Vinnubrögðin á Alþingi ekki fólkinu að kenna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. október 2017 16:15 Helgi Hrafn Gunnarsson, oddviti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, sat fyrir svörum í Kosningaspjalli Vísis. Vísir/Stefán Þegar aðalatriðið í stjórnmálum snýst um hvort ríkisstjórn standi eða falli er ekki verið að ræða þau málefni sem skipta þjóðina máli. Þetta snýst þó ekki um hvaða fólk situr á Alþingi, þetta er eðli stofnunarinnar að mati Helga Hrafns Gunnarssonar Pírata. Helgi Hrafn sat fyrir svörum í Kosningaspjalli Vísis en hann er oddviti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður. Honum hefur verið tíðrætt um vinnubrögðin á Alþingi. Traust á Alþingi er í lágmarki samkvæmt könnunum Gallup og hefur Helgi sagt að á Alþingi líðist hegðun sem myndi aldrei líðast á öðrum vinnustöðum. En hver er ástæðan? „Þetta er ekki fólkið. Þetta er eðli stofnunarinnar, kannski að hluta til eðli fyrirbærisins. Þetta er eðli þess að við erum að takast á um raunverulegan ágreining. Stjórnmálamenn eiga að vinna saman þegar það er flötur fyrir samstarfi en þegar þeir eru ósammála í grundvallaratriðum takast þeir á. Úr þessu verður menning þar sem mjög stutt er í alla óheilbrigða hegðun, alls konar eineltishegðun og leiðindi,“ segir Helgi Hrafn. Helgi Hrafn segir þó að Alþingi verði aldrei venjulegur vinnustaður og mikilvægt sé að hætta að reyna að ímynda sér að með rétta fólkinu lagist vinnubrögðin á Alþingi. Setja þurfi reglur sem hafi þetta eðli Alþingis til hliðsjónar til þess að taka á þessum vanda. „Ég myndi fyrst og fremst vilja laga þetta með því að gera samband ríkisstjórnarinnar og Alþingis heilbrigðara, það væri fyrsta skrefið,“ segir Helgi sem telur að flestir þingmenn myndi sér málefnalega skoðun á þeim málum sem komi til kasta Alþingis en þegar greidd eru atkvæði fylgja þau yfirleitt línum eftir því hver er í ríkisstjórn og hver er í stjórnarandstöðu.„Þegar það er aðalatriðið í stjórnmálum þá erum við ekki að tala um málefnin sem skipta þjóðinni máli. Það er vandamálið.“„Elliíbúðir“ fyrir leigjendur Húsnæðisvandi ungs fólks hefur verið í brennidepli undanfarna mánuði en erfitt getur reynst fyrir ungt fólk að kaupa sér fasteign á sama tíma og húsnæðisverð fer hækkandi. Helgi Hrafn var spurður um stefnu Pírata í húsnæðismálum og segir hann að stefna Pírata sé að gera stórátök í byggingu íbúða sem hugsaðar séu til langtíma leigu, eyrnamerktar leigjendum á sama hátt og íbúðir sem séu sérstaklega ætlaðar fyrir þá sem náð hafa ákveðnum aldri. „Þetta er gert með íbúðir fyrir aldraða, það eru kvaðir á þeim sem segja að það megi bara selja þær öldruðum. Það þýðir að verðið á þessum íbúðum er ónæmt fyrir umframeftispurn á markaði eins og ferðaþjónustu, airbnb og því. Þú myndar ákveðna vernd fyrir þann hóp með því að gera þetta.“ Þetta muni leiða til þess að leigjendum séu tryggðar öruggar íbúðir og að þeir fái skjól fyrir ákveðnum markaðsþáttum sem geri stöðu leigjenda ótrygga í dag.„Það verður meiri samkeppni á leikumarkaði sem þýðir að leigan lækkar. Það ætti þá að gera það að verkum að fólk gæti sparað sér fyrir íbúðum.“Sjá má þáttinn í heild sinni hér fyrir ofan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Kosningaspjall Vísis: Frambjóðendur svara spurningum lesenda í beinni útsendingu Kosningaspjall Vísis hefst næstkomandi mánudag, 9. október, en í þættinum koma fulltrúar þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis í kosningunum þann 28. október og svara spurningum lesenda og áhorfenda Vísis. 