Leiddu þessi skrif til mikils rifrildis á milli Diesel og Johnson en í fjölmiðlum var Diesel sagður sá sem Johnson talaði um á Facebook. Tengdar fréttir Hellingur af Íslandi í nýjustu The Fate of the Furious-stiklunni 9. mars 2017 17:32 Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Veldu flottasta garð landsins Lífið samstarf Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Það andar köldu á milli vöðvatröllanna Vin Diesel og Dwayne „The Rock“ Johnson eftir atvik sem átti sér stað við tökur á áttundu myndinni í The Fast & Furious-seríunni, The Fate of the Furious, fyrir átta mánuðum síðar. Talsmenn kvikmyndaversins Universal ítrekuðu í ágúst síðastliðnum að Johnson og Diesel hefðu grafið stríðsöxina en raunin er önnur í dag og segir The Hollywood Reporter að það sé augljóst af þeirri staðreynd að Dwayne Johnson er ekki með í för þar sem Vin Diesel kynnir myndina. Universal er til að mynda að kynna myndina á ráðstefnunni CinemaCon í Las Vegas í Bandaríkjunum í dag. Þar verða Vin Diesel og Charlize Theron ásamt stærstu stjörnum myndarinnar, fyrir utan Dwayne Johnson. Heimildarmenn The Hollywood Reporter segja Universal reyna að halda Diesel og Johnson aðskildum á þessum kynningartúr, en myndin verður frumsýnd 14. apríl næstkomandi. Undanfarna daga hefur Johnson verið á Cinemacon til að kynna nýju Baywatch-myndina og nýju Jumanji-myndina. Hann fór til Miami fyrr í dag þar sem tökur á þáttunum Ballers eru að hefjast en fjölmiðlum ytra þótti það sérkennilegt að hann hefði ekki verið aðeins lengur í Las Vegas til að taka þátt í því að kynna The Fate of the Furious ásamt hinum leikurunum. Illdeilur leikaranna hófust þegar tökur á The Fate of the Furious stóðu yfir í Atlanta í fyrra. Diesel er sagður eiga það til að vera fremur óstundvís en þegar átti að taka upp lokasenu hans og Johnson mætti hann of seint, sem varð til þess að sá síðarnefndi ákvað að fá útrás fyrir gremju sinni á Facebook með óbeinum hætti. „Þær konur sem ég leik með í þessari mynd eru alltaf frábærar og ég elska þær. Það er hins vegar ekki hægt að segja það sama um þá karla sem leika með mér,“ skrifaði Johnson og bætti við sumir þeirra væru einskis nýtir. Leiddu þessi skrif til mikils rifrildis á milli Diesel og Johnson en í fjölmiðlum var Diesel sagður sá sem Johnson talaði um á Facebook.
Tengdar fréttir Hellingur af Íslandi í nýjustu The Fate of the Furious-stiklunni 9. mars 2017 17:32 Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Veldu flottasta garð landsins Lífið samstarf Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög