Sigmundur Davíð glottir yfir sárindum RÚVara Jakob Bjarnar skrifar 27. febrúar 2017 11:03 Sigmar Guðmundsson segir tilnefningar til blaðamannaverðlauna hneyksli en Sigmundur Davíð gefur ekki mikið fyrir það. Nýverið var tilkynnt um tilnefningar til blaðamannaverðlauna Blaðamannafélags Íslands. Ýmsir, ekki síst þeir sem starfa hjá Ríkisútvarpinu, furða sig á því að þeir sem komu að fyrstu fréttum um Panamaskjölin, hafi ekki komist á blað ef frá er talinn Jóhannes Kr. Kristjánsson. Þannig hefur til dæmis Sigmar Guðmundsson sjónvarps- og útvarpsmaður haft uppi um það hörð orð á Facebook-síðu sinni. „Væntanlega man fólk að forsætisráðherra þurfti að víkja eftir Kastljósþáttinn í fyrra, stokka þurfti upp ríkisstjórnina og samfélagið logaði og titraði allt árið sem óvænt varð kosningaár vegna þáttarins. Af hverju í ósköpunum er þá þessi örlagaríki þáttur ekki á blaði þegar verðlauna á blaðamennsku fyrir árið? Sem umfjöllun ársins eða rannsóknarblaðamennska ársins? Hvaða rugl er þetta? Er eitthvað viðtal stærra, merkilegra og örlagaríkara en viðtal Jóa og Sven við Sigmund Davíð? Af hverju kemst það ekki á blað sem viðtal ársins?“ spyr Sigmar og eru margir í stétt blaðamanna til að taka í sama streng. Sigmar, sem sjálfur hlaut verðlaunin árið 2012 fyrir viðtal ársins, furðar sig einkum á því að samstarfsmaður hans Aðalsteinn Kjartansson hafi ekki hlotið tilnefningu fyrir sinn þátt í fréttum af Wintrismálinu, segir það „hneyksli“ og reyndar má nefna fleiri sem komu að málum svo sem Þóru Arnórsdóttur ritstjóra Kastljóssins og Helga Seljan. Sigmar metur það svo að þau sem skipa dómnefndina; Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, Arndís Þorgeirsdóttir, Svanborg Sigmarsdóttir, Kári Jónasson og Björn Vignir Sigurpálsson, skilji ekki hvað felst í teymisvinnu. Einn er þó sá maður sem gefur lítið fyrir þessar bollaleggingar og sá er umræddur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og nú alþingismaður. Hann sér þetta öðrum augum eins og fram kemur á Facebook-síðu hans: „Í Efstaleiti virðast sumir uppteknari af því að skammast yfir að kollegar þeirra veiti þeim ekki nógu mikla viðurkenningu fyrir að taka þátt í tilræði Sorosar og Co. við íslensk stjórnvöld,“ segir Sigmundur Davíð og helst á honum að skilja að blaðamenn skilji ekki um hvað málið snýst. Tengdar fréttir Þau eru tilnefnd til blaðamannaverðlauna ársins 2016 Veitt eru verðlaun í fjórum flokkum, fyrir viðtal ársins, umfjöllun ársins, rannsóknarblaðamennsku ársins og loks eru veitt blaðamannaverðlaun ársins. 25. febrúar 2017 00:01 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Nýverið var tilkynnt um tilnefningar til blaðamannaverðlauna Blaðamannafélags Íslands. Ýmsir, ekki síst þeir sem starfa hjá Ríkisútvarpinu, furða sig á því að þeir sem komu að fyrstu fréttum um Panamaskjölin, hafi ekki komist á blað ef frá er talinn Jóhannes Kr. Kristjánsson. Þannig hefur til dæmis Sigmar Guðmundsson sjónvarps- og útvarpsmaður haft uppi um það hörð orð á Facebook-síðu sinni. „Væntanlega man fólk að forsætisráðherra þurfti að víkja eftir Kastljósþáttinn í fyrra, stokka þurfti upp ríkisstjórnina og samfélagið logaði og titraði allt árið sem óvænt varð kosningaár vegna þáttarins. Af hverju í ósköpunum er þá þessi örlagaríki þáttur ekki á blaði þegar verðlauna á blaðamennsku fyrir árið? Sem umfjöllun ársins eða rannsóknarblaðamennska ársins? Hvaða rugl er þetta? Er eitthvað viðtal stærra, merkilegra og örlagaríkara en viðtal Jóa og Sven við Sigmund Davíð? Af hverju kemst það ekki á blað sem viðtal ársins?“ spyr Sigmar og eru margir í stétt blaðamanna til að taka í sama streng. Sigmar, sem sjálfur hlaut verðlaunin árið 2012 fyrir viðtal ársins, furðar sig einkum á því að samstarfsmaður hans Aðalsteinn Kjartansson hafi ekki hlotið tilnefningu fyrir sinn þátt í fréttum af Wintrismálinu, segir það „hneyksli“ og reyndar má nefna fleiri sem komu að málum svo sem Þóru Arnórsdóttur ritstjóra Kastljóssins og Helga Seljan. Sigmar metur það svo að þau sem skipa dómnefndina; Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, Arndís Þorgeirsdóttir, Svanborg Sigmarsdóttir, Kári Jónasson og Björn Vignir Sigurpálsson, skilji ekki hvað felst í teymisvinnu. Einn er þó sá maður sem gefur lítið fyrir þessar bollaleggingar og sá er umræddur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og nú alþingismaður. Hann sér þetta öðrum augum eins og fram kemur á Facebook-síðu hans: „Í Efstaleiti virðast sumir uppteknari af því að skammast yfir að kollegar þeirra veiti þeim ekki nógu mikla viðurkenningu fyrir að taka þátt í tilræði Sorosar og Co. við íslensk stjórnvöld,“ segir Sigmundur Davíð og helst á honum að skilja að blaðamenn skilji ekki um hvað málið snýst.
Tengdar fréttir Þau eru tilnefnd til blaðamannaverðlauna ársins 2016 Veitt eru verðlaun í fjórum flokkum, fyrir viðtal ársins, umfjöllun ársins, rannsóknarblaðamennsku ársins og loks eru veitt blaðamannaverðlaun ársins. 25. febrúar 2017 00:01 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Þau eru tilnefnd til blaðamannaverðlauna ársins 2016 Veitt eru verðlaun í fjórum flokkum, fyrir viðtal ársins, umfjöllun ársins, rannsóknarblaðamennsku ársins og loks eru veitt blaðamannaverðlaun ársins. 25. febrúar 2017 00:01