Gjörbreytt staða frá síðustu kosningum samkvæmt nýrri könnun Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. mars 2017 07:00 Fimm af þessum sex ráðherrum sem þarna sitja myndu þurfa að finna sér ný störf ef niðurstöður kosninga yrðu í takti við nýju könnunina. vísir/ernir Hvorki Viðreisn né Björt framtíð fengju kjörinn mann á þing ef kosið væri núna. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Einungis fimm flokkar ættu fulltrúa á Alþingi en í dag eru þeir sjö. Vinstri græn, Samfylkingin og Píratar yrðu í stöðu til þess að mynda þriggja flokka ríkisstjórn. Þar yrðu Vinstri græn með 19 þingmenn, Píratar 10 og Samfylkingin með sex, samtals 35 þingmenn af 63. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar yrði Sjálfstæðisflokkurinn enn stærsti flokkurinn á Alþingi með 32,1 prósents fylgi. Vinstri græn yrðu næststærsti flokkurinn með 27,3 prósenta fylgi. Þessir tveir flokkar yrðu langstærstu flokkarnir á Alþingi. Breytingin á fylgi Sjálfstæðisflokksins frá alþingiskosningunum í október er innan vikmarka og fylgið er nánast það sama og mældist í síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins, um miðjan desember. Fylgi Vinstri grænna hefur hins vegar aukist verulega. Það var 15,9 prósent í kosningunum og 17 prósent í síðustu könnun Fréttablaðsins, sem var gerð áður en Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Björt framtíð mynduðu ríkisstjórn.Fylgi flokka og skipting þingsæta samkvæmt nýrri könnun.Píratar eru þriðji stærsti flokkurinn samkvæmt nýju könnuninni. Hann er með rúmlega 14 prósenta fylgi og er það nánast sama fylgi og flokkurinn fékk í alþingiskosningunum. Samfylkingin er fjórði stærsti stjórnmálaflokkurinn samkvæmt könnuninni, með 8,8 prósenta fylgi. Flokkurinn sækir í sig veðrið frá síðustu kosningum í lok október og frá síðustu könnun Fréttablaðsins sem gerð var í desember. Í desemberkönnuninni var flokkurinn með 5,6 prósenta fylgi en fékk 5,7 prósent upp úr kjörkössunum. Samkvæmt nýju könnuninni myndi flokkurinn fá sex þingmenn og þingflokkurinn því tvöfaldast. Framsóknarflokkurinn er með 7 prósenta fylgi í könnuninni og yrði minnsti þingflokkurinn á Alþingi, með fimm þingmenn. Björt framtíð fengi 3,8 prósent, Viðreisn 3,1 prósent og Flokkur fólksins 2,7 prósent. Aðferðafræði könnunarinnarHringt var í 1.242 manns þar til náðist í 791 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 20. og 21. mars. Svarhlutfallið var 63,7 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tók 58,1 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Hins vegar sögðust 12,6 prósent ekki ætla að kjósa eða skila auðu, 5,4 prósent sögðust óákveðin og 23,9 prósent sögðust ekki ætla að svara.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Sjá meira
Hvorki Viðreisn né Björt framtíð fengju kjörinn mann á þing ef kosið væri núna. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Einungis fimm flokkar ættu fulltrúa á Alþingi en í dag eru þeir sjö. Vinstri græn, Samfylkingin og Píratar yrðu í stöðu til þess að mynda þriggja flokka ríkisstjórn. Þar yrðu Vinstri græn með 19 þingmenn, Píratar 10 og Samfylkingin með sex, samtals 35 þingmenn af 63. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar yrði Sjálfstæðisflokkurinn enn stærsti flokkurinn á Alþingi með 32,1 prósents fylgi. Vinstri græn yrðu næststærsti flokkurinn með 27,3 prósenta fylgi. Þessir tveir flokkar yrðu langstærstu flokkarnir á Alþingi. Breytingin á fylgi Sjálfstæðisflokksins frá alþingiskosningunum í október er innan vikmarka og fylgið er nánast það sama og mældist í síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins, um miðjan desember. Fylgi Vinstri grænna hefur hins vegar aukist verulega. Það var 15,9 prósent í kosningunum og 17 prósent í síðustu könnun Fréttablaðsins, sem var gerð áður en Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Björt framtíð mynduðu ríkisstjórn.Fylgi flokka og skipting þingsæta samkvæmt nýrri könnun.Píratar eru þriðji stærsti flokkurinn samkvæmt nýju könnuninni. Hann er með rúmlega 14 prósenta fylgi og er það nánast sama fylgi og flokkurinn fékk í alþingiskosningunum. Samfylkingin er fjórði stærsti stjórnmálaflokkurinn samkvæmt könnuninni, með 8,8 prósenta fylgi. Flokkurinn sækir í sig veðrið frá síðustu kosningum í lok október og frá síðustu könnun Fréttablaðsins sem gerð var í desember. Í desemberkönnuninni var flokkurinn með 5,6 prósenta fylgi en fékk 5,7 prósent upp úr kjörkössunum. Samkvæmt nýju könnuninni myndi flokkurinn fá sex þingmenn og þingflokkurinn því tvöfaldast. Framsóknarflokkurinn er með 7 prósenta fylgi í könnuninni og yrði minnsti þingflokkurinn á Alþingi, með fimm þingmenn. Björt framtíð fengi 3,8 prósent, Viðreisn 3,1 prósent og Flokkur fólksins 2,7 prósent. Aðferðafræði könnunarinnarHringt var í 1.242 manns þar til náðist í 791 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 20. og 21. mars. Svarhlutfallið var 63,7 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tók 58,1 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Hins vegar sögðust 12,6 prósent ekki ætla að kjósa eða skila auðu, 5,4 prósent sögðust óákveðin og 23,9 prósent sögðust ekki ætla að svara.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent