Hafa tjaldsvæðið opið í svartasta skammdegi Kristján Már Unnarsson skrifar 21. september 2017 22:52 Sigrún Kapitola Guðrúnardóttir ferðamálafræðingur rekur tjaldsvæðið á Höfn. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Fjölgun ferðamanna á Höfn í Hornafirði utan háannatímans er orðin svo mikil að ákveðið er að tjaldsvæðið þar verði haft opið í allan vetur. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Sigrúnu Kapitolu Guðrúnardóttur ferðamálafræðing, sem rekur tjaldsvæðið á Höfn. Í huga flestra Íslendinga er tjaldútilegutíminn kannski frá miðjum júní og eitthvað fram yfir verslunarmannahelgi. Á Höfn býðst ferðamönnum hins vegar að tjalda meira að segja á þorranum því þar verður opið í allan vetur.Séð yfir tjaldsvæðið á Höfn í Hornafirði núna í september.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fáir þekkja breytingarnar betur en rekstraraðili tjaldsvæðisins, Sigrún Kapitola Guðrúnardóttir, sem hóf að þjónusta tjaldgesti fyrir átján árum. Hún segir að áður fyrr hafi verið opið í þrjá mánuði og aðsóknin fallið niður upp úr verslunarmannahelgi en núna sé septembermánuður eins og júní var fyrir fáum árum. Þannig hafi heildarfjöldi gesta verið 167 allan septembermánuð árið 2007. Í ár séu dæmi um hátt í 300 gesti á einum degi núna í september. „Þetta er bara að breytast svo gríðarlega,“ segir Sigrún Kapitola. Stóra breytingin sé fjölgun húsbíla, stórra sem smárra. Núna sé vel efnað miðaldra fólk að ferðast jafnvel á litlum húsbílum, eins og Kúkú Campers. Hún segir þessa gesti vilja sameina gistingu og bílaleigubíl til að lækka ferðakostnað. Þeir séu ekki tilbúnir að eyða kannski 300-400 þúsund krónum bara í gistingu í sex daga ferð um Ísland. Húsbílar á tjaldsvæðinu á Höfn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hún segir fjölgun húsbílanna þrýsta á lengri opnunartíma en segir þeim einnig fjölga sem velja að tjalda að vetrarlagi, meira að segja í frosthörkum. Mikið af því sé alvöru útivistarfólk með alvöru græjur sem hafi engar áhyggjur þótt það skelli á stormur. Hún býst þó ekki við fjölmenni á tjaldsvæðinu yfir háveturinn. „Smágóðgerðarstarf kannski að hafa opið yfir svörtustu vetrarmánuðina. En aðstaðan þarf að vera opin. Það þarf að vera þjónusta,“ segir Sigrún Kapitola. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Segir öfluga aðila standa á bak við áform í Össurárdal Smíði hótels og íbúða fyrir tvöhundruð gesti á jörðinni Svínhólum í Lóni er nú í undirbúningi. Hugmyndir um alþjóðaflugvöll í Hornafirði tengjast áformunum, 20. september 2017 22:00 Kostar 600 krónur fyrir fólksbíl að aka um hliðið að Skaftafelli Fimmtíu ár eru frá því Skaftafellsþjóðgarður var stofnaður. Innheimta aðgangseyris er hafin í Skaftafell en búist er við áttahundruð þúsund ferðamönnum þangað í ár. 16. september 2017 21:00 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Fjölgun ferðamanna á Höfn í Hornafirði utan háannatímans er orðin svo mikil að ákveðið er að tjaldsvæðið þar verði haft opið í allan vetur. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Sigrúnu Kapitolu Guðrúnardóttur ferðamálafræðing, sem rekur tjaldsvæðið á Höfn. Í huga flestra Íslendinga er tjaldútilegutíminn kannski frá miðjum júní og eitthvað fram yfir verslunarmannahelgi. Á Höfn býðst ferðamönnum hins vegar að tjalda meira að segja á þorranum því þar verður opið í allan vetur.Séð yfir tjaldsvæðið á Höfn í Hornafirði núna í september.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fáir þekkja breytingarnar betur en rekstraraðili tjaldsvæðisins, Sigrún Kapitola Guðrúnardóttir, sem hóf að þjónusta tjaldgesti fyrir átján árum. Hún segir að áður fyrr hafi verið opið í þrjá mánuði og aðsóknin fallið niður upp úr verslunarmannahelgi en núna sé septembermánuður eins og júní var fyrir fáum árum. Þannig hafi heildarfjöldi gesta verið 167 allan septembermánuð árið 2007. Í ár séu dæmi um hátt í 300 gesti á einum degi núna í september. „Þetta er bara að breytast svo gríðarlega,“ segir Sigrún Kapitola. Stóra breytingin sé fjölgun húsbíla, stórra sem smárra. Núna sé vel efnað miðaldra fólk að ferðast jafnvel á litlum húsbílum, eins og Kúkú Campers. Hún segir þessa gesti vilja sameina gistingu og bílaleigubíl til að lækka ferðakostnað. Þeir séu ekki tilbúnir að eyða kannski 300-400 þúsund krónum bara í gistingu í sex daga ferð um Ísland. Húsbílar á tjaldsvæðinu á Höfn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hún segir fjölgun húsbílanna þrýsta á lengri opnunartíma en segir þeim einnig fjölga sem velja að tjalda að vetrarlagi, meira að segja í frosthörkum. Mikið af því sé alvöru útivistarfólk með alvöru græjur sem hafi engar áhyggjur þótt það skelli á stormur. Hún býst þó ekki við fjölmenni á tjaldsvæðinu yfir háveturinn. „Smágóðgerðarstarf kannski að hafa opið yfir svörtustu vetrarmánuðina. En aðstaðan þarf að vera opin. Það þarf að vera þjónusta,“ segir Sigrún Kapitola. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Segir öfluga aðila standa á bak við áform í Össurárdal Smíði hótels og íbúða fyrir tvöhundruð gesti á jörðinni Svínhólum í Lóni er nú í undirbúningi. Hugmyndir um alþjóðaflugvöll í Hornafirði tengjast áformunum, 20. september 2017 22:00 Kostar 600 krónur fyrir fólksbíl að aka um hliðið að Skaftafelli Fimmtíu ár eru frá því Skaftafellsþjóðgarður var stofnaður. Innheimta aðgangseyris er hafin í Skaftafell en búist er við áttahundruð þúsund ferðamönnum þangað í ár. 16. september 2017 21:00 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Segir öfluga aðila standa á bak við áform í Össurárdal Smíði hótels og íbúða fyrir tvöhundruð gesti á jörðinni Svínhólum í Lóni er nú í undirbúningi. Hugmyndir um alþjóðaflugvöll í Hornafirði tengjast áformunum, 20. september 2017 22:00
Kostar 600 krónur fyrir fólksbíl að aka um hliðið að Skaftafelli Fimmtíu ár eru frá því Skaftafellsþjóðgarður var stofnaður. Innheimta aðgangseyris er hafin í Skaftafell en búist er við áttahundruð þúsund ferðamönnum þangað í ár. 16. september 2017 21:00