Þúsund hermenn á götum Bretlands Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. maí 2017 20:00 Þúsund hermenn voru sendir út á götur Bretlands í dag til að standa vörð við þekkt kennileiti. Hæsta viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkjahættu ríkir í landinu en sjö hafa verið handteknir vegna sprengjuárásarinnar í Manchester á mánudag. Theresa May varð fyrsti forsætisráðherrann til að virkja svokallaða Temperer aðgerð sem felur í sér heimild til að senda allt að fimm þúsund hermenn til að standa við hlið lögreglumanna á götum úti. Þá verður hergæsla við Wembley leikvanginn um helgina þar sem úrslitaleikurinn í enska bikarnum fer fram. Búið er að aflýsa ýmsum viðburðum líkt og skrúðgöngu Chelsea sem átti að fara fram á sunnudag til að fagna sigri liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir ástandið hafa farþegar ekki verið að afbóka flug frá Íslandi til Bretlands að sögn talsmanna Icelandair og WOW air. Hafa þó einhverjir sett sig í samband til að kanna aðstæður.Búið er að bera kennsl á 22 sem létust í árásinni. Þar af hafa 12 verið nafngreindir í fjölmiðlum en þeirra á meðal eru átta ára stúlka, táningar og foreldrar sem voru að sækja dætur sínar á tónleikana. Læknar sem hafa séð um fórnarlömbin greindu í dag frá því að tuttugu til viðbótar séu alvarlega særðir en alls slösuðust 64. Sjö menn hafa verið handteknir í tengslum við málið, þar af fimm í Bretlandi auk þess sem bróðir og faðir árásarmannsins voru handteknir í Líbýu. Rannsakar lögregla nú möguleg tengsl árásarmannsins, hins 22 ára gamla Salman Abedi, við stærra hryðjuverkanet. Kosningabaráttunni fyrir komandi þingkosningar hafði verið frestað vegna árásinnar en henni verður haldið áfram á föstudaginn. Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Þúsund hermenn voru sendir út á götur Bretlands í dag til að standa vörð við þekkt kennileiti. Hæsta viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkjahættu ríkir í landinu en sjö hafa verið handteknir vegna sprengjuárásarinnar í Manchester á mánudag. Theresa May varð fyrsti forsætisráðherrann til að virkja svokallaða Temperer aðgerð sem felur í sér heimild til að senda allt að fimm þúsund hermenn til að standa við hlið lögreglumanna á götum úti. Þá verður hergæsla við Wembley leikvanginn um helgina þar sem úrslitaleikurinn í enska bikarnum fer fram. Búið er að aflýsa ýmsum viðburðum líkt og skrúðgöngu Chelsea sem átti að fara fram á sunnudag til að fagna sigri liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir ástandið hafa farþegar ekki verið að afbóka flug frá Íslandi til Bretlands að sögn talsmanna Icelandair og WOW air. Hafa þó einhverjir sett sig í samband til að kanna aðstæður.Búið er að bera kennsl á 22 sem létust í árásinni. Þar af hafa 12 verið nafngreindir í fjölmiðlum en þeirra á meðal eru átta ára stúlka, táningar og foreldrar sem voru að sækja dætur sínar á tónleikana. Læknar sem hafa séð um fórnarlömbin greindu í dag frá því að tuttugu til viðbótar séu alvarlega særðir en alls slösuðust 64. Sjö menn hafa verið handteknir í tengslum við málið, þar af fimm í Bretlandi auk þess sem bróðir og faðir árásarmannsins voru handteknir í Líbýu. Rannsakar lögregla nú möguleg tengsl árásarmannsins, hins 22 ára gamla Salman Abedi, við stærra hryðjuverkanet. Kosningabaráttunni fyrir komandi þingkosningar hafði verið frestað vegna árásinnar en henni verður haldið áfram á föstudaginn.
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira