Fólk beðið að fara varlega vegna heitavatnsleka í Vesturbæ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. september 2017 16:15 Mikil gufa streymir frá vatninu við gatnamót Hringbrautar og Bræðraborgarstígs. Vísir/Sunna Karen Rétt fyrir klukkan 16 í dag barst Veitum tilkynning um að heitt vatn streymdi af krafti upp á gatnamótum Hringbrautar og Bræðraborgarstígs. Mannskapur var þegar sendur á staðinn til að stöðva lekann, segir í tilkynningu frá Veitum sem send var út nú á fimmta tímanum í dag. Reikna má með heitavatnsleysi víða í Vesturbæ á meðan gert verður við lögnina. Þá er fólk varað við slysahættu í grennd við lekann og beðið að gæta sérstaklega að því að börn séu ekki að leik á staðnum. Vatnið er sjóðheitt og getur valdið mjög slæmum brunasárum við örsnögga snertingu við vatnið. Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.Uppfært klukkan 16:28: Slökkviliðið sendi dælubíl á vettvang auk sjúkrabíls en heitt vatn hefur flætt inn í kjallara húsa í kring. Slökkviliðsmenn eru enn á vettvangi og þá sérstaklega við að passa upp á að fólk verði sér ekki að voða vegna heita vatnsins, sem er mjög heitt. Ljóst er að nokkurt tjón hefur orðið vegna heitavatnslekans. Veitur biðja íbúa umræddra húsa að fara varlega þar sem vatnið getur verið sjóðheitt og valdið brunasárum við örsnögga snertingu, segir enn fremur í annarri tilkynningu frá Veitum.Uppfært klukkan 18.25: Starfsfólk Veitna hefur nú staðsett leku lögnina sem flæddi úr í Vesturbænum fyrr í dag. Reyndist hún vera undir Hringbraut. Mest af heita vatninu kom hins vegar upp á mótum Kaplaskjólsvegar og Víðimels og nálægum brunnum. Búið er að einangra æðina með því að loka fyrir streymi beggja vegna við hana og hefur sú aðgerð ekki áhrif á afhendingu heits vatns til íbúa. Því ættu allir að vera komnir með heitt vatn en nokkra stund tekur að ná upp fullum þrýstingi á öllu svæðinu Fyrstu fregnir gáfu til kynna að nokkurt tjón hefði orðið þegar heitt vatn flæddi í kjallara í grennd við bilunina. Svo virðist sem þær hafi ekki reynst á rökum reistar, enn sem komið er hafa engar beiðnir um aðstoð við dælingu borist slökkviliði. Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Sjá meira
Rétt fyrir klukkan 16 í dag barst Veitum tilkynning um að heitt vatn streymdi af krafti upp á gatnamótum Hringbrautar og Bræðraborgarstígs. Mannskapur var þegar sendur á staðinn til að stöðva lekann, segir í tilkynningu frá Veitum sem send var út nú á fimmta tímanum í dag. Reikna má með heitavatnsleysi víða í Vesturbæ á meðan gert verður við lögnina. Þá er fólk varað við slysahættu í grennd við lekann og beðið að gæta sérstaklega að því að börn séu ekki að leik á staðnum. Vatnið er sjóðheitt og getur valdið mjög slæmum brunasárum við örsnögga snertingu við vatnið. Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.Uppfært klukkan 16:28: Slökkviliðið sendi dælubíl á vettvang auk sjúkrabíls en heitt vatn hefur flætt inn í kjallara húsa í kring. Slökkviliðsmenn eru enn á vettvangi og þá sérstaklega við að passa upp á að fólk verði sér ekki að voða vegna heita vatnsins, sem er mjög heitt. Ljóst er að nokkurt tjón hefur orðið vegna heitavatnslekans. Veitur biðja íbúa umræddra húsa að fara varlega þar sem vatnið getur verið sjóðheitt og valdið brunasárum við örsnögga snertingu, segir enn fremur í annarri tilkynningu frá Veitum.Uppfært klukkan 18.25: Starfsfólk Veitna hefur nú staðsett leku lögnina sem flæddi úr í Vesturbænum fyrr í dag. Reyndist hún vera undir Hringbraut. Mest af heita vatninu kom hins vegar upp á mótum Kaplaskjólsvegar og Víðimels og nálægum brunnum. Búið er að einangra æðina með því að loka fyrir streymi beggja vegna við hana og hefur sú aðgerð ekki áhrif á afhendingu heits vatns til íbúa. Því ættu allir að vera komnir með heitt vatn en nokkra stund tekur að ná upp fullum þrýstingi á öllu svæðinu Fyrstu fregnir gáfu til kynna að nokkurt tjón hefði orðið þegar heitt vatn flæddi í kjallara í grennd við bilunina. Svo virðist sem þær hafi ekki reynst á rökum reistar, enn sem komið er hafa engar beiðnir um aðstoð við dælingu borist slökkviliði.
Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir