Breski auðkýfingurinn vill varpa ljósi á hvað fyrir honum vakir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. apríl 2017 16:19 Landeigandinn Jim Ratcliffe. vísir/epa „Á síðustu vikum hefur mér orðið æ ljósara að hlutdeild mín í veiðiklúbbnum Streng hefur vakið athygli fjölmiðla og ég taldi ráðlegt að ég varpaði ljósi á hvað fyrir okkur vakir,“ segir breski milljarðamæringurinn Jim Ratcliffe í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. Ratcliffe hefur vakið nokkra athygli vegna kaupa hans á jörðum hér á landi. Hann keypti til að mynda í Grímsstöðum á Fjöllum og jörðum í Vopnafirði, en tilraunir hans til jarðakaupa tengjast þekktum laxveiðiám. Umhverfismál og varðveisla villta laxins í Norður-Atlantshafi er uppgefin ástæða Ratcliffe fyrir kaupunum. Ratcliffe á í veiðifélaginu Streng og í pistli sínum segir hann félagið hafa eitt meginmarkmið – að vernda þá einstöku tegund sem laxinn sé, líkt og hann orðar það. „Í stuttu máli er verndunarstefna okkar að halda í hreinleika landslags og áa, hvetja til búskapar í sátt og samlyndi við ár og ástundun ábyrgrar sportveiði sem styrkir sjálfbærni til framtíðar. Við í Streng vitum að við getum lítið gert við ofveiði á laxi í sjó – slíkt er á ábyrgð stjórnvalda. En við getum skapað náttúrulegan griðastað fyrir lax á þessu afar sérstæða horni á norðaustur Íslandi og vonandi bjargað þessari einstæðu tegund,“ segir hann í pistlinum.Rekur stóra efnaframleiðslu Ratcliffe á og rekur fyrirtækið Ineos Group Limited, sem er efnaframleiðslurisi með umsvif í öllum heimshlutum og er fyrirtækið talið velta milljörðum punda á ári. Erlendir fjölmiðlar hafa því efast um að umhverfismálin séu manninum sérstaklega hugleikin. Ratcliffe fullyrðir hins vegar að markmið Strengs sé að finna sjálfbæra lausn til langs tíma. Fáein góðgerðafélög séu ekki lausnin. „[L]axinn hefur átt erfitt uppdráttar síðustu 100 árin. Samspil mengunar og ofveiði hefur gengið nærri stofnum og þurrkað tegundina algjörlega út í mörgum ám.“ Hann segir að kaup sín á jörðum í nágrenni við ár á Norðurausturlandi, þá sérstaklega í kringum Vopnafjörð, séu til þess að eiga atkvæðisrétt í veiðifélögum. „Þar sem við höfum keypt jarðir höfum við hvatt bændur til að halda áfram búskap á þessum fjarlæga hluta Íslands.“ Þá segir hann tilganginn með kaupunum á Grímsstöðum að vernda og varðveita viðkvæmt vistkerfi mikilvægra áa.Hálfgerður huldumaður Jafnframt tekur Ratcliffe það fram að hann hafi skapað sína auðlegð sjálfur. Hann hafi alist upp í fátækum hluta Manchester en borið gæfu til þess að byggja upp farsælt fyrirtæki. Á grundvelli þess árangurs sé hann í aðstöðu til að hjálpa á sviðum sem hann tleji að eigi skilið athygli.Ítarlega hefur verið fjallað um Jim Ratcliffe, kaup hans á jörðum hér á landi og fyrirtæki hans úti í heimi, í Fréttablaðinu. Þar var greint frá því að Ratcliffe sé hálfgerður huldumaður í alþjóðlegu viðskiptalífi og að lítið beri á honum persónulega, öfugt við umsvif viðskiptaveldis hans. Þá fjallaði breska blaðið Guardian um Ineos, fyrirtæki Ratcliffe, í september síðastliðnum og áform þess um að hefja vinnslu á jarðgasi í Bretlandi með svokölluðu bergbroti, sem hefur verið umdeild aðferð við orkuöflun víða um heim.Lesa má pistil Jim Ratcliffe í heild hér. Tengdar fréttir Jörðin á Grímsstöðum seld til bresks milljarðamærings: „Fengu svakalega góða tölu fyrir þetta“ Jóhann Friðgeir Valdimarsson fasteignasali segir Jim Ratcliffe ætla að gera ekki neitt við Grímsstaði. 19. desember 2016 22:53 Nýi eigandi Grímsstaða: Umdeildur huldumaður með vasa fulla af seðlum Jarðakaup breska iðnjöfursins Jims Ratcliffe vekja spurningar um undirliggjandi ástæður þeirra. Vernd villta laxastofnsins á Íslandi segir hann sjálfur. Utan Íslands er fyrirtæki hans gagnrýnt vegna umhverfismála. 21. desember 2016 07:45 Ósátt við ágang eins ríkasta manns heims: „Eru augljóslega að reyna að ná Hafralónsá“ Breski iðnjöfurinn Jim Ratcliffe reynir að kaupa jarðir við laxveiðiperluna Hafralónsá – til viðbótar við stóran hluta Grímsstaða á Fjöllum og jarðir í Vopnafirði. Heimamenn lýsa þungum áhyggjum og segja hart gengið fram. 12. janúar 2017 07:00 Veiðiklúbburinn Strengur Á síðustu vikum hefur mér orðið æ ljósara að hlutdeild mín í veiðiklúbbnum Streng hefur vakið athygli fjölmiðla og ég taldi ráðlegt að ég varpaði ljósi á hvað fyrir okkur vakir. 18. apríl 2017 07:00 Ögmundur segir sölu Grímsstaða mark um vesaldóm stjórnvalda Ögmundur Jónasson er harðorður um sölu Grímsstaða á Fjöllum til breska auðkýfingsins Jim Ratcliffe. 20. desember 2016 14:45 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Sjá meira
„Á síðustu vikum hefur mér orðið æ ljósara að hlutdeild mín í veiðiklúbbnum Streng hefur vakið athygli fjölmiðla og ég taldi ráðlegt að ég varpaði ljósi á hvað fyrir okkur vakir,“ segir breski milljarðamæringurinn Jim Ratcliffe í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. Ratcliffe hefur vakið nokkra athygli vegna kaupa hans á jörðum hér á landi. Hann keypti til að mynda í Grímsstöðum á Fjöllum og jörðum í Vopnafirði, en tilraunir hans til jarðakaupa tengjast þekktum laxveiðiám. Umhverfismál og varðveisla villta laxins í Norður-Atlantshafi er uppgefin ástæða Ratcliffe fyrir kaupunum. Ratcliffe á í veiðifélaginu Streng og í pistli sínum segir hann félagið hafa eitt meginmarkmið – að vernda þá einstöku tegund sem laxinn sé, líkt og hann orðar það. „Í stuttu máli er verndunarstefna okkar að halda í hreinleika landslags og áa, hvetja til búskapar í sátt og samlyndi við ár og ástundun ábyrgrar sportveiði sem styrkir sjálfbærni til framtíðar. Við í Streng vitum að við getum lítið gert við ofveiði á laxi í sjó – slíkt er á ábyrgð stjórnvalda. En við getum skapað náttúrulegan griðastað fyrir lax á þessu afar sérstæða horni á norðaustur Íslandi og vonandi bjargað þessari einstæðu tegund,“ segir hann í pistlinum.Rekur stóra efnaframleiðslu Ratcliffe á og rekur fyrirtækið Ineos Group Limited, sem er efnaframleiðslurisi með umsvif í öllum heimshlutum og er fyrirtækið talið velta milljörðum punda á ári. Erlendir fjölmiðlar hafa því efast um að umhverfismálin séu manninum sérstaklega hugleikin. Ratcliffe fullyrðir hins vegar að markmið Strengs sé að finna sjálfbæra lausn til langs tíma. Fáein góðgerðafélög séu ekki lausnin. „[L]axinn hefur átt erfitt uppdráttar síðustu 100 árin. Samspil mengunar og ofveiði hefur gengið nærri stofnum og þurrkað tegundina algjörlega út í mörgum ám.“ Hann segir að kaup sín á jörðum í nágrenni við ár á Norðurausturlandi, þá sérstaklega í kringum Vopnafjörð, séu til þess að eiga atkvæðisrétt í veiðifélögum. „Þar sem við höfum keypt jarðir höfum við hvatt bændur til að halda áfram búskap á þessum fjarlæga hluta Íslands.“ Þá segir hann tilganginn með kaupunum á Grímsstöðum að vernda og varðveita viðkvæmt vistkerfi mikilvægra áa.Hálfgerður huldumaður Jafnframt tekur Ratcliffe það fram að hann hafi skapað sína auðlegð sjálfur. Hann hafi alist upp í fátækum hluta Manchester en borið gæfu til þess að byggja upp farsælt fyrirtæki. Á grundvelli þess árangurs sé hann í aðstöðu til að hjálpa á sviðum sem hann tleji að eigi skilið athygli.Ítarlega hefur verið fjallað um Jim Ratcliffe, kaup hans á jörðum hér á landi og fyrirtæki hans úti í heimi, í Fréttablaðinu. Þar var greint frá því að Ratcliffe sé hálfgerður huldumaður í alþjóðlegu viðskiptalífi og að lítið beri á honum persónulega, öfugt við umsvif viðskiptaveldis hans. Þá fjallaði breska blaðið Guardian um Ineos, fyrirtæki Ratcliffe, í september síðastliðnum og áform þess um að hefja vinnslu á jarðgasi í Bretlandi með svokölluðu bergbroti, sem hefur verið umdeild aðferð við orkuöflun víða um heim.Lesa má pistil Jim Ratcliffe í heild hér.
