Eftirsótt tískumerki í sölu á Instagram Stefán Þór Hjartarson skrifar 16. mars 2017 09:45 Þeir Pétur og Stefán eru miklir áhugamenn um tísku. Vísir/Eyþór Nýlega opnuðu þeir Pétur Kiernan og Stefán Bjarki Ólafsson sölusíðuna Brodir Store (brdrstore) á Instagram þar sem þeir selja götutískufatnað. Þeir flytja vörurnar inn sjálfir en auk þess geta einstaklingar selt notaðar flíkur á síðunni. „Instagram býður upp á gott skipulag fyrir sölusíður af þessari gerð og þessi nýjung, þar sem hægt er að pósta nokkrum myndum saman, er auðvitað algjör snilld. Þeir sem fylgja okkur eftir geta líka kveikt á „post notifications“ en þá berst tilkynning þegar við setjum nýjar vörur í sölu. Svo er hægt að vera með innslög í Instagram story til að láta vita hvaða vörur eru seldar. Þannig að þessi samfélagsmiðill býður upp á margt skemmtilegt þegar kemur að verslun,“ segir Pétur. Hér á landi hefur áhugi á svokölluðu „streetwear“ eða götutísku aukist gífurlega, meðal annars vegna aukinnar netverslunar en kannski má einnig tala um breyttar áherslur í tísku. Slíkar síður hafa verið við lýði hér og þar um heiminn lengi, sérstaklega í Bretlandi og Bandaríkjunum. „Markhópur okkar er helst ungmenni á aldrinum 15-24 ára en svo leynast örugglega einhverjir yngri eða eldri þarna inni líka. Við fundum fyrir mikilli þörf þarna úti fyrir síðu sem selur slíkan fatnað. Við seljum einungis merki sem mikil eftirspurn er eftir og fást ekki í verslunum hér á landi. Því erum við mjög kröfuharðir þegar við veljum vörur inn og setjum háan standard fyrir þær vörur sem eru seldar hjá okkur.“ Fila x Gosha T-Shirt Size: L Condition: New Drögum 1 follower á miðvikudaginn nk. sem vinnur þessa flík Til hamingju @oliverdagur A post shared by Brodir Store - Resell Ísland (@brdrstore) on Mar 4, 2017 at 6:11am PST Vinnuferlið að uppsetningu síðunnar var ekki svo flókið að sögn Péturs. „Við keyptum inn smá lager af flíkum, tókum stílhreinar myndir og vorum með fólk á bak við okkur sem hjálpaði okkur að fá fylgjendur á stuttum tíma. Ætli erfiðasta verkefnið hafi ekki verið að finna gott nafn á búðina.“ Báðir eru þeir miklir áhugamenn um tísku og þá sérstaklega götutísku. „Við höfum báðir mikinn áhuga á þessari fatamenningu og reyndar mjög margir vinir okkar líka. Þeir hafa hjálpað okkur mikið með síðuna og sagt okkur álit sitt á því hvort ákveðnar flíkur seljist hér eða ekki.“ Síðan var opnuð um síðustu helgi og strax komin með tæplega 2.000 fylgjendur. „Þetta fer vel af stað hjá okkur og t.d. seljast margar vörur á innan við fimm mínútum. Einnig fáum við fullt af beiðnum frá fólki um að selja flíkur fyrir sig. Þannig vonandi heldur þetta bara áfram að stækka og verður spennandi að sjá hvert þetta stefnir, við erum því afar ánægðir með fyrstu skrefin.“ Supreme 3M Reflective Windbreaker - Waterproof Size: L Condition: 9.9/10 Bid: 50.000kr Buy now: 65.000kr A post shared by Brodir Store - Resell Ísland (@brdrstore) on Mar 13, 2017 at 7:22am PDT Tíska og hönnun Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Sjá meira
Nýlega opnuðu þeir Pétur Kiernan og Stefán Bjarki Ólafsson sölusíðuna Brodir Store (brdrstore) á Instagram þar sem þeir selja götutískufatnað. Þeir flytja vörurnar inn sjálfir en auk þess geta einstaklingar selt notaðar flíkur á síðunni. „Instagram býður upp á gott skipulag fyrir sölusíður af þessari gerð og þessi nýjung, þar sem hægt er að pósta nokkrum myndum saman, er auðvitað algjör snilld. Þeir sem fylgja okkur eftir geta líka kveikt á „post notifications“ en þá berst tilkynning þegar við setjum nýjar vörur í sölu. Svo er hægt að vera með innslög í Instagram story til að láta vita hvaða vörur eru seldar. Þannig að þessi samfélagsmiðill býður upp á margt skemmtilegt þegar kemur að verslun,“ segir Pétur. Hér á landi hefur áhugi á svokölluðu „streetwear“ eða götutísku aukist gífurlega, meðal annars vegna aukinnar netverslunar en kannski má einnig tala um breyttar áherslur í tísku. Slíkar síður hafa verið við lýði hér og þar um heiminn lengi, sérstaklega í Bretlandi og Bandaríkjunum. „Markhópur okkar er helst ungmenni á aldrinum 15-24 ára en svo leynast örugglega einhverjir yngri eða eldri þarna inni líka. Við fundum fyrir mikilli þörf þarna úti fyrir síðu sem selur slíkan fatnað. Við seljum einungis merki sem mikil eftirspurn er eftir og fást ekki í verslunum hér á landi. Því erum við mjög kröfuharðir þegar við veljum vörur inn og setjum háan standard fyrir þær vörur sem eru seldar hjá okkur.“ Fila x Gosha T-Shirt Size: L Condition: New Drögum 1 follower á miðvikudaginn nk. sem vinnur þessa flík Til hamingju @oliverdagur A post shared by Brodir Store - Resell Ísland (@brdrstore) on Mar 4, 2017 at 6:11am PST Vinnuferlið að uppsetningu síðunnar var ekki svo flókið að sögn Péturs. „Við keyptum inn smá lager af flíkum, tókum stílhreinar myndir og vorum með fólk á bak við okkur sem hjálpaði okkur að fá fylgjendur á stuttum tíma. Ætli erfiðasta verkefnið hafi ekki verið að finna gott nafn á búðina.“ Báðir eru þeir miklir áhugamenn um tísku og þá sérstaklega götutísku. „Við höfum báðir mikinn áhuga á þessari fatamenningu og reyndar mjög margir vinir okkar líka. Þeir hafa hjálpað okkur mikið með síðuna og sagt okkur álit sitt á því hvort ákveðnar flíkur seljist hér eða ekki.“ Síðan var opnuð um síðustu helgi og strax komin með tæplega 2.000 fylgjendur. „Þetta fer vel af stað hjá okkur og t.d. seljast margar vörur á innan við fimm mínútum. Einnig fáum við fullt af beiðnum frá fólki um að selja flíkur fyrir sig. Þannig vonandi heldur þetta bara áfram að stækka og verður spennandi að sjá hvert þetta stefnir, við erum því afar ánægðir með fyrstu skrefin.“ Supreme 3M Reflective Windbreaker - Waterproof Size: L Condition: 9.9/10 Bid: 50.000kr Buy now: 65.000kr A post shared by Brodir Store - Resell Ísland (@brdrstore) on Mar 13, 2017 at 7:22am PDT
Tíska og hönnun Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Sjá meira