Hatrið og óttinn eru stærstu óvinirnir Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. desember 2017 07:00 Nir Oren (t.v.), og Wajih Tmeizi, Ísraeli og Palestínumaður, vilja að átökum Ísraels og Palestínu linni. vísir/Ernir Hatrið, vantraustið og óttinn eru stærstu óvinirnir. Þetta segja Palestínumaðurinn Wajih Tmeizi og Ísraelinn Nir Oren. Þeir eru staddir hér á landi í tilefni af þrítugsafmæli samtakanna Ísland-Palestína og eru fulltrúar friðarsamtakanna The Parents Circle – Families Forum (PCFF), samtaka palestínskra og ísraelskra fjölskyldna sem hafa misst ástvini í átökum þjóðanna.Hernámið ástæða blóðbaðsins„Í júlí árið 1990 var bróðir minn drepinn. En ég sat aðgerðalaus þar til árið 2001. Þá varð annar harmleikur í fjölskyldunni. Þrjú frændsystkini mín voru drepin. Tvö þeirra voru 23 ára en hið þriðja var bara ungbarn, fjögurra mánaða gamalt. Þegar ég sá allt blóðið var eins og eitthvað hefði smollið í höfðinu á mér,“ segir Wajih. Eftir harmleikinn spurði Wajih sig hvað hann gæti gert til að bjarga fjölskyldu sinni, sjálfum sér og samfélaginu. „Af því ég trúi því að lífið sé það allra heilagasta.“ Þá fann hann PCFF. Hann segir samtökin góð þar sem Ísraelar og Palestínumenn koma saman í nafni samtakanna til þess að berjast gegn öllu því ofbeldi sem ríkir á svæðinu. „Við viljum stöðva blóðbaðið. Við viljum stöðva hernámið af því að við trúum því að hernámið sé ástæða þess að fjölskylda mín og móðir Nir hafi verið drepin.“Alinn upp í andstöðuMóðir Nir var drepin í sjálfsmorðssprengjuárás þann 24. júlí árið 1995. Hann segist muna eftir því að viðhorfið hafi verið það að þá þyrfti að hefna. „Ég vildi bara syrgja í friði. Móðir mín hafði verið drepin án nokkurs tilgangs. Hún var góð kona og gerði engum mein. Var bara á röngum stað á röngum tíma.“ Áhrif móðurmissisins segir Nir að hafi verið mikil. Í kjölfar hans hafi hann uppgötvað PCFF þegar auglýstar voru sumarbúðir fyrir börn beggja þjóða. Sendi hann son sinn í sumarbúðirnar um það leyti sem önnur Intifada-uppreisnin stóð sem hæst. Á fundum samtakanna hafi hann í fyrsta skipti kynnst Palestínumönnum í raun og veru. „Þarna var fólk sem fann til með mér og ég með þeim. Þetta gaf mér von og hjálpaði mér í sorgarferlinu. Ef til vill eru samræður sem þessar rétta leiðin til að koma í veg fyrir að fleiri þurfi að líða slíkan missi.“ Nir segir að í Ísrael þurfi allir að gegna herþjónustu. Hann hafi sjálfur farið og barist í stríði í Líbanon árið 1982. Þá hafi hann séð tilgangsleysi allra þessara átaka. Honum fannst eins og að mannslíf væru metin einskis virði.Nir og Wajih ræddu við Fréttablaðið um átökin.vísir/ernirHatrið, óttinn og vantraustiðBáðir eru þeir Nir og Wajih vongóðir um að hægt sé að leysa úr átökunum svo þjóðirnar geti lifað í friði á svæðinu. „Hatrið er stærsti óvinurinn. Og vantraustið. Og óttinn. Þetta eru erfiðustu hindranirnar sem við þurfum að yfirstíga. Við þurfum að treysta,“ segir Nir. „Treysta hverjir öðrum,“ botnar Wajih. Wajih segir nauðsynlegt að hernámi Ísraelsmanna sé aflétt. „Ég vil ekki lífa betra lífi en Nir. Við viljum bara réttlæti.“ „Þetta snýst um landamærin. Ef ég bæði son minn um að teikna kort af Palestínu myndi hann teikna það og skrifa Palestína yfir. Ef Nir bæði son sinn myndi hann teikna sama kort nema skrifa Ísrael,“ segir Wajih sem vill jafnframt koma því á framfæri að átökin eru ekki trúarlegs eðlis. Það sé algengur misskilningur. Þau snúist fyrst og fremst um hernámið. „Ef við, sorgbitnar fjölskyldur sem hafa misst ástvini, getum sest niður saman og rætt málin, þá geta það allir,“ segir Wajih. „Ef við getum það eftir þennan sára missi getur það hver sem er,“ segir Nir.Íslendingar geta haft áhrifTvímenningarnir ræddu við Íslendinga í Norræna húsinu í gær á opnum fundi. Segja þeir að ferðin hefði ekki verið farin nema þeir tryðu því að Íslendingar gætu haft áhrif á átökin. „Þess vegna erum við hérna. Íslendingar þurfa einfaldlega að taka afstöðu með mannréttindum, réttinum til lífs og réttlæti. Þeir þurfa ekki að tala máli Palestínu eða Ísraels,“ segir Wajih. Nir segir áhuga Íslendinga á átökunum hafa komið sér á óvart sem og það að áhuginn sé langvarandi. „Þetta vermir hjörtu okkar og við höldum að þetta hjálpi.