Sjómenn vilja láta mála Hjörleif á vegginn Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. ágúst 2017 18:02 Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, „er ekki sáttur“ við að myndin af sjómanninum á austurvegg Sjávarútvegshússins við Skúlagötu 4 sé horfinn. Honum finnist það í stuttu máli „fáránlegt“ og með „hreinum ólíkindum“ að myndin sem honum hafi þótt mikil prýði sé horfin á braut. Um fátt annað sé rætt á kaffistofum sjómanna en um kollega þeirra á veggnum og hvað skuli koma í hans stað. Mikið hefur verið rætt og ritað um hvarf sjómannsins sem málaður var á vegginn í tengslum við Iceland Airwaves-tónlistarhátíðina árið 2015.Þegar Fréttablaðið reyndi að leita skýringa á hvarfi sjómannsins var fátt um svör. Enginn vildi axla ábyrgð, ráðuneytið benti á borgina og borgin benti á húseigendur. Þá sagðist Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landsbúnaðarráðherra, alls ekki vera hress með að málað hefði verið yfir sjómanninn. Í ljós hefur komið að einn maður öðrum fremur rak á eftir því að verkið yrði fjarlægt, fyrrverandi ráðherrann Hjörleifur Guttormsson sem býr á Vatnsstíg, skammt frá Sjávarútvegshúsinu. Í tölvupóstsamskiptum sínum við hina ýmsu embættismenn rak hann á eftir því að staðið yrði við fyrirheit þess efnis að myndin yrði einungis á veggnum til eins árs - eins og upphaflega hafi staðið til. Myndin fékk þó að lifa í tæp tvö ár og var málað yfir hana í sumar.Myndin af sjómanninum fór ekki framhjá neinum sem ók eftir Sæbraut í austurátt. Vísir/VilhelmÍ samtali við Vísi í dag sagðist Hjörleifur þó ekki vera „aðili þessa máls.“ Valmundur segir í samtali við Reykjavík sídegis að honum hafi þótt einkar viðeigandi að mynd af sjómanni prýddi þetta hús. Það sé sannarlega hús sjávarútvegarins enda hýsi það meðal annars Hafrannsóknarstofnun og sjávarútvegsráðuneytið. Hann segir mikinn sjónarsviptir af sjómanninum og segist Valmundur hafa orðið „hálf klumsa“ þegar hann sá fréttir þess efnis að hann væri á bak og burt. Ekkert samráð var haft við Sjómannasambandið eða það látið vita að til stæði að fjarlægja verkið. „Myndin fannst mér alltaf til prýði og ég var alltaf stoltur þegar ég horfði á þessa mynd, að einhver skuli muna eftir íslenska sjómanninum,“ segir Valmundur. Hann segir að á fundum sínum í dag sé fátt annað rætt en hvað skuli koma á vegginn í stað sjómannsins. „Sumir vilja láta mála Hjörleif á vegginn,“ segir Valmundur, jafnvel í sjóstakk, en hann segist nú ekki sammála því. Honum þætti bót í máli að sjómaðurinn, eða einhver önnur falleg mynd af íslenska sjómanninum, kæmi á vegginn. „Það bara veitir ekki af því að minna á hann því þeim fáu sem eru eftir eigum við mikið að þakka,“ segir Valmundur en spjall hans við Reykjavík Sídegis má heyra hér að ofan. Tengdar fréttir Sjómaðurinn fór „mikið fyrir brjóstið“ á nágrannanum Hjörleifi Hjörleifur Guttormsson rak ítrekað á eftir því að myndin af sjómanninum á Sjávarútvegshúsinu yrði fjarlægð. 15. ágúst 2017 23:22 Hjörleifur Guttormsson um sjómanninn sem hvarf: „Ég er enginn aðili þessa máls“ Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra og íbúi við Vatnsstíg í Reykjavík, telur að skipulagslög hafi verið brotin þegar mynd af sjómanni var máluð á hlið Sjávarútvegshússins árið 2015. 16. ágúst 2017 12:30 Sjómannsins saknað en enginn vill axla ábyrgð á hvarfi hans Allir sakna verksins af sjómanninum; sjávarútvegsáðuneytið, Reykjavíkurborg og húseigendur. Enginn vill axla ábyrgð á afdrifum verksins. 15. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, „er ekki sáttur“ við að myndin af sjómanninum á austurvegg Sjávarútvegshússins við Skúlagötu 4 sé horfinn. Honum finnist það í stuttu máli „fáránlegt“ og með „hreinum ólíkindum“ að myndin sem honum hafi þótt mikil prýði sé horfin á braut. Um fátt annað sé rætt á kaffistofum sjómanna en um kollega þeirra á veggnum og hvað skuli koma í hans stað. Mikið hefur verið rætt og ritað um hvarf sjómannsins sem málaður var á vegginn í tengslum við Iceland Airwaves-tónlistarhátíðina árið 2015.Þegar Fréttablaðið reyndi að leita skýringa á hvarfi sjómannsins var fátt um svör. Enginn vildi axla ábyrgð, ráðuneytið benti á borgina og borgin benti á húseigendur. Þá sagðist Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landsbúnaðarráðherra, alls ekki vera hress með að málað hefði verið yfir sjómanninn. Í ljós hefur komið að einn maður öðrum fremur rak á eftir því að verkið yrði fjarlægt, fyrrverandi ráðherrann Hjörleifur Guttormsson sem býr á Vatnsstíg, skammt frá Sjávarútvegshúsinu. Í tölvupóstsamskiptum sínum við hina ýmsu embættismenn rak hann á eftir því að staðið yrði við fyrirheit þess efnis að myndin yrði einungis á veggnum til eins árs - eins og upphaflega hafi staðið til. Myndin fékk þó að lifa í tæp tvö ár og var málað yfir hana í sumar.Myndin af sjómanninum fór ekki framhjá neinum sem ók eftir Sæbraut í austurátt. Vísir/VilhelmÍ samtali við Vísi í dag sagðist Hjörleifur þó ekki vera „aðili þessa máls.“ Valmundur segir í samtali við Reykjavík sídegis að honum hafi þótt einkar viðeigandi að mynd af sjómanni prýddi þetta hús. Það sé sannarlega hús sjávarútvegarins enda hýsi það meðal annars Hafrannsóknarstofnun og sjávarútvegsráðuneytið. Hann segir mikinn sjónarsviptir af sjómanninum og segist Valmundur hafa orðið „hálf klumsa“ þegar hann sá fréttir þess efnis að hann væri á bak og burt. Ekkert samráð var haft við Sjómannasambandið eða það látið vita að til stæði að fjarlægja verkið. „Myndin fannst mér alltaf til prýði og ég var alltaf stoltur þegar ég horfði á þessa mynd, að einhver skuli muna eftir íslenska sjómanninum,“ segir Valmundur. Hann segir að á fundum sínum í dag sé fátt annað rætt en hvað skuli koma á vegginn í stað sjómannsins. „Sumir vilja láta mála Hjörleif á vegginn,“ segir Valmundur, jafnvel í sjóstakk, en hann segist nú ekki sammála því. Honum þætti bót í máli að sjómaðurinn, eða einhver önnur falleg mynd af íslenska sjómanninum, kæmi á vegginn. „Það bara veitir ekki af því að minna á hann því þeim fáu sem eru eftir eigum við mikið að þakka,“ segir Valmundur en spjall hans við Reykjavík Sídegis má heyra hér að ofan.
Tengdar fréttir Sjómaðurinn fór „mikið fyrir brjóstið“ á nágrannanum Hjörleifi Hjörleifur Guttormsson rak ítrekað á eftir því að myndin af sjómanninum á Sjávarútvegshúsinu yrði fjarlægð. 15. ágúst 2017 23:22 Hjörleifur Guttormsson um sjómanninn sem hvarf: „Ég er enginn aðili þessa máls“ Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra og íbúi við Vatnsstíg í Reykjavík, telur að skipulagslög hafi verið brotin þegar mynd af sjómanni var máluð á hlið Sjávarútvegshússins árið 2015. 16. ágúst 2017 12:30 Sjómannsins saknað en enginn vill axla ábyrgð á hvarfi hans Allir sakna verksins af sjómanninum; sjávarútvegsáðuneytið, Reykjavíkurborg og húseigendur. Enginn vill axla ábyrgð á afdrifum verksins. 15. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Sjómaðurinn fór „mikið fyrir brjóstið“ á nágrannanum Hjörleifi Hjörleifur Guttormsson rak ítrekað á eftir því að myndin af sjómanninum á Sjávarútvegshúsinu yrði fjarlægð. 15. ágúst 2017 23:22
Hjörleifur Guttormsson um sjómanninn sem hvarf: „Ég er enginn aðili þessa máls“ Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra og íbúi við Vatnsstíg í Reykjavík, telur að skipulagslög hafi verið brotin þegar mynd af sjómanni var máluð á hlið Sjávarútvegshússins árið 2015. 16. ágúst 2017 12:30
Sjómannsins saknað en enginn vill axla ábyrgð á hvarfi hans Allir sakna verksins af sjómanninum; sjávarútvegsáðuneytið, Reykjavíkurborg og húseigendur. Enginn vill axla ábyrgð á afdrifum verksins. 15. ágúst 2017 06:00