Rannsókn á máli fangavarðar lokið: Talinn hafa sprautað úr slökkvitæki framan í fanga Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. apríl 2017 13:10 Fangavörðurinn gæti átt yfir höfði sér ákæru. vísir/eyþór Rannsókn á máli fangavarðar á Litla-Hrauni, sem grunaður er um að hafa brotið gegn fanga í upphafi árs, er lokið og komið til ákærusviðs lögreglunnar sem tekur ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra á hendur honum. Fangavörðurinn, sem leystur hefur verið tímabundið undan vinnuskyldu, er sakaður um að hafa misbeitt valdi sínu og farið langt fram úr meðalhófi við störf sín.Kveikti í klæðnaði sínum Heimildir fréttastofu herma að atvikið hafi átt sér stað í einangrunarklefa á Litla-Hrauni en fanginn var færður þangað eftir háreysti og stympingar við aðra fanga. Fanganum tókst að koma kveikjara með sér inn í klefann þrátt fyrir að hafa undirgengist leit áður en hann var færður í einangrun, líkt og lög kveða á um. Lögum samkvæmt mega fangar aðeins taka með sér fæði, fatnað og aðrar persónulegar nauðsynjar í einangrunarklefa og ávallt er leitað á þeim áður. Fanganum tókst að kveikja í klæðnaði sínum í klefanum. Fangavörðurinn er sagður hafa slökkt eldinn með slökkvitæki en í framhaldinu sprautað úr tækinu framan í fangann – eftir að hann hafði slökkt eldinn. Eftir því sem Vísir kemst næst var um vatnsslökkvitæki að ræða. Fanginn undirgekkst líkamsleit í kjölfarið og fannst kveikjarinn þá í endaþarmi hans.Þrír aðrir kunna að eiga yfir höfði sér refsingu Atvikið náðist á upptöku og eru þrír aðrir fangaverðir grunaðir um að hafa hylmt yfir með manninum, og kunna að eiga yfir höfði sér refsingu vegna þessa. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru engir líkamlegir áverkar á fanganum og líkamlegt ofbeldi átti sér ekki stað. Valdbeiting fangavarðarins er hins vegar sögð hafa verið að miklu leyti andleg, særandi og niðurlægjandi fyrir fangann. Rannsókn málsins er sem fyrr segir lokið og verður ákvörðun tekin á næstu vikum um hvort gefin verði út ákæra í málinu. Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Sjá meira
Rannsókn á máli fangavarðar á Litla-Hrauni, sem grunaður er um að hafa brotið gegn fanga í upphafi árs, er lokið og komið til ákærusviðs lögreglunnar sem tekur ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra á hendur honum. Fangavörðurinn, sem leystur hefur verið tímabundið undan vinnuskyldu, er sakaður um að hafa misbeitt valdi sínu og farið langt fram úr meðalhófi við störf sín.Kveikti í klæðnaði sínum Heimildir fréttastofu herma að atvikið hafi átt sér stað í einangrunarklefa á Litla-Hrauni en fanginn var færður þangað eftir háreysti og stympingar við aðra fanga. Fanganum tókst að koma kveikjara með sér inn í klefann þrátt fyrir að hafa undirgengist leit áður en hann var færður í einangrun, líkt og lög kveða á um. Lögum samkvæmt mega fangar aðeins taka með sér fæði, fatnað og aðrar persónulegar nauðsynjar í einangrunarklefa og ávallt er leitað á þeim áður. Fanganum tókst að kveikja í klæðnaði sínum í klefanum. Fangavörðurinn er sagður hafa slökkt eldinn með slökkvitæki en í framhaldinu sprautað úr tækinu framan í fangann – eftir að hann hafði slökkt eldinn. Eftir því sem Vísir kemst næst var um vatnsslökkvitæki að ræða. Fanginn undirgekkst líkamsleit í kjölfarið og fannst kveikjarinn þá í endaþarmi hans.Þrír aðrir kunna að eiga yfir höfði sér refsingu Atvikið náðist á upptöku og eru þrír aðrir fangaverðir grunaðir um að hafa hylmt yfir með manninum, og kunna að eiga yfir höfði sér refsingu vegna þessa. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru engir líkamlegir áverkar á fanganum og líkamlegt ofbeldi átti sér ekki stað. Valdbeiting fangavarðarins er hins vegar sögð hafa verið að miklu leyti andleg, særandi og niðurlægjandi fyrir fangann. Rannsókn málsins er sem fyrr segir lokið og verður ákvörðun tekin á næstu vikum um hvort gefin verði út ákæra í málinu.
Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Sjá meira