Þingmennskan og hljómsveitarlífið passa vel saman Guðný Hrönn skrifar 24. maí 2017 10:45 Kolbeinn mun halda uppi stuðinu á Rósenberg í kvöld með hljómsveitinni Slow Train. VÍSIR/EYÞÓR „Hljómsveitarlífið fer vel saman með öllu, þetta snýst bara um að tapa sér ekki í formi og æfingum heldur leyfa flæðinu og stemmningunni að ríkja - dálítið eins og í lífinu sjálfu. Það er fátt betra eftir þus í þingsal, mitt eigið og annarra, en að fara á æfingu og telja í lag,“ segir þingmaðurinn Kolbeinn Óttarsson Proppé en hann mun koma fram á Rósenberg í kvöld ásamt hljómsveit sinni, Slow Train. Í kvöld mun Slow Train aðeins spila lög Bobs Dylan en nóbelsskáldið á afmæli í dag. „Ójá, og það mörg,“ segir Kolbeinn aðspurður hvort hann eigi sér uppáhaldslag eftir Dylan. „Það fer allt eftir stemmningunni. Í sumar, sól og gleði á New Morning alltaf við, en sæki depurðin að (sem gerist nú ekki oft) er gott að hlýða á Not Dark Yet. Það lag sem lengst hefur fylgt mér sem uppáhaldslag er þó Sad Eyed Lady of the Lowlands.“ Kolbeinn er spenntur fyrir kvöldinu enda er hann vera afar mikill Dylan-aðdáandi.„En eru allir í raun ekki aðdáendur Dylans? Við Slow Train-liðar erum kannski mismiklir aðdáendur. Allt frá forsprakkanum, sem á líklega flest allt sem hefur verið gefið út með honum, til annarra í bandinu sem kannast nú við fæst lögin sem við tökum. Hvað mig sjálfan varðar er ég nú líklega nær því að vera ofurmikill aðdáandi.“ Spurður nánar út í bandið sjálft, Slow Train, segir Kolbeinn: „Við erum fimm. Forsprakki er Jóhannes Hlynur Sigurðsson, héraðshöfðingi úr Þjórsárdal, sem syngur, spilar á kassagítar og blæs í munnhörpu. Dylan Gnúpverjahrepps, eins og hann hefur verið nefndur. Þaðan erum við bræður líka ættaðir, ég og bassaleikarinn Hrafnkell Á. Proppé. Fulltrúi skógræktenda er svo Hreinn Óskarsson, sem slær strengi rafgítarsins, en hestamenn og aðdáendur hrynfestu eiga sinn fulltrúa í Skeiðamanninum Gunna Jóns.“ Þess má geta að tónleikarnir hefjast klukkan 21.30. Tónlist Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
„Hljómsveitarlífið fer vel saman með öllu, þetta snýst bara um að tapa sér ekki í formi og æfingum heldur leyfa flæðinu og stemmningunni að ríkja - dálítið eins og í lífinu sjálfu. Það er fátt betra eftir þus í þingsal, mitt eigið og annarra, en að fara á æfingu og telja í lag,“ segir þingmaðurinn Kolbeinn Óttarsson Proppé en hann mun koma fram á Rósenberg í kvöld ásamt hljómsveit sinni, Slow Train. Í kvöld mun Slow Train aðeins spila lög Bobs Dylan en nóbelsskáldið á afmæli í dag. „Ójá, og það mörg,“ segir Kolbeinn aðspurður hvort hann eigi sér uppáhaldslag eftir Dylan. „Það fer allt eftir stemmningunni. Í sumar, sól og gleði á New Morning alltaf við, en sæki depurðin að (sem gerist nú ekki oft) er gott að hlýða á Not Dark Yet. Það lag sem lengst hefur fylgt mér sem uppáhaldslag er þó Sad Eyed Lady of the Lowlands.“ Kolbeinn er spenntur fyrir kvöldinu enda er hann vera afar mikill Dylan-aðdáandi.„En eru allir í raun ekki aðdáendur Dylans? Við Slow Train-liðar erum kannski mismiklir aðdáendur. Allt frá forsprakkanum, sem á líklega flest allt sem hefur verið gefið út með honum, til annarra í bandinu sem kannast nú við fæst lögin sem við tökum. Hvað mig sjálfan varðar er ég nú líklega nær því að vera ofurmikill aðdáandi.“ Spurður nánar út í bandið sjálft, Slow Train, segir Kolbeinn: „Við erum fimm. Forsprakki er Jóhannes Hlynur Sigurðsson, héraðshöfðingi úr Þjórsárdal, sem syngur, spilar á kassagítar og blæs í munnhörpu. Dylan Gnúpverjahrepps, eins og hann hefur verið nefndur. Þaðan erum við bræður líka ættaðir, ég og bassaleikarinn Hrafnkell Á. Proppé. Fulltrúi skógræktenda er svo Hreinn Óskarsson, sem slær strengi rafgítarsins, en hestamenn og aðdáendur hrynfestu eiga sinn fulltrúa í Skeiðamanninum Gunna Jóns.“ Þess má geta að tónleikarnir hefjast klukkan 21.30.
Tónlist Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira