Telja sig vita um tugi kaupenda í umfangsmiklu vændismáli Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. nóvember 2017 18:33 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur sig vita um tugi kaupenda í umfangsmiklu vændismáli sem hún hefur til rannsóknar. Allir verða þeir boðaðir til skýrslutöku á næstunni. Þá er talið að starfsemin hafi verið starfrækt í nokkra mánuði. Greint var frá því á þriðjudag að par, karl og kona, á fertugs og fimmtugsaldri hefði verið handtekið fyrr um daginn vegna gruns um umfangsmikla vændisstarfsemi. Karlinn er Íslendingur en konan af erlendu bergi brotin. Gerð var húsleit í þremur íbúðum á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins og hald lagt á milljónir í reiðfé. Í tveimur íbúðanna voru þrjár konur á þrítugsaldri sem grunur leikur á að Parið hafi gert út í vændi. Parið var úrskurðað í gæsluvarðhald til 6. desember á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi, segir að grunur leiki á að umrædd starfsemi hafi átt sér stað í einhvern tíma. „Við erum að tala um nokkra mánuði en það voru ákveðnar ástæður fyrir því að við ákváðum að grípa inn í á þriðjudaginn,“ segir Snorri en rannsókn lögreglu hafði staðið yfir í um þrjár vikur fyrir þann tíma. Í vikunni hefur lögreglan yfirheyrt sakborningana og vitni í málinu sem eru konurnar þrjár. Til rannsóknar er hvort þær séu þolendur mansals en þeim hefur öllum verið komið í viðeigandi úrræði. Þá er lögreglan einnig að rannsaka kaupendur í málinu. „Við teljum að fjöldi kaupenda hlaupi á tugum en við getum ekki farið nánar út í þær tölur og það verður bara að koma í ljós,“ segir Snorri og bætir við að þeir megi eiga von á því að vera boðaðir til yfirheyrslu hjá lögreglu á næstunni en samkvæmt lögum er refsivert greiða eða heita greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi og geta kaupendur átt von á því að sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári. „Það verður borið undir vitni eða sakborninga, þau gögn sem lögreglan hefur,“ segir Snorri. Snorri segir að málið sé umfangsmikið og óvenjulegt en þetta er fyrsta mál sinnar tegundar hérlendis frá því árið 2009 þegar Catalina Nocogo var sakfelld fyrir milligöngu vændis. Þá segir hann að mikil aukning hafi orðið í framboði vændis í Reykjavík. „Við höfum fengið upplýsingar um fleiri tilfelli það er staðreynd og við munum fylgja eftir því sem við teljum líklegt til árangurs í rannsóknum en ég vil ekki tjá mig um það hvort það séu fleiri svona mál til rannsóknar í dag,“ segir Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi. Tengdar fréttir Parið í gæsluvarðhaldi til 6. desember Par sem grunað er um umfangsmikla vændisstarfsemi var leitt fyrir dómara í hádeginu sem féllst á gæsluvarðhaldsskröfu lögreglu. 22. nóvember 2017 13:30 Par handtekið vegna gruns um vændisstarfsemi Gerð var húsleit á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins í dag. 21. nóvember 2017 16:45 Grunur um umfangsmikla vændisstarfsemi: Lögreglan telur sig vita um kaupendur Lögreglan telur sig vita um einhverja kaupendur í máli þar sem grunur leikur á að par hafi staðið í umfangsmikilli vændisstarfsemi. 21. nóvember 2017 19:58 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur sig vita um tugi kaupenda í umfangsmiklu vændismáli sem hún hefur til rannsóknar. Allir verða þeir boðaðir til skýrslutöku á næstunni. Þá er talið að starfsemin hafi verið starfrækt í nokkra mánuði. Greint var frá því á þriðjudag að par, karl og kona, á fertugs og fimmtugsaldri hefði verið handtekið fyrr um daginn vegna gruns um umfangsmikla vændisstarfsemi. Karlinn er Íslendingur en konan af erlendu bergi brotin. Gerð var húsleit í þremur íbúðum á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins og hald lagt á milljónir í reiðfé. Í tveimur íbúðanna voru þrjár konur á þrítugsaldri sem grunur leikur á að Parið hafi gert út í vændi. Parið var úrskurðað í gæsluvarðhald til 6. desember á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi, segir að grunur leiki á að umrædd starfsemi hafi átt sér stað í einhvern tíma. „Við erum að tala um nokkra mánuði en það voru ákveðnar ástæður fyrir því að við ákváðum að grípa inn í á þriðjudaginn,“ segir Snorri en rannsókn lögreglu hafði staðið yfir í um þrjár vikur fyrir þann tíma. Í vikunni hefur lögreglan yfirheyrt sakborningana og vitni í málinu sem eru konurnar þrjár. Til rannsóknar er hvort þær séu þolendur mansals en þeim hefur öllum verið komið í viðeigandi úrræði. Þá er lögreglan einnig að rannsaka kaupendur í málinu. „Við teljum að fjöldi kaupenda hlaupi á tugum en við getum ekki farið nánar út í þær tölur og það verður bara að koma í ljós,“ segir Snorri og bætir við að þeir megi eiga von á því að vera boðaðir til yfirheyrslu hjá lögreglu á næstunni en samkvæmt lögum er refsivert greiða eða heita greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi og geta kaupendur átt von á því að sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári. „Það verður borið undir vitni eða sakborninga, þau gögn sem lögreglan hefur,“ segir Snorri. Snorri segir að málið sé umfangsmikið og óvenjulegt en þetta er fyrsta mál sinnar tegundar hérlendis frá því árið 2009 þegar Catalina Nocogo var sakfelld fyrir milligöngu vændis. Þá segir hann að mikil aukning hafi orðið í framboði vændis í Reykjavík. „Við höfum fengið upplýsingar um fleiri tilfelli það er staðreynd og við munum fylgja eftir því sem við teljum líklegt til árangurs í rannsóknum en ég vil ekki tjá mig um það hvort það séu fleiri svona mál til rannsóknar í dag,“ segir Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi.
Tengdar fréttir Parið í gæsluvarðhaldi til 6. desember Par sem grunað er um umfangsmikla vændisstarfsemi var leitt fyrir dómara í hádeginu sem féllst á gæsluvarðhaldsskröfu lögreglu. 22. nóvember 2017 13:30 Par handtekið vegna gruns um vændisstarfsemi Gerð var húsleit á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins í dag. 21. nóvember 2017 16:45 Grunur um umfangsmikla vændisstarfsemi: Lögreglan telur sig vita um kaupendur Lögreglan telur sig vita um einhverja kaupendur í máli þar sem grunur leikur á að par hafi staðið í umfangsmikilli vændisstarfsemi. 21. nóvember 2017 19:58 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Parið í gæsluvarðhaldi til 6. desember Par sem grunað er um umfangsmikla vændisstarfsemi var leitt fyrir dómara í hádeginu sem féllst á gæsluvarðhaldsskröfu lögreglu. 22. nóvember 2017 13:30
Par handtekið vegna gruns um vændisstarfsemi Gerð var húsleit á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins í dag. 21. nóvember 2017 16:45
Grunur um umfangsmikla vændisstarfsemi: Lögreglan telur sig vita um kaupendur Lögreglan telur sig vita um einhverja kaupendur í máli þar sem grunur leikur á að par hafi staðið í umfangsmikilli vændisstarfsemi. 21. nóvember 2017 19:58