Ætlar hálfmaraþon í hjólastól Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 4. ágúst 2017 21:01 Ásthildur segir undirbúninginn fyrir Reykjavíkurmaraþonið ganga vel. Vísir Ásthildur Jóna Guðmundsdóttir, 22 ára gömul kona, sem glímt hefur við taugahrörnunarsjúkdóminn SMA allt sitt líf, bindur vonir við að nýtt lyf gegn sjúkdómnum komi til með að breyta lífi hennar. Hún er bjartsýn og ætlar síðar í mánuðinum að fara hálfmaraþon í hjólastól. SMA er sjúkdómur sem leggst á taugakerfið. Sjúkdómurinn kemur mismunandi fram hjá einstaklingum en þeir eiga það sameiginlegt að skortur er á próteininu SMN sem veldur því að vöðvar fá ekki tilætluð skilaboð og enda á að rýrna vegna litlar notkunar. „Þetta er venjulegt fyrir mér. Ég get ekki tekið þátt í íþróttum. Ég get ekki hlaupið og ef ég dett á gólfið þá er ég bara föst,“ segir Ásthildur í samtali við fréttastofu. Hún segir undirbúninginn fyrir Reykjavíkurmaraþonið ganga vel. „Bara rosa vel, þetta hefur gengið vonum framar. Við fórum 16 kílómetra í vikunni þannig að þetta gengur rosalega vel.“ Í júlí fékkst markaðsleyfi fyrir lyfinu Spinraza hér á landi og bindur Ásthildur miklar vonir við að lyfjagjöfin gæti stöðvað hrörnunina og jafnvel bætt hreyfigetu. Ekki er vitað um greiðsluþátttöku fyrir lyfið sem er eitt dýrasta lyf heims og kostar ársskammtur um 75 milljónir króna. Ásthildur segir lyfjagjöfina vera flókna. „Ég veit þetta er flókið ferli. Það þarf að stinga í mænuna og taka mænuvökva úr og setja þetta lyf inn í staðinn. Þannig að þetta er mikið og dýrt lyf,“ segir hún. „Þetta gæti stöðvað sjúkdóminn og þetta gæti gefið manni einhvern styrk til baka eða bara hægt á honum. Eitthvað af þessu myndi bara breyta öllu fyrir okkur sem erum með þennan sjúkdóm því þetta er hrörnunarsjúkdómur og bara það að geta stöðvað hann eða hægt á honum eða eitthvað svoleiðis myndi breyta lífinu.“Hægt er að heita á Ásthildi inni á hlaupastyrkur.is. Mest lesið „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tveir þjóðvarðliðar drepnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Sjá meira
Ásthildur Jóna Guðmundsdóttir, 22 ára gömul kona, sem glímt hefur við taugahrörnunarsjúkdóminn SMA allt sitt líf, bindur vonir við að nýtt lyf gegn sjúkdómnum komi til með að breyta lífi hennar. Hún er bjartsýn og ætlar síðar í mánuðinum að fara hálfmaraþon í hjólastól. SMA er sjúkdómur sem leggst á taugakerfið. Sjúkdómurinn kemur mismunandi fram hjá einstaklingum en þeir eiga það sameiginlegt að skortur er á próteininu SMN sem veldur því að vöðvar fá ekki tilætluð skilaboð og enda á að rýrna vegna litlar notkunar. „Þetta er venjulegt fyrir mér. Ég get ekki tekið þátt í íþróttum. Ég get ekki hlaupið og ef ég dett á gólfið þá er ég bara föst,“ segir Ásthildur í samtali við fréttastofu. Hún segir undirbúninginn fyrir Reykjavíkurmaraþonið ganga vel. „Bara rosa vel, þetta hefur gengið vonum framar. Við fórum 16 kílómetra í vikunni þannig að þetta gengur rosalega vel.“ Í júlí fékkst markaðsleyfi fyrir lyfinu Spinraza hér á landi og bindur Ásthildur miklar vonir við að lyfjagjöfin gæti stöðvað hrörnunina og jafnvel bætt hreyfigetu. Ekki er vitað um greiðsluþátttöku fyrir lyfið sem er eitt dýrasta lyf heims og kostar ársskammtur um 75 milljónir króna. Ásthildur segir lyfjagjöfina vera flókna. „Ég veit þetta er flókið ferli. Það þarf að stinga í mænuna og taka mænuvökva úr og setja þetta lyf inn í staðinn. Þannig að þetta er mikið og dýrt lyf,“ segir hún. „Þetta gæti stöðvað sjúkdóminn og þetta gæti gefið manni einhvern styrk til baka eða bara hægt á honum. Eitthvað af þessu myndi bara breyta öllu fyrir okkur sem erum með þennan sjúkdóm því þetta er hrörnunarsjúkdómur og bara það að geta stöðvað hann eða hægt á honum eða eitthvað svoleiðis myndi breyta lífinu.“Hægt er að heita á Ásthildi inni á hlaupastyrkur.is.
Mest lesið „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tveir þjóðvarðliðar drepnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Sjá meira