Tengdar fréttir Jörðin á Grímsstöðum seld til bresks milljarðamærings: „Fengu svakalega góða tölu fyrir þetta“ Jóhann Friðgeir Valdimarsson fasteignasali segir Jim Ratcliffe ætla að gera ekki neitt við Grímsstaði. 19. desember 2016 22:53 Nýi eigandi Grímsstaða: Umdeildur huldumaður með vasa fulla af seðlum Jarðakaup breska iðnjöfursins Jims Ratcliffe vekja spurningar um undirliggjandi ástæður þeirra. Vernd villta laxastofnsins á Íslandi segir hann sjálfur. Utan Íslands er fyrirtæki hans gagnrýnt vegna umhverfismála. 21. desember 2016 07:45 Ósátt við ágang eins ríkasta manns heims: „Eru augljóslega að reyna að ná Hafralónsá“ Breski iðnjöfurinn Jim Ratcliffe reynir að kaupa jarðir við laxveiðiperluna Hafralónsá – til viðbótar við stóran hluta Grímsstaða á Fjöllum og jarðir í Vopnafirði. Heimamenn lýsa þungum áhyggjum og segja hart gengið fram. 12. janúar 2017 07:00 Veiðiklúbburinn Strengur Á síðustu vikum hefur mér orðið æ ljósara að hlutdeild mín í veiðiklúbbnum Streng hefur vakið athygli fjölmiðla og ég taldi ráðlegt að ég varpaði ljósi á hvað fyrir okkur vakir. 18. apríl 2017 07:00 Ögmundur segir sölu Grímsstaða mark um vesaldóm stjórnvalda Ögmundur Jónasson er harðorður um sölu Grímsstaða á Fjöllum til breska auðkýfingsins Jim Ratcliffe. 20. desember 2016 14:45 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Sjá meira
Jörðin á Grímsstöðum seld til bresks milljarðamærings: „Fengu svakalega góða tölu fyrir þetta“ Jóhann Friðgeir Valdimarsson fasteignasali segir Jim Ratcliffe ætla að gera ekki neitt við Grímsstaði. 19. desember 2016 22:53
Nýi eigandi Grímsstaða: Umdeildur huldumaður með vasa fulla af seðlum Jarðakaup breska iðnjöfursins Jims Ratcliffe vekja spurningar um undirliggjandi ástæður þeirra. Vernd villta laxastofnsins á Íslandi segir hann sjálfur. Utan Íslands er fyrirtæki hans gagnrýnt vegna umhverfismála. 21. desember 2016 07:45
Ósátt við ágang eins ríkasta manns heims: „Eru augljóslega að reyna að ná Hafralónsá“ Breski iðnjöfurinn Jim Ratcliffe reynir að kaupa jarðir við laxveiðiperluna Hafralónsá – til viðbótar við stóran hluta Grímsstaða á Fjöllum og jarðir í Vopnafirði. Heimamenn lýsa þungum áhyggjum og segja hart gengið fram. 12. janúar 2017 07:00
Veiðiklúbburinn Strengur Á síðustu vikum hefur mér orðið æ ljósara að hlutdeild mín í veiðiklúbbnum Streng hefur vakið athygli fjölmiðla og ég taldi ráðlegt að ég varpaði ljósi á hvað fyrir okkur vakir. 18. apríl 2017 07:00
Ögmundur segir sölu Grímsstaða mark um vesaldóm stjórnvalda Ögmundur Jónasson er harðorður um sölu Grímsstaða á Fjöllum til breska auðkýfingsins Jim Ratcliffe. 20. desember 2016 14:45