Chad Smith sýnir trommulistir sínar í Hörpu Guðný Hrönn skrifar 28. júlí 2017 09:45 Chad Smith hefur oft náð að lista yfir bestu trommara heims. NORDICPHOTOS/GETTY Chad Smith, trommuleikari Red Hot Chili Peppers, kemur fram Í Hörpu á sunnudaginn og mun þar leika magnaðar trommulistir sínar og í leiðinni ausa úr viskubrunni sínum fyrir áhugasama. „Við í Hljóðfærahúsinu fáum Chad Smith, trommuleikara Red Hot Chili Peppers, til okkar í Hörpu núna á sunnudaginn. Þar verður hann með svo kallað trommara-„clinic“,“ segir trommarinn Arnar Þór Gíslason sem starfar í Hljóðfærahúsinu. Spurður út í hvað „clinic“ þýði í þessu samhengi á Arnar erfitt með að finna íslenskt orð. „þetta er svona trommara-framkoma. Hann kemur sem sagt og trommar, tekur nokkur Red Hot Chili Peppers lög með undirspili og allur fókusinn verður á honum. Hann verður einn á sviðinu og trommar fyrir viðstadda, sýnir trix og spjallar á milli. Hann mun fara í gegnum feril sinn og segja frá hverju hann er að reyna að ná fram með trommuleiknum hverju sinni,“ útskýrir Arnar.Arnar er spenntur fyrir komu Red Hot Chili Peppers til Íslands.VÍSIR/LAUFEYAðspurður hvort hægt sé að kalla þetta námskeið segir Arnar: „Nei, þetta er ekki beint námskeið, þetta er meira trommusýning. Vissulega er hægt að læra eitthvað af þessu en þeir sem mæta eru ekki að fara að tromma sjálfir, bara fylgjast með og verða vonandi fyrir innblæstri.“ Arnar segir að samtal á milli Chads og áhorfenda muni spila stórt hlutverk á sunnudaginn. „Chad er svo flottur og hress náungi. Hann er ekkert að taka lífið of alvarlega og hefur bara gaman af,“ segir Arnar sem er spenntur fyrir að sjá Chad leika á als oddi á sunnudaginn.En fyrir hverja er sýning Chads Smith? „Þetta er fyrir alla. Trommarar hafa kannski mestan áhuga á þessu en þetta er samt sem áður fyrir alla. Og kannski fyrst og fremst fyrir þá einstaklinga sem hafa áhuga á hljómsveitinni,“ segir Arnar. Hann bætir við að það sé óþarfi að hafa vit á trommum og trommuleik til að skemmta sér vel á sýningunni. „Þetta verður kannski bara skemmtilegra eftir því sem þú veist minna um trommur.“ „Já, ég fer,“ segir Arnar spurður út í hvort hann ætli svo á Red Hot Chili Peppers tónleikana á mánudaginn. „Þessi hljómsveit er náttúrulega tímamótaband. Sérstaklega platan Blood Sugar Sex Magik (1991), hún hafði mikil áhrif. Sem trommuleikari þá er þetta fyrsta platan sem ég lærði að tromma alveg frá fyrsta lagi til síðasta lags. Hún lagði grunninn að mínum trommuleik síðar,“ segir Arnar. Þess má geta að Chad Smith kemur fram í Silfurbergi í Hörpu á sunnudaginn klukkan 19.00 og miðasala fer fram á vef Hörpu, harpa.is. Trommari Red Hot Chili Peppers Chadwick Gaylord Smith, kallaður Chad Smithfæddur 25. október 1961 í Minnesota, Bandaríkjunumbyrjaði í Red Hot Chili Peppers árið 1988 en sveitin var stofnuð árið 1983hefur oft náð ofarlega á lista yfir bestu trommara heimsbyrjaði að tromma aðeins sjö ára gamaller sagður mjög líkur gamanleikaranum Will Farrell og hefur gert mikið grín að því sjálfurer kvæntur Nancy Mack og saman eiga þau þrjá syni. Hann á þrjú önnur börn úr fyrri samböndumer þekktur fyrir að gera mikið fyrir ýmis góðgerðafélög sem snúast um að efla tónlistarsköpun. Tónlist Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Sjá meira
Chad Smith, trommuleikari Red Hot Chili Peppers, kemur fram Í Hörpu á sunnudaginn og mun þar leika magnaðar trommulistir sínar og í leiðinni ausa úr viskubrunni sínum fyrir áhugasama. „Við í Hljóðfærahúsinu fáum Chad Smith, trommuleikara Red Hot Chili Peppers, til okkar í Hörpu núna á sunnudaginn. Þar verður hann með svo kallað trommara-„clinic“,“ segir trommarinn Arnar Þór Gíslason sem starfar í Hljóðfærahúsinu. Spurður út í hvað „clinic“ þýði í þessu samhengi á Arnar erfitt með að finna íslenskt orð. „þetta er svona trommara-framkoma. Hann kemur sem sagt og trommar, tekur nokkur Red Hot Chili Peppers lög með undirspili og allur fókusinn verður á honum. Hann verður einn á sviðinu og trommar fyrir viðstadda, sýnir trix og spjallar á milli. Hann mun fara í gegnum feril sinn og segja frá hverju hann er að reyna að ná fram með trommuleiknum hverju sinni,“ útskýrir Arnar.Arnar er spenntur fyrir komu Red Hot Chili Peppers til Íslands.VÍSIR/LAUFEYAðspurður hvort hægt sé að kalla þetta námskeið segir Arnar: „Nei, þetta er ekki beint námskeið, þetta er meira trommusýning. Vissulega er hægt að læra eitthvað af þessu en þeir sem mæta eru ekki að fara að tromma sjálfir, bara fylgjast með og verða vonandi fyrir innblæstri.“ Arnar segir að samtal á milli Chads og áhorfenda muni spila stórt hlutverk á sunnudaginn. „Chad er svo flottur og hress náungi. Hann er ekkert að taka lífið of alvarlega og hefur bara gaman af,“ segir Arnar sem er spenntur fyrir að sjá Chad leika á als oddi á sunnudaginn.En fyrir hverja er sýning Chads Smith? „Þetta er fyrir alla. Trommarar hafa kannski mestan áhuga á þessu en þetta er samt sem áður fyrir alla. Og kannski fyrst og fremst fyrir þá einstaklinga sem hafa áhuga á hljómsveitinni,“ segir Arnar. Hann bætir við að það sé óþarfi að hafa vit á trommum og trommuleik til að skemmta sér vel á sýningunni. „Þetta verður kannski bara skemmtilegra eftir því sem þú veist minna um trommur.“ „Já, ég fer,“ segir Arnar spurður út í hvort hann ætli svo á Red Hot Chili Peppers tónleikana á mánudaginn. „Þessi hljómsveit er náttúrulega tímamótaband. Sérstaklega platan Blood Sugar Sex Magik (1991), hún hafði mikil áhrif. Sem trommuleikari þá er þetta fyrsta platan sem ég lærði að tromma alveg frá fyrsta lagi til síðasta lags. Hún lagði grunninn að mínum trommuleik síðar,“ segir Arnar. Þess má geta að Chad Smith kemur fram í Silfurbergi í Hörpu á sunnudaginn klukkan 19.00 og miðasala fer fram á vef Hörpu, harpa.is. Trommari Red Hot Chili Peppers Chadwick Gaylord Smith, kallaður Chad Smithfæddur 25. október 1961 í Minnesota, Bandaríkjunumbyrjaði í Red Hot Chili Peppers árið 1988 en sveitin var stofnuð árið 1983hefur oft náð ofarlega á lista yfir bestu trommara heimsbyrjaði að tromma aðeins sjö ára gamaller sagður mjög líkur gamanleikaranum Will Farrell og hefur gert mikið grín að því sjálfurer kvæntur Nancy Mack og saman eiga þau þrjá syni. Hann á þrjú önnur börn úr fyrri samböndumer þekktur fyrir að gera mikið fyrir ýmis góðgerðafélög sem snúast um að efla tónlistarsköpun.
Tónlist Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Sjá meira