Sérleyfi til að kafa í Silfru á dagskrá Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. mars 2017 07:00 Tíu ferðaþjónustufyrirtæki bjóða köfun í Silfru. Hugmyndir þjóðgarðsvarðar fela í sér að fækka þeim. vísir/gva Hugmyndir eru uppi um að bjóða út sérleyfi fyrir köfun í Silfru. Frumvarp þess efnis er til meðferðar í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. „Þetta mun ekki bresta á á næstu vikum eða mánuðum. Við höfum engu að síður nokkuð fastmótaðar hugmyndir um hvernig best sé að haga þessu,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Sem stendur bjóða níu fyrirtæki upp á köfunarferðir í Silfru og getur hver sem er, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, stofnað fyrirtæki og boðið upp á slíka þjónustu. Árlega heimsækja um 50 þúsund manns þjóðgarðinn í þeim tilgangi að kafa þar. „Þarna yrðu boðin út ákveðið mörg sérleyfi sem köfunarfyrirtæki geta boðið í. Leyfunum yrði síðan úthlutað út frá hæstu tilboðum eða öðrum fyrirfram ákveðnum reglum. Þau fyrirtæki sem hljóta leyfi fengju síðan ákveðna aðgangstíma til að nýta sér,“ segir Ólafur.Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörðurvísir/GVAAð mati þjóðgarðsvarðarins myndi fyrirkomulag sem þetta bæta þjónustu fyrir gestina og auðvelda fyrirtækjum að stunda sína starfsemi við betri rekstrarskilyrði en þekkjast nú. Þá yrði þetta til að auka öryggi á köfunarstaðnum en öryggismál í Silfru hafa verið í brennidepli að undanförnu. Fyrr í þessum mánuði var gjánni lokað eftir að ferðamaður lést við snorkl. Var það annað banaslysið á þessu ári. Til að þessi hugmynd geti orðið að veruleika þarf lagabreytingu. Ólafur segir að á síðasta kjörtímabili hafi verið samin drög að frumvarpi um efnið. Sú vinna fór fram í forsætisráðuneytinu en þegar ný ríkisstjórn tók við voru málefni Þingvalla færð frá forsætisráðuneytinu til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. „Ef þessi tilraun tekst vel þá gæti þetta verið módel sem nýtist vel fyrir aðra staði þar sem ásókn er gríðarleg,“ segir Ólafur. Hann leggur áherslu á að málið sé afar brýnt og þoli litla bið. „Ferðamönnum sem hingað koma fjölgar og fjölgar og samhliða fjölgar í Silfru. Við höfum ekkert val. Við verðum að bregðast við. Ég vona að þetta frumvarp komi sem fyrst inn á gólf þingsins.“ Steinar Kaldal, aðstoðarmaður Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, staðfestir að umrætt frumvarp sé í vinnslu hjá lögfræðingum ráðuneytisins. Hins vegar liggi ekki ljóst fyrir hvort eða hvenær frumvarpið verði lagt fram eða hvaða breytingum það hafi tekið. Áður hefur ráðherrann sagt að hún telji brýnt að stýra umferð í Silfru.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00 Maðurinn sem lést í Silfru talinn hafa fengið hjartaáfall Engin merki um drukknun. 14. mars 2017 15:46 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Hugmyndir eru uppi um að bjóða út sérleyfi fyrir köfun í Silfru. Frumvarp þess efnis er til meðferðar í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. „Þetta mun ekki bresta á á næstu vikum eða mánuðum. Við höfum engu að síður nokkuð fastmótaðar hugmyndir um hvernig best sé að haga þessu,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Sem stendur bjóða níu fyrirtæki upp á köfunarferðir í Silfru og getur hver sem er, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, stofnað fyrirtæki og boðið upp á slíka þjónustu. Árlega heimsækja um 50 þúsund manns þjóðgarðinn í þeim tilgangi að kafa þar. „Þarna yrðu boðin út ákveðið mörg sérleyfi sem köfunarfyrirtæki geta boðið í. Leyfunum yrði síðan úthlutað út frá hæstu tilboðum eða öðrum fyrirfram ákveðnum reglum. Þau fyrirtæki sem hljóta leyfi fengju síðan ákveðna aðgangstíma til að nýta sér,“ segir Ólafur.Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörðurvísir/GVAAð mati þjóðgarðsvarðarins myndi fyrirkomulag sem þetta bæta þjónustu fyrir gestina og auðvelda fyrirtækjum að stunda sína starfsemi við betri rekstrarskilyrði en þekkjast nú. Þá yrði þetta til að auka öryggi á köfunarstaðnum en öryggismál í Silfru hafa verið í brennidepli að undanförnu. Fyrr í þessum mánuði var gjánni lokað eftir að ferðamaður lést við snorkl. Var það annað banaslysið á þessu ári. Til að þessi hugmynd geti orðið að veruleika þarf lagabreytingu. Ólafur segir að á síðasta kjörtímabili hafi verið samin drög að frumvarpi um efnið. Sú vinna fór fram í forsætisráðuneytinu en þegar ný ríkisstjórn tók við voru málefni Þingvalla færð frá forsætisráðuneytinu til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. „Ef þessi tilraun tekst vel þá gæti þetta verið módel sem nýtist vel fyrir aðra staði þar sem ásókn er gríðarleg,“ segir Ólafur. Hann leggur áherslu á að málið sé afar brýnt og þoli litla bið. „Ferðamönnum sem hingað koma fjölgar og fjölgar og samhliða fjölgar í Silfru. Við höfum ekkert val. Við verðum að bregðast við. Ég vona að þetta frumvarp komi sem fyrst inn á gólf þingsins.“ Steinar Kaldal, aðstoðarmaður Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, staðfestir að umrætt frumvarp sé í vinnslu hjá lögfræðingum ráðuneytisins. Hins vegar liggi ekki ljóst fyrir hvort eða hvenær frumvarpið verði lagt fram eða hvaða breytingum það hafi tekið. Áður hefur ráðherrann sagt að hún telji brýnt að stýra umferð í Silfru.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00 Maðurinn sem lést í Silfru talinn hafa fengið hjartaáfall Engin merki um drukknun. 14. mars 2017 15:46 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00
Maðurinn sem lést í Silfru talinn hafa fengið hjartaáfall Engin merki um drukknun. 14. mars 2017 15:46