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Hatrið, vantraustið og óttinn eru stærstu óvinirnir. Þetta segja Palestínumaðurinn Wajih Tmeizi og Ísraelinn Nir Oren. Þeir eru staddir hér á landi í tilefni af þrítugsafmæli samtakanna Ísland-Palestína og eru fulltrúar friðarsamtakanna The Parents Circle – Families Forum (PCFF), samtaka palestínskra og ísraelskra fjölskyldna sem hafa misst ástvini í átökum þjóðanna.Hernámið ástæða blóðbaðsins„Í júlí árið 1990 var bróðir minn drepinn. En ég sat aðgerðalaus þar til árið 2001. Þá varð annar harmleikur í fjölskyldunni. Þrjú frændsystkini mín voru drepin. Tvö þeirra voru 23 ára en hið þriðja var bara ungbarn, fjögurra mánaða gamalt. Þegar ég sá allt blóðið var eins og eitthvað hefði smollið í höfðinu á mér,“ segir Wajih. Eftir harmleikinn spurði Wajih sig hvað hann gæti gert til að bjarga fjölskyldu sinni, sjálfum sér og samfélaginu. „Af því ég trúi því að lífið sé það allra heilagasta.“ Þá fann hann PCFF. Hann segir samtökin góð þar sem Ísraelar og Palestínumenn koma saman í nafni samtakanna til þess að berjast gegn öllu því ofbeldi sem ríkir á svæðinu. „Við viljum stöðva blóðbaðið. Við viljum stöðva hernámið af því að við trúum því að hernámið sé ástæða þess að fjölskylda mín og móðir Nir hafi verið drepin.“Alinn upp í andstöðuMóðir Nir var drepin í sjálfsmorðssprengjuárás þann 24. júlí árið 1995. Hann segist muna eftir því að viðhorfið hafi verið það að þá þyrfti að hefna. „Ég vildi bara syrgja í friði. Móðir mín hafði verið drepin án nokkurs tilgangs. Hún var góð kona og gerði engum mein. Var bara á röngum stað á röngum tíma.“ Áhrif móðurmissisins segir Nir að hafi verið mikil. Í kjölfar hans hafi hann uppgötvað PCFF þegar auglýstar voru sumarbúðir fyrir börn beggja þjóða. Sendi hann son sinn í sumarbúðirnar um það leyti sem önnur Intifada-uppreisnin stóð sem hæst. Á fundum samtakanna hafi hann í fyrsta skipti kynnst Palestínumönnum í raun og veru. „Þarna var fólk sem fann til með mér og ég með þeim. Þetta gaf mér von og hjálpaði mér í sorgarferlinu. Ef til vill eru samræður sem þessar rétta leiðin til að koma í veg fyrir að fleiri þurfi að líða slíkan missi.“ Nir segir að í Ísrael þurfi allir að gegna herþjónustu. Hann hafi sjálfur farið og barist í stríði í Líbanon árið 1982. Þá hafi hann séð tilgangsleysi allra þessara átaka. Honum fannst eins og að mannslíf væru metin einskis virði.Nir og Wajih ræddu við Fréttablaðið um átökin.vísir/ernirHatrið, óttinn og vantraustiðBáðir eru þeir Nir og Wajih vongóðir um að hægt sé að leysa úr átökunum svo þjóðirnar geti lifað í friði á svæðinu. „Hatrið er stærsti óvinurinn. Og vantraustið. Og óttinn. Þetta eru erfiðustu hindranirnar sem við þurfum að yfirstíga. Við þurfum að treysta,“ segir Nir. „Treysta hverjir öðrum,“ botnar Wajih. Wajih segir nauðsynlegt að hernámi Ísraelsmanna sé aflétt. „Ég vil ekki lífa betra lífi en Nir. Við viljum bara réttlæti.“ „Þetta snýst um landamærin. Ef ég bæði son minn um að teikna kort af Palestínu myndi hann teikna það og skrifa Palestína yfir. Ef Nir bæði son sinn myndi hann teikna sama kort nema skrifa Ísrael,“ segir Wajih sem vill jafnframt koma því á framfæri að átökin eru ekki trúarlegs eðlis. Það sé algengur misskilningur. Þau snúist fyrst og fremst um hernámið. „Ef við, sorgbitnar fjölskyldur sem hafa misst ástvini, getum sest niður saman og rætt málin, þá geta það allir,“ segir Wajih. „Ef við getum það eftir þennan sára missi getur það hver sem er,“ segir Nir.Íslendingar geta haft áhrifTvímenningarnir ræddu við Íslendinga í Norræna húsinu í gær á opnum fundi. Segja þeir að ferðin hefði ekki verið farin nema þeir tryðu því að Íslendingar gætu haft áhrif á átökin. „Þess vegna erum við hérna. Íslendingar þurfa einfaldlega að taka afstöðu með mannréttindum, réttinum til lífs og réttlæti. Þeir þurfa ekki að tala máli Palestínu eða Ísraels,“ segir Wajih. Nir segir áhuga Íslendinga á átökunum hafa komið sér á óvart sem og það að áhuginn sé langvarandi. „Þetta vermir hjörtu okkar og við höldum að þetta hjálpi.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira