Ásmundur segist finna fyrir miklum stuðningi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. október 2017 12:00 Fjölmargir hafa gagnrýnt málflutning Ásmunds, meðal annars nokkrir nafntogaðir Sjálfstæðismenn. Vísir/gva Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segist finna fyrir miklum stuðningi eftir gagnrýni á málflutning hans um málefni hælisleitenda. Hann segist ekki hafa tíma til að vera í slag við samflokksmenn sína sem séu með krummafót í kosningabaráttunni. Ásmundur, sem skipar annað sæti á lista Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi í komandi þingkosningum, sagði í grein sem birtist í Morgunblaðinu í gær að ræða þurfi kostnað vegna hælisleitenda. Vilji hann meina að þöggun ríki um málefnið og að heimafólk líði fyrir fjölgun hælisleitenda á Íslandi. Fjölmargir hafa gagnrýnt málflutning Ásmundar, meðal annars nokkrir nafntogaðir Sjálfstæðismenn. Einn þeirra er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari flokksins, en hún segir á Twitter-síðu sinni að stefna Sjálfstæðisflokksins sé skýr, en þar segi að móttaka flóttamanna sé sjálfsögð. „Ég segi það bara að við í Suðurkjördæmi, við höfum nóg að gera í að reka okkar kosningabaráttu og halda áfram í okkar málum og við höfum engan tíma til að fara í slag við samflokksmenn okkar,“ segir Ásmundur. Hann segist ekki vera hissa á viðbrögðum almennings. „Ég átti von á skiptum skoðunum. Það eru mjög skiptar skoðanir um þetta mál og mér finnst það bara eðlilegt. Þetta er bara þannig mál. Ég tek góðum rökum í þessu máli hvort sem þau eru á móti mér eða ekki. Þau eru mörg auðvitað góð og gild og ég sé ekkert athugavert við það að fólk sé ekki sammála mér en ég frábið mér skítkasti,“ segir Ásmundur. Þá hafa samflokksmenn hvatt kjósendur til þess að strika nafn Ásmundar út af kjörseðli í komandi alþingiskosningum. Magnús Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, sagði að Ásmundur hafi gefið kjósendum flokksins í Suðurkjördæmi ærna ástæðu til að strika yfir hann. Davíð Þorláksson, fyrrverandi formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, tekur í sama streng á Twitter-síðu sinni og hvetur kjósendur flokksins í til að strika Ásmund út. „Ég ætla ekki að eyða neinu í það. Þeir eru bara með krummafótinn í kosningabaráttunni,“ segir Ásmundur. Hann segist ekki hafa heyrt í meðframbjóðendum sínum í Suðurkjördæmi en að hann finni fyrir miklum stuðningi meðal almennings. Heldur þú að þetta komi til með að hafa áhrif á komandi kosningar? „Ég held ekki. Þetta er auðvitað bara innlegg í umræðuna og ég finn að það eru margir sem fagna því þannig ég held að við eigum að ræða þessi mál eins og öll önnur. Allavega af viðbrögðunum að dæma voru mikið fleiri ánægðir en óánægðir, ég finn það,“ segir Ásmundur. Flóttamenn Kosningar 2017 Tengdar fréttir Hvetja til útstrikana á Ásmundi "Fráleitur Friðriksson gefur fólkinu í Suðurkjördæmi ástæðu til þess að nota yfirstrikunarpennann.“ 14. október 2017 22:38 Gagnrýnir þá sem ekki vilja ræða kostnað við hælisleitendur Ásmundur Friðriksson segir hælisleitendum veitt þjónusta á kostnað heimafólks. 14. október 2017 20:30 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segist finna fyrir miklum stuðningi eftir gagnrýni á málflutning hans um málefni hælisleitenda. Hann segist ekki hafa tíma til að vera í slag við samflokksmenn sína sem séu með krummafót í kosningabaráttunni. Ásmundur, sem skipar annað sæti á lista Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi í komandi þingkosningum, sagði í grein sem birtist í Morgunblaðinu í gær að ræða þurfi kostnað vegna hælisleitenda. Vilji hann meina að þöggun ríki um málefnið og að heimafólk líði fyrir fjölgun hælisleitenda á Íslandi. Fjölmargir hafa gagnrýnt málflutning Ásmundar, meðal annars nokkrir nafntogaðir Sjálfstæðismenn. Einn þeirra er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari flokksins, en hún segir á Twitter-síðu sinni að stefna Sjálfstæðisflokksins sé skýr, en þar segi að móttaka flóttamanna sé sjálfsögð. „Ég segi það bara að við í Suðurkjördæmi, við höfum nóg að gera í að reka okkar kosningabaráttu og halda áfram í okkar málum og við höfum engan tíma til að fara í slag við samflokksmenn okkar,“ segir Ásmundur. Hann segist ekki vera hissa á viðbrögðum almennings. „Ég átti von á skiptum skoðunum. Það eru mjög skiptar skoðanir um þetta mál og mér finnst það bara eðlilegt. Þetta er bara þannig mál. Ég tek góðum rökum í þessu máli hvort sem þau eru á móti mér eða ekki. Þau eru mörg auðvitað góð og gild og ég sé ekkert athugavert við það að fólk sé ekki sammála mér en ég frábið mér skítkasti,“ segir Ásmundur. Þá hafa samflokksmenn hvatt kjósendur til þess að strika nafn Ásmundar út af kjörseðli í komandi alþingiskosningum. Magnús Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, sagði að Ásmundur hafi gefið kjósendum flokksins í Suðurkjördæmi ærna ástæðu til að strika yfir hann. Davíð Þorláksson, fyrrverandi formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, tekur í sama streng á Twitter-síðu sinni og hvetur kjósendur flokksins í til að strika Ásmund út. „Ég ætla ekki að eyða neinu í það. Þeir eru bara með krummafótinn í kosningabaráttunni,“ segir Ásmundur. Hann segist ekki hafa heyrt í meðframbjóðendum sínum í Suðurkjördæmi en að hann finni fyrir miklum stuðningi meðal almennings. Heldur þú að þetta komi til með að hafa áhrif á komandi kosningar? „Ég held ekki. Þetta er auðvitað bara innlegg í umræðuna og ég finn að það eru margir sem fagna því þannig ég held að við eigum að ræða þessi mál eins og öll önnur. Allavega af viðbrögðunum að dæma voru mikið fleiri ánægðir en óánægðir, ég finn það,“ segir Ásmundur.
Flóttamenn Kosningar 2017 Tengdar fréttir Hvetja til útstrikana á Ásmundi "Fráleitur Friðriksson gefur fólkinu í Suðurkjördæmi ástæðu til þess að nota yfirstrikunarpennann.“ 14. október 2017 22:38 Gagnrýnir þá sem ekki vilja ræða kostnað við hælisleitendur Ásmundur Friðriksson segir hælisleitendum veitt þjónusta á kostnað heimafólks. 14. október 2017 20:30 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Hvetja til útstrikana á Ásmundi "Fráleitur Friðriksson gefur fólkinu í Suðurkjördæmi ástæðu til þess að nota yfirstrikunarpennann.“ 14. október 2017 22:38
Gagnrýnir þá sem ekki vilja ræða kostnað við hælisleitendur Ásmundur Friðriksson segir hælisleitendum veitt þjónusta á kostnað heimafólks. 14. október 2017 20:30