Leiðtogar flokkanna halda spilunum fast að sér Heimir Már Pétursson skrifar 7. nóvember 2017 20:00 Það gæti skýrst á morgun hvort Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur reyna með sér myndun ríkisstjórnar með þátttöku Framsóknarflokksins. Staðan er hins vegar all flókin þar sem nokkur andstaða er innan flestra flokka við samstarf með öðrum flokkum og erfitt að láta kapalinn ganga pólitískt upp. Leiðtogar stjórnmálaflokkanna hafa haldið mjög fast að sér spilunum í dag og þegar maður hefur yfirleitt náð sambandi við þá hafa þeir sem minnst viljað segja um mögulegar stjórnarmyndanir. En það liggur einhvern veginn í kortunum að næst verði reynt að mynda ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks. En enginn vill segja neitt um það í dag. Almennt er reiknað með að forseti Íslands gefi leiðtogunum að minnsta kosti svigrúm eitthvað fram eftir degi á morgun, áður en hann kallar þá til sín á fund. En forsetinn er nánast í daglegu sambandi við leiðtogana þannig að hann er vel upplýstur um stöðu mála. Einhver vankvæði virðast á nánast öllum samsetningum flokka í ríkisstjórn vegna andstöðu þvers og kruss við samstarf einstakra flokka. Þingflokkur Flokks fólksins kom saman í dag til að ræða málin en Inga Sæland formaður flokksins segir aðþar á bæ hefðu menn lítið heyrt í dag.Nú er sagt að allir séu að tala við alla. Þýðir það að allir eru að tala við ykkur„Allir að tala við alla nema okkur,“ segir Inga og hlær. „ Nei, nei í rauninni erum við bara róleg hér á hliðarlínunni og höfum ekki fengið neitt spjall í dag,“ bætir hún við. Ekki eru allir hrifnir að því innan Vinstri grænna að fara í stjórn með Framsókn og Sjálfstæðisflokki án þess að Samfylkingin kæmi með í þá stjórn. Innan hennar virðast líka mjög blendnar tilfinningar gagnvart slíkri stjórn sem og innan Sjálfstæðisflokksins „Það eru þarna ákveðnar þreifingar. Það er búið að vera talað svolítið um þessa stjórn alveg frá vinstri til hægri. Með þá kannski Framsókn þarna í miðjunni. Það er bara spurning hvort það er það sem reynt verður næst. Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn. Við fáum sennilega að frétta af því á morgun,“ segir Inga Sæland. Kosningar 2017 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Það gæti skýrst á morgun hvort Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur reyna með sér myndun ríkisstjórnar með þátttöku Framsóknarflokksins. Staðan er hins vegar all flókin þar sem nokkur andstaða er innan flestra flokka við samstarf með öðrum flokkum og erfitt að láta kapalinn ganga pólitískt upp. Leiðtogar stjórnmálaflokkanna hafa haldið mjög fast að sér spilunum í dag og þegar maður hefur yfirleitt náð sambandi við þá hafa þeir sem minnst viljað segja um mögulegar stjórnarmyndanir. En það liggur einhvern veginn í kortunum að næst verði reynt að mynda ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks. En enginn vill segja neitt um það í dag. Almennt er reiknað með að forseti Íslands gefi leiðtogunum að minnsta kosti svigrúm eitthvað fram eftir degi á morgun, áður en hann kallar þá til sín á fund. En forsetinn er nánast í daglegu sambandi við leiðtogana þannig að hann er vel upplýstur um stöðu mála. Einhver vankvæði virðast á nánast öllum samsetningum flokka í ríkisstjórn vegna andstöðu þvers og kruss við samstarf einstakra flokka. Þingflokkur Flokks fólksins kom saman í dag til að ræða málin en Inga Sæland formaður flokksins segir aðþar á bæ hefðu menn lítið heyrt í dag.Nú er sagt að allir séu að tala við alla. Þýðir það að allir eru að tala við ykkur„Allir að tala við alla nema okkur,“ segir Inga og hlær. „ Nei, nei í rauninni erum við bara róleg hér á hliðarlínunni og höfum ekki fengið neitt spjall í dag,“ bætir hún við. Ekki eru allir hrifnir að því innan Vinstri grænna að fara í stjórn með Framsókn og Sjálfstæðisflokki án þess að Samfylkingin kæmi með í þá stjórn. Innan hennar virðast líka mjög blendnar tilfinningar gagnvart slíkri stjórn sem og innan Sjálfstæðisflokksins „Það eru þarna ákveðnar þreifingar. Það er búið að vera talað svolítið um þessa stjórn alveg frá vinstri til hægri. Með þá kannski Framsókn þarna í miðjunni. Það er bara spurning hvort það er það sem reynt verður næst. Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn. Við fáum sennilega að frétta af því á morgun,“ segir Inga Sæland.
Kosningar 2017 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira