Eftirsótt tískumerki í sölu á Instagram Stefán Þór Hjartarson skrifar 16. mars 2017 09:45 Þeir Pétur og Stefán eru miklir áhugamenn um tísku. Vísir/Eyþór Nýlega opnuðu þeir Pétur Kiernan og Stefán Bjarki Ólafsson sölusíðuna Brodir Store (brdrstore) á Instagram þar sem þeir selja götutískufatnað. Þeir flytja vörurnar inn sjálfir en auk þess geta einstaklingar selt notaðar flíkur á síðunni. „Instagram býður upp á gott skipulag fyrir sölusíður af þessari gerð og þessi nýjung, þar sem hægt er að pósta nokkrum myndum saman, er auðvitað algjör snilld. Þeir sem fylgja okkur eftir geta líka kveikt á „post notifications“ en þá berst tilkynning þegar við setjum nýjar vörur í sölu. Svo er hægt að vera með innslög í Instagram story til að láta vita hvaða vörur eru seldar. Þannig að þessi samfélagsmiðill býður upp á margt skemmtilegt þegar kemur að verslun,“ segir Pétur. Hér á landi hefur áhugi á svokölluðu „streetwear“ eða götutísku aukist gífurlega, meðal annars vegna aukinnar netverslunar en kannski má einnig tala um breyttar áherslur í tísku. Slíkar síður hafa verið við lýði hér og þar um heiminn lengi, sérstaklega í Bretlandi og Bandaríkjunum. „Markhópur okkar er helst ungmenni á aldrinum 15-24 ára en svo leynast örugglega einhverjir yngri eða eldri þarna inni líka. Við fundum fyrir mikilli þörf þarna úti fyrir síðu sem selur slíkan fatnað. Við seljum einungis merki sem mikil eftirspurn er eftir og fást ekki í verslunum hér á landi. Því erum við mjög kröfuharðir þegar við veljum vörur inn og setjum háan standard fyrir þær vörur sem eru seldar hjá okkur.“ Fila x Gosha T-Shirt Size: L Condition: New Drögum 1 follower á miðvikudaginn nk. sem vinnur þessa flík Til hamingju @oliverdagur A post shared by Brodir Store - Resell Ísland (@brdrstore) on Mar 4, 2017 at 6:11am PST Vinnuferlið að uppsetningu síðunnar var ekki svo flókið að sögn Péturs. „Við keyptum inn smá lager af flíkum, tókum stílhreinar myndir og vorum með fólk á bak við okkur sem hjálpaði okkur að fá fylgjendur á stuttum tíma. Ætli erfiðasta verkefnið hafi ekki verið að finna gott nafn á búðina.“ Báðir eru þeir miklir áhugamenn um tísku og þá sérstaklega götutísku. „Við höfum báðir mikinn áhuga á þessari fatamenningu og reyndar mjög margir vinir okkar líka. Þeir hafa hjálpað okkur mikið með síðuna og sagt okkur álit sitt á því hvort ákveðnar flíkur seljist hér eða ekki.“ Síðan var opnuð um síðustu helgi og strax komin með tæplega 2.000 fylgjendur. „Þetta fer vel af stað hjá okkur og t.d. seljast margar vörur á innan við fimm mínútum. Einnig fáum við fullt af beiðnum frá fólki um að selja flíkur fyrir sig. Þannig vonandi heldur þetta bara áfram að stækka og verður spennandi að sjá hvert þetta stefnir, við erum því afar ánægðir með fyrstu skrefin.“ Supreme 3M Reflective Windbreaker - Waterproof Size: L Condition: 9.9/10 Bid: 50.000kr Buy now: 65.000kr A post shared by Brodir Store - Resell Ísland (@brdrstore) on Mar 13, 2017 at 7:22am PDT Tíska og hönnun Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Sjá meira
Nýlega opnuðu þeir Pétur Kiernan og Stefán Bjarki Ólafsson sölusíðuna Brodir Store (brdrstore) á Instagram þar sem þeir selja götutískufatnað. Þeir flytja vörurnar inn sjálfir en auk þess geta einstaklingar selt notaðar flíkur á síðunni. „Instagram býður upp á gott skipulag fyrir sölusíður af þessari gerð og þessi nýjung, þar sem hægt er að pósta nokkrum myndum saman, er auðvitað algjör snilld. Þeir sem fylgja okkur eftir geta líka kveikt á „post notifications“ en þá berst tilkynning þegar við setjum nýjar vörur í sölu. Svo er hægt að vera með innslög í Instagram story til að láta vita hvaða vörur eru seldar. Þannig að þessi samfélagsmiðill býður upp á margt skemmtilegt þegar kemur að verslun,“ segir Pétur. Hér á landi hefur áhugi á svokölluðu „streetwear“ eða götutísku aukist gífurlega, meðal annars vegna aukinnar netverslunar en kannski má einnig tala um breyttar áherslur í tísku. Slíkar síður hafa verið við lýði hér og þar um heiminn lengi, sérstaklega í Bretlandi og Bandaríkjunum. „Markhópur okkar er helst ungmenni á aldrinum 15-24 ára en svo leynast örugglega einhverjir yngri eða eldri þarna inni líka. Við fundum fyrir mikilli þörf þarna úti fyrir síðu sem selur slíkan fatnað. Við seljum einungis merki sem mikil eftirspurn er eftir og fást ekki í verslunum hér á landi. Því erum við mjög kröfuharðir þegar við veljum vörur inn og setjum háan standard fyrir þær vörur sem eru seldar hjá okkur.“ Fila x Gosha T-Shirt Size: L Condition: New Drögum 1 follower á miðvikudaginn nk. sem vinnur þessa flík Til hamingju @oliverdagur A post shared by Brodir Store - Resell Ísland (@brdrstore) on Mar 4, 2017 at 6:11am PST Vinnuferlið að uppsetningu síðunnar var ekki svo flókið að sögn Péturs. „Við keyptum inn smá lager af flíkum, tókum stílhreinar myndir og vorum með fólk á bak við okkur sem hjálpaði okkur að fá fylgjendur á stuttum tíma. Ætli erfiðasta verkefnið hafi ekki verið að finna gott nafn á búðina.“ Báðir eru þeir miklir áhugamenn um tísku og þá sérstaklega götutísku. „Við höfum báðir mikinn áhuga á þessari fatamenningu og reyndar mjög margir vinir okkar líka. Þeir hafa hjálpað okkur mikið með síðuna og sagt okkur álit sitt á því hvort ákveðnar flíkur seljist hér eða ekki.“ Síðan var opnuð um síðustu helgi og strax komin með tæplega 2.000 fylgjendur. „Þetta fer vel af stað hjá okkur og t.d. seljast margar vörur á innan við fimm mínútum. Einnig fáum við fullt af beiðnum frá fólki um að selja flíkur fyrir sig. Þannig vonandi heldur þetta bara áfram að stækka og verður spennandi að sjá hvert þetta stefnir, við erum því afar ánægðir með fyrstu skrefin.“ Supreme 3M Reflective Windbreaker - Waterproof Size: L Condition: 9.9/10 Bid: 50.000kr Buy now: 65.000kr A post shared by Brodir Store - Resell Ísland (@brdrstore) on Mar 13, 2017 at 7:22am PDT
Tíska og hönnun Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Sjá meira