Ráðherra í starfsstjórn gæti skipað nýjan ferðamálastjóra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. nóvember 2017 15:15 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ráðherra ferðamála í starfsstjórn. Svo gæti farið að hún skipi nýjan ferðamálastjóra til næstu fimm ára. vísir/ernir Hæfnisnefnd sem skipuð var vegna ráðningar nýs ferðamálastjóra hefur farið yfir umsóknir þeirra 23 sem sóttu um starfið. Ekki er víst hver verður ráðherra þegar skipað verður í stöðuna en aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála,-iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í starfsstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, segir ekki deilt um það að ráðherrar í starfsstjórn geti skipað í embætti. Að lokinni yfirferð hæfnisnefndarinnar var ákveðið að sex umsækjendur kæmu til greina í starfið. Þeir munu fara í viðtöl þar sem þeir fá tækifæri til að tjá sig um það sem framundan væri í ferðamálum og hvernig viðkomandi sæi fyrir sér að hann myndi takast á við þau verkefni sem framundan eru, eins og segir í skriflegu svari upplýsingafulltrúa atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Á meðal þeirra sem sóttu um starf ferðamálastjóra eru Halldór Halldórsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Áshildur Bragadóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, Dofri Hermannsson, leikari, og Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, en nöfn þeirra sex sem fara í viðtöl eru ekki gefin upp. Gert er ráð fyrir að þessum viðtölum ljúki eftir helgi. Í framhaldinu verður svo unnin skýrsla og er gert ráð fyrir að henni verði skilað til ráðherra í seinni hluta næstu viku. Hæfnisnefndin er skipuð þeim Guðrúnu Gísladóttur, skrifstofustjóra í atvinnu-og nýsköpunarráðuneytinu, Herði Þórhallssyni, forstjóra Ice Pharma, og Guðnýju Elísabetu Ingadóttur, mannauðsstjóra, sem er formaður nefndarinnar. Ráðherra ferðamála skipar ferðamálastjóra til fimm ára. Eins og kunnugt er nú starfsstjórn í landinu sem hefur ekki meirihluta Alþingis á bak við sig. Vísir grennslaðist því fyrir um hvort að Þórdís Kolbrún hygðist skipa í embættið sem ráðherra í starfsstjórn eða hvort beðið verði með skipunina þar til ný ríkisstjórn hefur tekið við völdum. Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Teiti Guðnasyni, aðstoðarmanni ráðherra, verður ráðningarferlinu hvorki flýtt né seinkað vegna stjórnarskiptanna. Þá bendir hann jafnframt á að ekki sé deilt um það að ráðherrar í starfsstjórn geta skipað í embætti á vegum hins opinbera. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira
Hæfnisnefnd sem skipuð var vegna ráðningar nýs ferðamálastjóra hefur farið yfir umsóknir þeirra 23 sem sóttu um starfið. Ekki er víst hver verður ráðherra þegar skipað verður í stöðuna en aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála,-iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í starfsstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, segir ekki deilt um það að ráðherrar í starfsstjórn geti skipað í embætti. Að lokinni yfirferð hæfnisnefndarinnar var ákveðið að sex umsækjendur kæmu til greina í starfið. Þeir munu fara í viðtöl þar sem þeir fá tækifæri til að tjá sig um það sem framundan væri í ferðamálum og hvernig viðkomandi sæi fyrir sér að hann myndi takast á við þau verkefni sem framundan eru, eins og segir í skriflegu svari upplýsingafulltrúa atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Á meðal þeirra sem sóttu um starf ferðamálastjóra eru Halldór Halldórsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Áshildur Bragadóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, Dofri Hermannsson, leikari, og Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, en nöfn þeirra sex sem fara í viðtöl eru ekki gefin upp. Gert er ráð fyrir að þessum viðtölum ljúki eftir helgi. Í framhaldinu verður svo unnin skýrsla og er gert ráð fyrir að henni verði skilað til ráðherra í seinni hluta næstu viku. Hæfnisnefndin er skipuð þeim Guðrúnu Gísladóttur, skrifstofustjóra í atvinnu-og nýsköpunarráðuneytinu, Herði Þórhallssyni, forstjóra Ice Pharma, og Guðnýju Elísabetu Ingadóttur, mannauðsstjóra, sem er formaður nefndarinnar. Ráðherra ferðamála skipar ferðamálastjóra til fimm ára. Eins og kunnugt er nú starfsstjórn í landinu sem hefur ekki meirihluta Alþingis á bak við sig. Vísir grennslaðist því fyrir um hvort að Þórdís Kolbrún hygðist skipa í embættið sem ráðherra í starfsstjórn eða hvort beðið verði með skipunina þar til ný ríkisstjórn hefur tekið við völdum. Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Teiti Guðnasyni, aðstoðarmanni ráðherra, verður ráðningarferlinu hvorki flýtt né seinkað vegna stjórnarskiptanna. Þá bendir hann jafnframt á að ekki sé deilt um það að ráðherrar í starfsstjórn geta skipað í embætti á vegum hins opinbera.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira