Fangaverði á Litla-Hrauni vikið frá störfum eftir alvarlegt atvik sem er til rannsóknar lögreglu Sveinn Arnarsson skrifar 24. mars 2017 17:45 Miikið er lagt upp úr virðingu við skjólstæðinga. Brot fangavarðarins er sagt fordæmalaust. Fangaverði á Litla-Hrauni hefur verið vikið frá störfum eftir að hann var talinn hafa brotið alvarlega gegn fanga í upphafi árs. Atvikið er talið það alvarlegt að það var kært til lögreglu sem rannsakar málið. Þrír aðrir fangaverðir eru einnig grunaðir um að hafa hylmt yfir með gerandanum og kunna að eiga yfir höfði sér refsingu vegna þessa. Fangaverðir þurfa oft á tíðum að beita valdi við störf sín. Á þetta brot fangavarðarins að hafa átt sér stað þegar þurfti að beita valdi gegn einum fanganum. Á hann að hafa farið langt fram úr meðalhófi við störf sín. Málið var strax litið alvarlegum augum og tekið hart á því þegar það kom upp. Fangavörðurinn lét strax af störfum og lögreglu var gert viðvart. Málið er því rannsakað sem sakamál þar sem fangavörður er gerandi og fangi brotaþoli.Páll Winkel fangelsismálastjóri.vísir/andri marinóPáll Winkel fangelsismálastjóri staðfestir að mál sem þetta hafi komið upp. Hins vegar sé ekki tímabært að ræða það í fjölmiðlum. „Ég get staðfest að upp hafi komið mál í fangelsinu sem er þess eðlis að stofnunin taldi rétt að tilkynna það til lögreglu. Það gerðum við um leið og málið kom upp á mánudaginn síðasta. Fangelsismálastofnun vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið á þessari stundu,“ segir Páll. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru engir líkamlegir áverkar á fanganum og líkamlegt ofbeldi hafi ekki átt sér stað. Valdbeiting fangavarðarins mun hafa að mjög miklu leyti verið andleg og særandi og verið niðurlægjandi fyrir fangann. Virðingar við skjólstæðinginn hafi ekki verið gætt. Málið er mjög viðkvæmt og verst stofnunin og Litla-Hraun allra fregna um það. Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður fangelsisins á Litla-Hrauni, vildi ekki tjá sig við fréttamann þegar eftir því var leitað. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks Sjá meira
Fangaverði á Litla-Hrauni hefur verið vikið frá störfum eftir að hann var talinn hafa brotið alvarlega gegn fanga í upphafi árs. Atvikið er talið það alvarlegt að það var kært til lögreglu sem rannsakar málið. Þrír aðrir fangaverðir eru einnig grunaðir um að hafa hylmt yfir með gerandanum og kunna að eiga yfir höfði sér refsingu vegna þessa. Fangaverðir þurfa oft á tíðum að beita valdi við störf sín. Á þetta brot fangavarðarins að hafa átt sér stað þegar þurfti að beita valdi gegn einum fanganum. Á hann að hafa farið langt fram úr meðalhófi við störf sín. Málið var strax litið alvarlegum augum og tekið hart á því þegar það kom upp. Fangavörðurinn lét strax af störfum og lögreglu var gert viðvart. Málið er því rannsakað sem sakamál þar sem fangavörður er gerandi og fangi brotaþoli.Páll Winkel fangelsismálastjóri.vísir/andri marinóPáll Winkel fangelsismálastjóri staðfestir að mál sem þetta hafi komið upp. Hins vegar sé ekki tímabært að ræða það í fjölmiðlum. „Ég get staðfest að upp hafi komið mál í fangelsinu sem er þess eðlis að stofnunin taldi rétt að tilkynna það til lögreglu. Það gerðum við um leið og málið kom upp á mánudaginn síðasta. Fangelsismálastofnun vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið á þessari stundu,“ segir Páll. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru engir líkamlegir áverkar á fanganum og líkamlegt ofbeldi hafi ekki átt sér stað. Valdbeiting fangavarðarins mun hafa að mjög miklu leyti verið andleg og særandi og verið niðurlægjandi fyrir fangann. Virðingar við skjólstæðinginn hafi ekki verið gætt. Málið er mjög viðkvæmt og verst stofnunin og Litla-Hraun allra fregna um það. Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður fangelsisins á Litla-Hrauni, vildi ekki tjá sig við fréttamann þegar eftir því var leitað.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks Sjá meira