5. október 2017 14:15 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Þegar aðalatriðið í stjórnmálum snýst um hvort ríkisstjórn standi eða falli er ekki verið að ræða þau málefni sem skipta þjóðina máli. Þetta snýst þó ekki um hvaða fólk situr á Alþingi, þetta er eðli stofnunarinnar að mati Helga Hrafns Gunnarssonar Pírata. Helgi Hrafn sat fyrir svörum í Kosningaspjalli Vísis en hann er oddviti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður. Honum hefur verið tíðrætt um vinnubrögðin á Alþingi. Traust á Alþingi er í lágmarki samkvæmt könnunum Gallup og hefur Helgi sagt að á Alþingi líðist hegðun sem myndi aldrei líðast á öðrum vinnustöðum. En hver er ástæðan? „Þetta er ekki fólkið. Þetta er eðli stofnunarinnar, kannski að hluta til eðli fyrirbærisins. Þetta er eðli þess að við erum að takast á um raunverulegan ágreining. Stjórnmálamenn eiga að vinna saman þegar það er flötur fyrir samstarfi en þegar þeir eru ósammála í grundvallaratriðum takast þeir á. Úr þessu verður menning þar sem mjög stutt er í alla óheilbrigða hegðun, alls konar eineltishegðun og leiðindi,“ segir Helgi Hrafn. Helgi Hrafn segir þó að Alþingi verði aldrei venjulegur vinnustaður og mikilvægt sé að hætta að reyna að ímynda sér að með rétta fólkinu lagist vinnubrögðin á Alþingi. Setja þurfi reglur sem hafi þetta eðli Alþingis til hliðsjónar til þess að taka á þessum vanda. „Ég myndi fyrst og fremst vilja laga þetta með því að gera samband ríkisstjórnarinnar og Alþingis heilbrigðara, það væri fyrsta skrefið,“ segir Helgi sem telur að flestir þingmenn myndi sér málefnalega skoðun á þeim málum sem komi til kasta Alþingis en þegar greidd eru atkvæði fylgja þau yfirleitt línum eftir því hver er í ríkisstjórn og hver er í stjórnarandstöðu.„Þegar það er aðalatriðið í stjórnmálum þá erum við ekki að tala um málefnin sem skipta þjóðinni máli. Það er vandamálið.“„Elliíbúðir“ fyrir leigjendur Húsnæðisvandi ungs fólks hefur verið í brennidepli undanfarna mánuði en erfitt getur reynst fyrir ungt fólk að kaupa sér fasteign á sama tíma og húsnæðisverð fer hækkandi. Helgi Hrafn var spurður um stefnu Pírata í húsnæðismálum og segir hann að stefna Pírata sé að gera stórátök í byggingu íbúða sem hugsaðar séu til langtíma leigu, eyrnamerktar leigjendum á sama hátt og íbúðir sem séu sérstaklega ætlaðar fyrir þá sem náð hafa ákveðnum aldri. „Þetta er gert með íbúðir fyrir aldraða, það eru kvaðir á þeim sem segja að það megi bara selja þær öldruðum. Það þýðir að verðið á þessum íbúðum er ónæmt fyrir umframeftispurn á markaði eins og ferðaþjónustu, airbnb og því. Þú myndar ákveðna vernd fyrir þann hóp með því að gera þetta.“ Þetta muni leiða til þess að leigjendum séu tryggðar öruggar íbúðir og að þeir fái skjól fyrir ákveðnum markaðsþáttum sem geri stöðu leigjenda ótrygga í dag.„Það verður meiri samkeppni á leikumarkaði sem þýðir að leigan lækkar. Það ætti þá að gera það að verkum að fólk gæti sparað sér fyrir íbúðum.“Sjá má þáttinn í heild sinni hér fyrir ofan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Kosningaspjall Vísis: Frambjóðendur svara spurningum lesenda í beinni útsendingu Kosningaspjall Vísis hefst næstkomandi mánudag, 9. október, en í þættinum koma fulltrúar þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis í kosningunum þann 28. október og svara spurningum lesenda og áhorfenda Vísis. 5. október 2017 14:15 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Kosningaspjall Vísis: Frambjóðendur svara spurningum lesenda í beinni útsendingu Kosningaspjall Vísis hefst næstkomandi mánudag, 9. október, en í þættinum koma fulltrúar þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis í kosningunum þann 28. október og svara spurningum lesenda og áhorfenda Vísis. 5. október 2017 14:15