Sakfelld fyrir að sparka í andlitið á leigusalanum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. maí 2017 22:44 Maðurinn missti tvær framtennur við árásina. Vísir/Eyþór Kona á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmd í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og fíkniefnalagabrot. Henni var gefið að sök að hafa sparkað í andlitið á leigusala sínum og að hafa haft í fórum sínum rúm þrjú grömm af maríjúna.Öskraði eins og dýr Kærasti konunnar hafði tekið herbergi á leigu á gistiheimili við Grjótagötu í Reykjavík í janúar 2015. Leigusalinn sagði kærasta konunnar hafa leitað til sín og sagst vera í vandræðum með húsnæði í tvær vikur, og að hann hafi þar af leiðandi útvegað manninum herbergi. Hann sagði manninn hafa verið eina nótt einn í herberginu en að konan hafi komið næsta dag. Þá hafi allt farið í háaloft; hávaði, rifrildi, skellir og slæm umgengni. Leigusalinn sagði það ekki ganga upp og bað þau um að fara. Þegar konan hafi neitað að afhenda lykilinn að herberginu hafi komið til átaka á milli sín og hennar. Hann sagði hana hafa reynt að bíta sig í höndina og svo sparkað í andlit sitt þegar hann teygði sig eftir lyklinum, með þeim afleiðingum að hann missti tvær tennur. Hún hafi svo gengið niður Aðalstrætið “öskrandi eins og dýr”, líkt og leigusalinn orðaði það fyrir dómi.Áverkarnir væntanlega eftir fall Konan sagðist hins vegar hafa verið að hlaupa undan leigusalanum og að þau hefðu fallið í jörðina. Áverkar hans hefðu væntanlega verið eftir það. Þá sagði hún manninn hafa ráðist á sig - ekki öfugt. Læknir sem skoðaði manninn taldi langlíklegast að áverkarnir hefðu komið við spark í andlitið og þá taldi tannlæknir áverkana varla geta komið til við að falla eða hrasa. Dómurinn taldi sannað að konan hefði gerst sek um þessa háttsemi og dæmdi hana í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára. Þá var henni gert að greiða leigusalanum 500 þúsund krónur í miskabætur og rúma milljón í tannlæknakostnað mannsins. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Kona á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmd í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og fíkniefnalagabrot. Henni var gefið að sök að hafa sparkað í andlitið á leigusala sínum og að hafa haft í fórum sínum rúm þrjú grömm af maríjúna.Öskraði eins og dýr Kærasti konunnar hafði tekið herbergi á leigu á gistiheimili við Grjótagötu í Reykjavík í janúar 2015. Leigusalinn sagði kærasta konunnar hafa leitað til sín og sagst vera í vandræðum með húsnæði í tvær vikur, og að hann hafi þar af leiðandi útvegað manninum herbergi. Hann sagði manninn hafa verið eina nótt einn í herberginu en að konan hafi komið næsta dag. Þá hafi allt farið í háaloft; hávaði, rifrildi, skellir og slæm umgengni. Leigusalinn sagði það ekki ganga upp og bað þau um að fara. Þegar konan hafi neitað að afhenda lykilinn að herberginu hafi komið til átaka á milli sín og hennar. Hann sagði hana hafa reynt að bíta sig í höndina og svo sparkað í andlit sitt þegar hann teygði sig eftir lyklinum, með þeim afleiðingum að hann missti tvær tennur. Hún hafi svo gengið niður Aðalstrætið “öskrandi eins og dýr”, líkt og leigusalinn orðaði það fyrir dómi.Áverkarnir væntanlega eftir fall Konan sagðist hins vegar hafa verið að hlaupa undan leigusalanum og að þau hefðu fallið í jörðina. Áverkar hans hefðu væntanlega verið eftir það. Þá sagði hún manninn hafa ráðist á sig - ekki öfugt. Læknir sem skoðaði manninn taldi langlíklegast að áverkarnir hefðu komið við spark í andlitið og þá taldi tannlæknir áverkana varla geta komið til við að falla eða hrasa. Dómurinn taldi sannað að konan hefði gerst sek um þessa háttsemi og dæmdi hana í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára. Þá var henni gert að greiða leigusalanum 500 þúsund krónur í miskabætur og rúma milljón í tannlæknakostnað mannsins.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira