Fólk beðið að fara varlega vegna heitavatnsleka í Vesturbæ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. september 2017 16:15 Mikil gufa streymir frá vatninu við gatnamót Hringbrautar og Bræðraborgarstígs. Vísir/Sunna Karen Rétt fyrir klukkan 16 í dag barst Veitum tilkynning um að heitt vatn streymdi af krafti upp á gatnamótum Hringbrautar og Bræðraborgarstígs. Mannskapur var þegar sendur á staðinn til að stöðva lekann, segir í tilkynningu frá Veitum sem send var út nú á fimmta tímanum í dag. Reikna má með heitavatnsleysi víða í Vesturbæ á meðan gert verður við lögnina. Þá er fólk varað við slysahættu í grennd við lekann og beðið að gæta sérstaklega að því að börn séu ekki að leik á staðnum. Vatnið er sjóðheitt og getur valdið mjög slæmum brunasárum við örsnögga snertingu við vatnið. Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.Uppfært klukkan 16:28: Slökkviliðið sendi dælubíl á vettvang auk sjúkrabíls en heitt vatn hefur flætt inn í kjallara húsa í kring. Slökkviliðsmenn eru enn á vettvangi og þá sérstaklega við að passa upp á að fólk verði sér ekki að voða vegna heita vatnsins, sem er mjög heitt. Ljóst er að nokkurt tjón hefur orðið vegna heitavatnslekans. Veitur biðja íbúa umræddra húsa að fara varlega þar sem vatnið getur verið sjóðheitt og valdið brunasárum við örsnögga snertingu, segir enn fremur í annarri tilkynningu frá Veitum.Uppfært klukkan 18.25: Starfsfólk Veitna hefur nú staðsett leku lögnina sem flæddi úr í Vesturbænum fyrr í dag. Reyndist hún vera undir Hringbraut. Mest af heita vatninu kom hins vegar upp á mótum Kaplaskjólsvegar og Víðimels og nálægum brunnum. Búið er að einangra æðina með því að loka fyrir streymi beggja vegna við hana og hefur sú aðgerð ekki áhrif á afhendingu heits vatns til íbúa. Því ættu allir að vera komnir með heitt vatn en nokkra stund tekur að ná upp fullum þrýstingi á öllu svæðinu Fyrstu fregnir gáfu til kynna að nokkurt tjón hefði orðið þegar heitt vatn flæddi í kjallara í grennd við bilunina. Svo virðist sem þær hafi ekki reynst á rökum reistar, enn sem komið er hafa engar beiðnir um aðstoð við dælingu borist slökkviliði. Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Rétt fyrir klukkan 16 í dag barst Veitum tilkynning um að heitt vatn streymdi af krafti upp á gatnamótum Hringbrautar og Bræðraborgarstígs. Mannskapur var þegar sendur á staðinn til að stöðva lekann, segir í tilkynningu frá Veitum sem send var út nú á fimmta tímanum í dag. Reikna má með heitavatnsleysi víða í Vesturbæ á meðan gert verður við lögnina. Þá er fólk varað við slysahættu í grennd við lekann og beðið að gæta sérstaklega að því að börn séu ekki að leik á staðnum. Vatnið er sjóðheitt og getur valdið mjög slæmum brunasárum við örsnögga snertingu við vatnið. Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.Uppfært klukkan 16:28: Slökkviliðið sendi dælubíl á vettvang auk sjúkrabíls en heitt vatn hefur flætt inn í kjallara húsa í kring. Slökkviliðsmenn eru enn á vettvangi og þá sérstaklega við að passa upp á að fólk verði sér ekki að voða vegna heita vatnsins, sem er mjög heitt. Ljóst er að nokkurt tjón hefur orðið vegna heitavatnslekans. Veitur biðja íbúa umræddra húsa að fara varlega þar sem vatnið getur verið sjóðheitt og valdið brunasárum við örsnögga snertingu, segir enn fremur í annarri tilkynningu frá Veitum.Uppfært klukkan 18.25: Starfsfólk Veitna hefur nú staðsett leku lögnina sem flæddi úr í Vesturbænum fyrr í dag. Reyndist hún vera undir Hringbraut. Mest af heita vatninu kom hins vegar upp á mótum Kaplaskjólsvegar og Víðimels og nálægum brunnum. Búið er að einangra æðina með því að loka fyrir streymi beggja vegna við hana og hefur sú aðgerð ekki áhrif á afhendingu heits vatns til íbúa. Því ættu allir að vera komnir með heitt vatn en nokkra stund tekur að ná upp fullum þrýstingi á öllu svæðinu Fyrstu fregnir gáfu til kynna að nokkurt tjón hefði orðið þegar heitt vatn flæddi í kjallara í grennd við bilunina. Svo virðist sem þær hafi ekki reynst á rökum reistar, enn sem komið er hafa engar beiðnir um aðstoð við dælingu borist slökkviliði.
Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira